Langþráð kaup TM á Lykli orðin að veruleika Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 12:04 Greint var frá áhuga TM á því að kaupa Lykil í júlímánuði í fyrra. Síðan þá hefur slitnað upp úr viðræðunum en ákveðið var að gera aðra atlögu að kaupunum síðastliðið sumar. TM Tryggingamiðstöðin hefur fest kaup á Lykli fjármögnun. Kaupin eiga sér langan aðdraganda, til að mynda slitnaði upp úr þeim í júlí í fyrra, en fyrirtækjunum tókst að ljúka viðræðum sínum fyrr í dag. Viðskiptin eru háð samþykki hluthafafundar TM, Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Gangi kaupin eftir er gert ráð fyrir að Lykill verði hluti af samstæðu TM frá næstu áramótum. Fram kemur í tilkynningu TM til Kauphallarinnar að kaupverðið sé 9250 milljónir króna og þar að auki muni TM greiða hagnað Lykils á árinu 2019 til seljenda, eignarhaldsfélagsins Klakka ehf. sem að stærstum hluta í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner. Eigið fé Lykils var næstum 11,7 milljarðar um mitt ár 2019. Hlutfall kaupverðs á móti áætluðu eigin fé í árslok 2019 er 0,82 miðað við áætlanir um afkomu Lykils á árinu 2019. Ástæða síðustu viðræðuslita var einkum sú að tilboð TM, sem hljóðaði upp á 10,6 milljarða króna, eða sem jafngilti genginu 0,8 miðað við eigið fé félagsins á þeim tíma, var ekki í samræmi við væntingar stjórnenda og eigenda Lykils.Í tilkynningu TM segir að kaupin verði greidd með handbæru fé og verði fjármögnuð með sölu á eignum og útgáfu á nýju hlutafé fyrir allt að 3 milljarða króna. Þá hafi TM tryggt sér lánsfjármögnun að fjárhæð allt að 3.000 m.kr. vegna viðskiptanna.Samlegðaráhrif og hagnaðaraukning „Kaupin á Lykli eru í samræmi við stefnu TM og eftirleiðis mun starfsemi félagsins skiptast í þrjár jafn mikilvægar stoðir, vátryggingar, fjármögnun og fjárfestingar. Tækifæri eru til að bæta arðsemi af grunnrekstri Lykils. TM áætlar að hægt verði að ná fram töluverðum samlegðaráhrifum, bæði í tekjum og kostnaði, fjölga fjármögnunarkostum og ná niður fjármagnskostnaði. Þá er stefnt að því að gera fjármagnsskipan hagkvæmari,“ segir í tilkynningunni.Þar er bætt við að Tryggingamiðstöðin telji kaupin vera hagfelld fyrir hluthafa, því áætlanir geri ráð fyrir að hagnaður á hvern hlut muni aukast um 20 til 30 prósent á komandi árum. Boðað verður til hluthafafundar hjá TM þar sem nánar verður gert grein fyrir viðskiptunum og óskað eftir heimild hluthafafundar til útgáfu nýs hlutafjár. Á fundinum verður lögð fram tillaga um breytingu á tilgangi félagsins. TM er í dag vátryggingafélag, en verði tillagan samþykkt verður TM móðurfélag tveggja dótturfélaga, vátryggingafélags og fjármögnunarfélags. Tryggingar Tengdar fréttir Vogunarsjóðurinn hyggst eiga Lykil áfram Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára. 5. september 2018 08:00 Lykill sækist eftir leyfi sem viðskiptabanki Fyrirtækið hefur skilað inn umsókn um starfsleyfi sem viðskiptabanki til Fjármálaeftirlitsins. Horfir til hagstæðari fjármögnunar með því að fá að taka á móti innlánum. Eigandi Lykils er vogunarsjóðurinn Davidson Kempner. 29. maí 2019 05:00 TM vill kaupa Lykil fyrir 10,6 milljarða Tryggingamiðstöðin hefur lagt fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun hf. Kauptilboðið nemur 10,6 milljörðum. 6. júlí 2018 21:10 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Tryggingamiðstöðin hefur fest kaup á Lykli fjármögnun. Kaupin eiga sér langan aðdraganda, til að mynda slitnaði upp úr þeim í júlí í fyrra, en fyrirtækjunum tókst að ljúka viðræðum sínum fyrr í dag. Viðskiptin eru háð samþykki hluthafafundar TM, Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Gangi kaupin eftir er gert ráð fyrir að Lykill verði hluti af samstæðu TM frá næstu áramótum. Fram kemur í tilkynningu TM til Kauphallarinnar að kaupverðið sé 9250 milljónir króna og þar að auki muni TM greiða hagnað Lykils á árinu 2019 til seljenda, eignarhaldsfélagsins Klakka ehf. sem að stærstum hluta í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner. Eigið fé Lykils var næstum 11,7 milljarðar um mitt ár 2019. Hlutfall kaupverðs á móti áætluðu eigin fé í árslok 2019 er 0,82 miðað við áætlanir um afkomu Lykils á árinu 2019. Ástæða síðustu viðræðuslita var einkum sú að tilboð TM, sem hljóðaði upp á 10,6 milljarða króna, eða sem jafngilti genginu 0,8 miðað við eigið fé félagsins á þeim tíma, var ekki í samræmi við væntingar stjórnenda og eigenda Lykils.Í tilkynningu TM segir að kaupin verði greidd með handbæru fé og verði fjármögnuð með sölu á eignum og útgáfu á nýju hlutafé fyrir allt að 3 milljarða króna. Þá hafi TM tryggt sér lánsfjármögnun að fjárhæð allt að 3.000 m.kr. vegna viðskiptanna.Samlegðaráhrif og hagnaðaraukning „Kaupin á Lykli eru í samræmi við stefnu TM og eftirleiðis mun starfsemi félagsins skiptast í þrjár jafn mikilvægar stoðir, vátryggingar, fjármögnun og fjárfestingar. Tækifæri eru til að bæta arðsemi af grunnrekstri Lykils. TM áætlar að hægt verði að ná fram töluverðum samlegðaráhrifum, bæði í tekjum og kostnaði, fjölga fjármögnunarkostum og ná niður fjármagnskostnaði. Þá er stefnt að því að gera fjármagnsskipan hagkvæmari,“ segir í tilkynningunni.Þar er bætt við að Tryggingamiðstöðin telji kaupin vera hagfelld fyrir hluthafa, því áætlanir geri ráð fyrir að hagnaður á hvern hlut muni aukast um 20 til 30 prósent á komandi árum. Boðað verður til hluthafafundar hjá TM þar sem nánar verður gert grein fyrir viðskiptunum og óskað eftir heimild hluthafafundar til útgáfu nýs hlutafjár. Á fundinum verður lögð fram tillaga um breytingu á tilgangi félagsins. TM er í dag vátryggingafélag, en verði tillagan samþykkt verður TM móðurfélag tveggja dótturfélaga, vátryggingafélags og fjármögnunarfélags.
Tryggingar Tengdar fréttir Vogunarsjóðurinn hyggst eiga Lykil áfram Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára. 5. september 2018 08:00 Lykill sækist eftir leyfi sem viðskiptabanki Fyrirtækið hefur skilað inn umsókn um starfsleyfi sem viðskiptabanki til Fjármálaeftirlitsins. Horfir til hagstæðari fjármögnunar með því að fá að taka á móti innlánum. Eigandi Lykils er vogunarsjóðurinn Davidson Kempner. 29. maí 2019 05:00 TM vill kaupa Lykil fyrir 10,6 milljarða Tryggingamiðstöðin hefur lagt fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun hf. Kauptilboðið nemur 10,6 milljörðum. 6. júlí 2018 21:10 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Vogunarsjóðurinn hyggst eiga Lykil áfram Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára. 5. september 2018 08:00
Lykill sækist eftir leyfi sem viðskiptabanki Fyrirtækið hefur skilað inn umsókn um starfsleyfi sem viðskiptabanki til Fjármálaeftirlitsins. Horfir til hagstæðari fjármögnunar með því að fá að taka á móti innlánum. Eigandi Lykils er vogunarsjóðurinn Davidson Kempner. 29. maí 2019 05:00
TM vill kaupa Lykil fyrir 10,6 milljarða Tryggingamiðstöðin hefur lagt fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun hf. Kauptilboðið nemur 10,6 milljörðum. 6. júlí 2018 21:10