Lykill sækist eftir leyfi sem viðskiptabanki Hörður Ægisson skrifar 29. maí 2019 05:00 Með starfsleyfi sem viðskiptabanki mun Lykill fjármögnun meðal annars fá heimild til að taka á móti innlánum frá almenningi. Fréttablaðið/Stefán Lykill fjármögnun, sem er að stærstum hluta í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, hefur skilað inn formlegri umsókn til Fjármálaeftirlitsins (FME) um starfsleyfi sem viðskiptabanki. Magnús Scheving Thorsteinsson, stjórnarformaður Lykils, staðfestir þetta í samtali við Markaðinn. Umsóknin var send fyrr í þessum mánuði og er nú til skoðunar hjá FME. Markmið Lykils, sem er eignaleigufyrirtæki og fjármagnar bíla-, véla og tækjakaup, með því að sækjast eftir viðskiptabankaleyfi er að leitast eftir hagstæðari fjármögnun en félaginu hefur staðið til boða hingað til en með slíku leyfi mun Lykill fá heimild til að taka á móti innlánum frá almenningi. Þannig horfir Lykill til þess, samkvæmt heimildum Markaðarins, að færa út kvíarnar og breikka vöruframboð félagsins – bæði hvað varðar inn- og útlánastarfsemi – þar sem meðal annars er til skoðunar að bjóða upp á innlánsreikninga á netinu. Lykill hefur að undanförnu fjármagnað sig að stærstum hluta með útgáfu á skráðum skuldabréfum og víxlum. Í fyrra nam skuldabréfaútgáfa félagsins samtals um 11 milljörðum króna. Fyrr í þessum mánuði lauk Lykill skuldabréfaútboði á nýjum verðtryggðum skuldabréfaflokki, sem er til sjö ára, og voru samþykkt tilboð að nafnvirði að 3,53 milljarðar króna á verði sem jafngilti 3,34 prósenta ávöxtunarkröfu. Söluferli rann út í sandinn Áform Davidson Kempner, sem á yfir 80 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, um að selja eignaleigufyrirtækið runnu út í sandinn í júlí í fyrra þegar það slitnaði upp úr viðræðum félagsins við TM. Ástæða viðræðuslitanna, eins og áður hefur verið greint frá í Markaðinum, var einkum sú að tilboð tryggingafélagsins, sem hljóðaði upp á 10,6 milljarða króna, eða sem jafngilti genginu 0,8 miðað við eigið fé félagsins á þeim tíma, var ekki í samræmi við væntingar stjórnenda og eigenda Lykils. Þá fór TM jafnframt fram á að fá seljendalán til þess að fjármagna kaupin en fulltrúar Klakka vildu ekki fallast á það. Afar ólíklegt er talið að söluferli Lykils verði endurvakið í bráð, ekki síst eftir ákvörðun stjórnar félagsins að sækjast eftir starfsleyfi sem viðskiptabanki, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hagnaður Lykils nam rúmlega 1.200 milljónum króna á árinu 2018 og dróst saman um 850 milljónir króna frá fyrra ári. Heildareignir félagins í árslok 2018, sem samanstóðu meðal annars af reiðufé að andvirði 4,7 milljarða króna, voru samtals 38 milljarðar og er eigið fé Lykils rúmlega 12,6 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfallið var því um 35,5 prósent og lagði stjórn félagsins til að greiddur yrði arður á þessu ári til hluthafa að fjárhæð 1.200 milljónir króna. Fyrir utan Davidson Kempner, sem er langsamlega stærsti hluthafi Lykils í gegnum eignarhaldsfélagið Klakka, eru aðrir helstu hluthafar félögum á vegum bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar, viðskiptafélaga þeirra og fyrrverandi forstjóra Exista. Íslenskir lífeyrissjóðir, sem áttu samanlagt um 6 prósenta hlut í Klakka í árslok 2017, gengu hins vegar frá sölu á stærstum hluta bréfa sinna í félaginu í árslok 2018. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Lykill fjármögnun, sem er að stærstum hluta í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, hefur skilað inn formlegri umsókn til Fjármálaeftirlitsins (FME) um starfsleyfi sem viðskiptabanki. Magnús Scheving Thorsteinsson, stjórnarformaður Lykils, staðfestir þetta í samtali við Markaðinn. Umsóknin var send fyrr í þessum mánuði og er nú til skoðunar hjá FME. Markmið Lykils, sem er eignaleigufyrirtæki og fjármagnar bíla-, véla og tækjakaup, með því að sækjast eftir viðskiptabankaleyfi er að leitast eftir hagstæðari fjármögnun en félaginu hefur staðið til boða hingað til en með slíku leyfi mun Lykill fá heimild til að taka á móti innlánum frá almenningi. Þannig horfir Lykill til þess, samkvæmt heimildum Markaðarins, að færa út kvíarnar og breikka vöruframboð félagsins – bæði hvað varðar inn- og útlánastarfsemi – þar sem meðal annars er til skoðunar að bjóða upp á innlánsreikninga á netinu. Lykill hefur að undanförnu fjármagnað sig að stærstum hluta með útgáfu á skráðum skuldabréfum og víxlum. Í fyrra nam skuldabréfaútgáfa félagsins samtals um 11 milljörðum króna. Fyrr í þessum mánuði lauk Lykill skuldabréfaútboði á nýjum verðtryggðum skuldabréfaflokki, sem er til sjö ára, og voru samþykkt tilboð að nafnvirði að 3,53 milljarðar króna á verði sem jafngilti 3,34 prósenta ávöxtunarkröfu. Söluferli rann út í sandinn Áform Davidson Kempner, sem á yfir 80 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, um að selja eignaleigufyrirtækið runnu út í sandinn í júlí í fyrra þegar það slitnaði upp úr viðræðum félagsins við TM. Ástæða viðræðuslitanna, eins og áður hefur verið greint frá í Markaðinum, var einkum sú að tilboð tryggingafélagsins, sem hljóðaði upp á 10,6 milljarða króna, eða sem jafngilti genginu 0,8 miðað við eigið fé félagsins á þeim tíma, var ekki í samræmi við væntingar stjórnenda og eigenda Lykils. Þá fór TM jafnframt fram á að fá seljendalán til þess að fjármagna kaupin en fulltrúar Klakka vildu ekki fallast á það. Afar ólíklegt er talið að söluferli Lykils verði endurvakið í bráð, ekki síst eftir ákvörðun stjórnar félagsins að sækjast eftir starfsleyfi sem viðskiptabanki, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hagnaður Lykils nam rúmlega 1.200 milljónum króna á árinu 2018 og dróst saman um 850 milljónir króna frá fyrra ári. Heildareignir félagins í árslok 2018, sem samanstóðu meðal annars af reiðufé að andvirði 4,7 milljarða króna, voru samtals 38 milljarðar og er eigið fé Lykils rúmlega 12,6 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfallið var því um 35,5 prósent og lagði stjórn félagsins til að greiddur yrði arður á þessu ári til hluthafa að fjárhæð 1.200 milljónir króna. Fyrir utan Davidson Kempner, sem er langsamlega stærsti hluthafi Lykils í gegnum eignarhaldsfélagið Klakka, eru aðrir helstu hluthafar félögum á vegum bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar, viðskiptafélaga þeirra og fyrrverandi forstjóra Exista. Íslenskir lífeyrissjóðir, sem áttu samanlagt um 6 prósenta hlut í Klakka í árslok 2017, gengu hins vegar frá sölu á stærstum hluta bréfa sinna í félaginu í árslok 2018.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira