Stýrivextir halda áfram að lækka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 08:56 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. Lækkunin er í samræmi við það sem greining Íslandsbanka spáði í liðinni viku en hagdeild Landsbankans hafði spáð því að vaxtalækkun yrði ekki aftur fyrr en í desember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans er vísað í nýja þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í nóvemberhefti Peningamála. Samkvæmt þjóðhagsspánni hafa horfur um hagvöxt á seinni hluta ársins versnað frá því sem spáð var í ágúst. Hagvöxtur á fyrri hluta ársins var hins vegar meiri en spáð hafði verið og er því áfram gert ráð fyrir 0,2% samdrætti á árinu öllu, líkt og gert var í ágúst. Horfur fyrir næsta ár hafa hins vegar versnað og er nú spáð 1,6% hagvexti. Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í sumar. Vaxtalækkunin nú er sú þriðja í röðinni síðan hann tók við því embætti en í lok ágúst var tilkynnt að stýrivextir myndu lækka úr 3,75% í 3,5%. Áður hafði Seðlabankinn lækkað stýrivexti í maí og júní en í mars héldust vextirnir óbreyttir, eða 4,5%. Vextirnir hafa því lækkað um 1,5% síðan þá.Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. https://t.co/uVLWyjPy0qpic.twitter.com/ZmtQiGZs2w — Seðlabanki Íslands (@sedlabanki_is) November 6, 2019Í yfirlýsingu peningastefnunefndar nú er einnig fjallað um verðbólguna og þróunina í þeim efnum:Verðbólga hefur verið um eða yfir 3% frá því í vor en í október mældist hún 2,8%. Undirliggjandi verðbólga hefur hins vegar verið þrálátari. Horfur eru á að verðbólga hjaðni hraðar en spáð var í ágúst og að hún verði komin í markmið undir lok þessa árs. Verðbólguvæntingar hafa haldið áfram að lækka og eru við markmið miðað við flesta mælikvarða. Taumhald peningastefnunnar hefur því aukist lítillega milli funda.Vextir bankans hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því í vor og eiga áhrif þess enn eftir að koma fram að fullu. Lækkun vaxta hefur stutt við eftirspurn og miðað við spá bankans ætti núverandi vaxtastig að duga til að tryggja verðstöðugleika til meðallangs tíma og fulla nýtingu framleiðsluþátta.Þá mun boðuð slökun í aðhaldi ríkisfjármála leggjast á sömu sveif. Efnahagshorfur gætu hins vegar verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum.Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.Vextir verða því sem hér segir:1. Daglán 4,75%2. Lán gegn veði til 7 daga 3,75%3. Innlán bundin í 7 daga 3,00%4. Viðskiptareikningar 2,75%5. Bindiskyldar innstæður, meðaltalsuppfyllt 2,75%6. Bindiskyldar innstæður, föst bindiskylda 0,00%Fréttin hefur verið uppfærð. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00 Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki hefur fyrstur stóru bankanna þriggja tilkynnt um lækkun á vöxtum húsnæðis-, bíla- og innlána. 9. október 2019 10:51 Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. 1. nóvember 2019 09:25 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. Lækkunin er í samræmi við það sem greining Íslandsbanka spáði í liðinni viku en hagdeild Landsbankans hafði spáð því að vaxtalækkun yrði ekki aftur fyrr en í desember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans er vísað í nýja þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í nóvemberhefti Peningamála. Samkvæmt þjóðhagsspánni hafa horfur um hagvöxt á seinni hluta ársins versnað frá því sem spáð var í ágúst. Hagvöxtur á fyrri hluta ársins var hins vegar meiri en spáð hafði verið og er því áfram gert ráð fyrir 0,2% samdrætti á árinu öllu, líkt og gert var í ágúst. Horfur fyrir næsta ár hafa hins vegar versnað og er nú spáð 1,6% hagvexti. Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í sumar. Vaxtalækkunin nú er sú þriðja í röðinni síðan hann tók við því embætti en í lok ágúst var tilkynnt að stýrivextir myndu lækka úr 3,75% í 3,5%. Áður hafði Seðlabankinn lækkað stýrivexti í maí og júní en í mars héldust vextirnir óbreyttir, eða 4,5%. Vextirnir hafa því lækkað um 1,5% síðan þá.Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. https://t.co/uVLWyjPy0qpic.twitter.com/ZmtQiGZs2w — Seðlabanki Íslands (@sedlabanki_is) November 6, 2019Í yfirlýsingu peningastefnunefndar nú er einnig fjallað um verðbólguna og þróunina í þeim efnum:Verðbólga hefur verið um eða yfir 3% frá því í vor en í október mældist hún 2,8%. Undirliggjandi verðbólga hefur hins vegar verið þrálátari. Horfur eru á að verðbólga hjaðni hraðar en spáð var í ágúst og að hún verði komin í markmið undir lok þessa árs. Verðbólguvæntingar hafa haldið áfram að lækka og eru við markmið miðað við flesta mælikvarða. Taumhald peningastefnunnar hefur því aukist lítillega milli funda.Vextir bankans hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því í vor og eiga áhrif þess enn eftir að koma fram að fullu. Lækkun vaxta hefur stutt við eftirspurn og miðað við spá bankans ætti núverandi vaxtastig að duga til að tryggja verðstöðugleika til meðallangs tíma og fulla nýtingu framleiðsluþátta.Þá mun boðuð slökun í aðhaldi ríkisfjármála leggjast á sömu sveif. Efnahagshorfur gætu hins vegar verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum.Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.Vextir verða því sem hér segir:1. Daglán 4,75%2. Lán gegn veði til 7 daga 3,75%3. Innlán bundin í 7 daga 3,00%4. Viðskiptareikningar 2,75%5. Bindiskyldar innstæður, meðaltalsuppfyllt 2,75%6. Bindiskyldar innstæður, föst bindiskylda 0,00%Fréttin hefur verið uppfærð.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00 Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki hefur fyrstur stóru bankanna þriggja tilkynnt um lækkun á vöxtum húsnæðis-, bíla- og innlána. 9. október 2019 10:51 Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. 1. nóvember 2019 09:25 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00
Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki hefur fyrstur stóru bankanna þriggja tilkynnt um lækkun á vöxtum húsnæðis-, bíla- og innlána. 9. október 2019 10:51
Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. 1. nóvember 2019 09:25