Viðskipti innlent

TM vill kaupa Lykil fyrir 10,6 milljarða

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kauptilboðið er háð ýmsum fyrirvörum.
Kauptilboðið er háð ýmsum fyrirvörum. Fréttablaðið/Stefán

Tryggingamiðstöðin hefur lagt fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun hf. Kauptilboðið nemur 10,6 milljörðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu TM til Kauphallarinnar sem send var út í kvöld. Þar segir að á grundvelli tilboðsins hafi seljandi, Klakki hf., ákveðið að hefja einkaviðræður við TM um kaup á Lykli fjármögnun hf.

Lykill er fjármögnunarfyrirtæki sem lánar til fyrirtækja og einstaklinga fyrir kaupum þeirra á bílum, vélum og tækjum. Í tilkynningunni segir að í árslok 2017 hafi eigið fé Lykils verið 13 milljarðar og heildareignir tæpir 32 milljarðar.

„Kauptilboðið nemur 10,6 milljörðum króna og er háð ýmsum fyrirvörum, svo sem um áreiðanleikakönnun og niðurstöðu hennar, samþykki Fjármálaeftirlitsins um að TM megi fara með virkan eignarhlut í hinu selda félagi og að Samkeppniseftirlitið samþykki hið nýja eignarhald,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.