Um gildar „ástæður“ gyðingaofsókna og Vísindavef Háskóla Íslands Lára Magnúsardóttir skrifar 15. janúar 2019 11:00 Bandarísk kona að nafni Merrill Kaplan hefur sent tilmæli til ritstjórnar Vísindavefs Háskóla Íslands þess efnis að tekin verði af vefnum grein frá árinu 2001 sem heitir „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar?“. Af því tilefni sendi ritstjórnin höfundi svarsins við spurningunni, Gísla Gunnarssyni, fyrirspurn um álit hans á því að greinin yrði tekin af Vísindavefnum. Gísli, sem nú er sagnfræðiprófessor á eftirlaunum, sagði frá þessu á Facebook og þaðan rataði málið í fréttir. Þann 15. janúar var Gísli búinn að breyta greininni, en hafði áður lýst afstöðu sinni til eigin rökfærslu á Facebook. Þar sagði hann umræðuefnið „viðkvæmt“ og endaði á þessum orðum: „Stundum er erfitt að rökræða!“ Á Vísindavefinn getur almenningur sent hvers konar spurningar sem leitast er við að svara. Nokkuð erfitt er að gera sér grein fyrir því hvernig starfinu á Vísindavefnum er hagað, en á einum stað stendur að stundum svari ritstjórnarmenn spurningum sjálfir en að yfirleitt séu það „sérfróðir menn á viðkomandi sviði“ hjá HÍ sem geri það. Margt á Vísindavefnum er frábært og þar er einstök þjónusta við almenning. Í öðrum tilvikum svara BA- og BS-nemendur spurningum sem heyra ekki einu sinni undir fagið sem þeir leggja stund á, nota orðabækur og gögn sem enginn vandi er fyrir almenning að fletta sjálfur upp – oft gamalt. Þess vegna eru svörin ekki alltaf upplýsandi og lesandinn getur í raun ekki reitt sig á að svörin séu „vísindaleg“. Ekki er gefin ástæða þess að einmitt Gísli Gunnarsson skyldi hafa verið valinn til þess að svara spurningunni sem barst fyrir 18 árum um ástæður gyðingaofsókna. Hann hefur aldrei legið á pólitískum skoðunum sínum og fullvíst er að hann aðhyllist ekki kynþáttahyggju, en í meginatriðum má lýsa nálgun hans við stjórnmál fyrir botni Miðjarðarhafs þannig, að hann sé í hópi þeirra sem hallast að jafnaði að málstað Palestínu gegn Ísrael. Gísli er mætur fræðimaður og vel að sér, en sérhæfing hans í sagnfræði og starfi sem prófessor hjá Háskóla Íslands hefur aldrei haft snertifleti við umræðuefnið. Það kann að vera ástæða þess að Gísli féll í gildru þegar hann segir í niðurstöðu að það hafi verið forlagahyggja gyðinga sem gerði „nasistum auðveldara að framkvæma fjöldadráp sín á gyðingum en andstaða við hana er ein af forsendum zíonismans sem er í senn helsta hugmyndafræði tveggja stærstu flokkanna í Ísrael, Likud og Verkamannaflokksins“. Villan hjá Gísla var að reyna að svara spurningu sem er í raun ógild, af því að hún felur í sér tillögu um rökrétt samhengi ástæðunnar. Rétt hefði verið að skilgreina spurninguna upp á nýtt og leggja fram í því samhengi nokkur grundvallaratriði sem fræðirannsóknir hafa leitt í ljós, eða sem eru í umræðunni, um gyðingaofsóknir og skyld málefni. Meðfylgjandi ættu að vera tilvísanir í ritin sem greinin á Vísindavefnum byggist á. Sú fræðilega umræða sem hæst ber hefði, með öðrum orðum, átt að stýra því hvernig svarið á Vísindavefinn var samið, vera upplýsandi um þessi atriði og leiða fróðleiksfúsa lesendur áfram í sannleiksleit sinni. Þess í stað skrifaði Gísli Gunnarsson pólitískan pistil, enda eru það einu forsendurnar sem hann hafði til að nálgast umræðuefnið, eins og staðfestist með orðum hans sjálfs á Facebook sem vitnað er í að ofan: „Stundum er erfitt að rökræða!“ Að óreyndu mætti ætla að á Vísindavef Háskólans væri hægt að nálgast svör af því tagi sem kennarar legðu sig í líma við að fræða nemendur sína um, sem eru sjaldan endanleg og oftast áskorun um frekari leit með vísbendingum um leiðir og aðferðir. Þau ættu aldrei að vera tilvísanalaus, enda er vísindastarf alltaf hlekkur í keðju og aldrei einstök skoðun. Þar eiga ekki að fara fram rökræður, heldur eiga að koma fram upplýsingar um fræðilega samræðu og rökfærslu. Þaðan af síður ætti að birta einræður sem ætlaðar eru til rökræðu á öðrum vettvangi. Eða, hver er ritstjórnarstefna Vísindavefsins? Teljast svörin þar höfundarverk eða er Vísindavefurinn andlit Háskóla Íslands þar sem leitast er við að koma á framfæri upplýsingum sem endurspegla fræðilega stöðu samtímans? Hvað gerist til dæmis ef svar á Vísindavefnum úreldist? Og hvers vegna eru svarendur á Vísindavef Háskóla Íslands bara „yfirleitt“ sérfróðir, fremur en ávallt? Hvernig á almennur lesandi að greina þar á milli? Spurningin sem nú hefur komið upp á yfirborðið um svar Gísla Gunnarssonar við spurningunni um ástæður gyðingaofsókna er til marks um að tími sé kominn til að gera skurk á Vísindavefnum til þess að hann staðni ekki, en geti staðið áfram undir nokkuð góðu orðspori. Þar stendur upp á þá sem bera ábyrgð á Vísindavefnum og Háskóla Íslands að svara því hvort „ástæður“ gyðingaofsókna séu einmitt þær sem segir á Vísindavefnum samkvæmt bestu vísindalegu þekkingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Bandarísk kona að nafni Merrill Kaplan hefur sent tilmæli til ritstjórnar Vísindavefs Háskóla Íslands þess efnis að tekin verði af vefnum grein frá árinu 2001 sem heitir „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar?“. Af því tilefni sendi ritstjórnin höfundi svarsins við spurningunni, Gísla Gunnarssyni, fyrirspurn um álit hans á því að greinin yrði tekin af Vísindavefnum. Gísli, sem nú er sagnfræðiprófessor á eftirlaunum, sagði frá þessu á Facebook og þaðan rataði málið í fréttir. Þann 15. janúar var Gísli búinn að breyta greininni, en hafði áður lýst afstöðu sinni til eigin rökfærslu á Facebook. Þar sagði hann umræðuefnið „viðkvæmt“ og endaði á þessum orðum: „Stundum er erfitt að rökræða!“ Á Vísindavefinn getur almenningur sent hvers konar spurningar sem leitast er við að svara. Nokkuð erfitt er að gera sér grein fyrir því hvernig starfinu á Vísindavefnum er hagað, en á einum stað stendur að stundum svari ritstjórnarmenn spurningum sjálfir en að yfirleitt séu það „sérfróðir menn á viðkomandi sviði“ hjá HÍ sem geri það. Margt á Vísindavefnum er frábært og þar er einstök þjónusta við almenning. Í öðrum tilvikum svara BA- og BS-nemendur spurningum sem heyra ekki einu sinni undir fagið sem þeir leggja stund á, nota orðabækur og gögn sem enginn vandi er fyrir almenning að fletta sjálfur upp – oft gamalt. Þess vegna eru svörin ekki alltaf upplýsandi og lesandinn getur í raun ekki reitt sig á að svörin séu „vísindaleg“. Ekki er gefin ástæða þess að einmitt Gísli Gunnarsson skyldi hafa verið valinn til þess að svara spurningunni sem barst fyrir 18 árum um ástæður gyðingaofsókna. Hann hefur aldrei legið á pólitískum skoðunum sínum og fullvíst er að hann aðhyllist ekki kynþáttahyggju, en í meginatriðum má lýsa nálgun hans við stjórnmál fyrir botni Miðjarðarhafs þannig, að hann sé í hópi þeirra sem hallast að jafnaði að málstað Palestínu gegn Ísrael. Gísli er mætur fræðimaður og vel að sér, en sérhæfing hans í sagnfræði og starfi sem prófessor hjá Háskóla Íslands hefur aldrei haft snertifleti við umræðuefnið. Það kann að vera ástæða þess að Gísli féll í gildru þegar hann segir í niðurstöðu að það hafi verið forlagahyggja gyðinga sem gerði „nasistum auðveldara að framkvæma fjöldadráp sín á gyðingum en andstaða við hana er ein af forsendum zíonismans sem er í senn helsta hugmyndafræði tveggja stærstu flokkanna í Ísrael, Likud og Verkamannaflokksins“. Villan hjá Gísla var að reyna að svara spurningu sem er í raun ógild, af því að hún felur í sér tillögu um rökrétt samhengi ástæðunnar. Rétt hefði verið að skilgreina spurninguna upp á nýtt og leggja fram í því samhengi nokkur grundvallaratriði sem fræðirannsóknir hafa leitt í ljós, eða sem eru í umræðunni, um gyðingaofsóknir og skyld málefni. Meðfylgjandi ættu að vera tilvísanir í ritin sem greinin á Vísindavefnum byggist á. Sú fræðilega umræða sem hæst ber hefði, með öðrum orðum, átt að stýra því hvernig svarið á Vísindavefinn var samið, vera upplýsandi um þessi atriði og leiða fróðleiksfúsa lesendur áfram í sannleiksleit sinni. Þess í stað skrifaði Gísli Gunnarsson pólitískan pistil, enda eru það einu forsendurnar sem hann hafði til að nálgast umræðuefnið, eins og staðfestist með orðum hans sjálfs á Facebook sem vitnað er í að ofan: „Stundum er erfitt að rökræða!“ Að óreyndu mætti ætla að á Vísindavef Háskólans væri hægt að nálgast svör af því tagi sem kennarar legðu sig í líma við að fræða nemendur sína um, sem eru sjaldan endanleg og oftast áskorun um frekari leit með vísbendingum um leiðir og aðferðir. Þau ættu aldrei að vera tilvísanalaus, enda er vísindastarf alltaf hlekkur í keðju og aldrei einstök skoðun. Þar eiga ekki að fara fram rökræður, heldur eiga að koma fram upplýsingar um fræðilega samræðu og rökfærslu. Þaðan af síður ætti að birta einræður sem ætlaðar eru til rökræðu á öðrum vettvangi. Eða, hver er ritstjórnarstefna Vísindavefsins? Teljast svörin þar höfundarverk eða er Vísindavefurinn andlit Háskóla Íslands þar sem leitast er við að koma á framfæri upplýsingum sem endurspegla fræðilega stöðu samtímans? Hvað gerist til dæmis ef svar á Vísindavefnum úreldist? Og hvers vegna eru svarendur á Vísindavef Háskóla Íslands bara „yfirleitt“ sérfróðir, fremur en ávallt? Hvernig á almennur lesandi að greina þar á milli? Spurningin sem nú hefur komið upp á yfirborðið um svar Gísla Gunnarssonar við spurningunni um ástæður gyðingaofsókna er til marks um að tími sé kominn til að gera skurk á Vísindavefnum til þess að hann staðni ekki, en geti staðið áfram undir nokkuð góðu orðspori. Þar stendur upp á þá sem bera ábyrgð á Vísindavefnum og Háskóla Íslands að svara því hvort „ástæður“ gyðingaofsókna séu einmitt þær sem segir á Vísindavefnum samkvæmt bestu vísindalegu þekkingu.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun