Tesla fyrirhugar þrjár ofurhleðslustöðvar á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 10:45 Hér ber að líta eina ofurhleðslustöð Tesla í Bandaríkjunum. Þrjár slíkar eru fyrirhugaðar á Íslandi sem stendur og segir talsmaður Tesla að tilkynnt verði um fleiri þegar fram líða stundir. Getty/Justin Sullivan Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. Talsmaður Tesla segir að Íslendingar megi búast við fleiri slíkum stöðvum þegar fram líða stundir. Á vefsíðu Tesla má nálgast kort yfir allar þær þúsundir ofurhleðslustöðvar Tesla sem finna má í heiminum. Á Íslandskortinu má sjá að þrjár slíkar stöðvar eru fyrirhugaðar hér á landi; við Stað í Hrútafirði, á Egilsstöðum og á Kirkjubæjarklaustri. Fátt er þó í hendi um hvenær þær verða opnaðar en Tesla segist ætla að ofurhleðslustöðin á Egilsstöðum verði vígð á næsta ári. Aðrar opni „fljótlega.“Hér ber að líta skjáskot af Íslandskorti Tesla. Á því má sjá staðsetningar fyrirhugaðra ofurhleðslustöðva auk þjónustumiðstöðvar Tesla að Krókhálsi.TeslaEven Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að upplýsingarnar sem lesa má úr Íslandskortinu séu þær einu sem fyrirtækið er tilbúið að gefa upp um fyrirhugaða uppbyggingu Tesla ofurhleðslustöðva á Íslandi - „á þessari stundu. Við munum kynna fleiri [stöðvar] til sögunnar síðar,“ segir Roland í samskiptum við Vísi. Í stuttu máli eru Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar sem hannaðar eru fyrir langferðalög á Teslabifreiðum. Aðeins er hægt að hlaða bíla frá Tesla á ofurhleðslustöðvunum og geta nokkrar slíkar bifreiðar nýtt sér stöðina í einu. Að sögn Roland mun hálftíma hleðsla á stöðvunum skila um 300 kílómetra drægni. Stöðvarnar eiga auk þess að vera einfaldar í notkun. Ökumaðurinn slær inn áfangastað sinn í tölvu bílsins í upphafi ferðar og lætur tölvan ökumanninn vita af næstu ofurhleðslustöð ef hann þarf að hlaða bílinn til að komast á áfangastað sinn. Ökumaðurinn fær að sama skapi meldingu um það þegar búið er að hlaða bílinn nóg til að hann komist alla leið.Fimm dagar í opnun? Á fyrrnefndu Íslandskorti Tesla má aukinheldur sjá að fyrirtækið ætlar sér að opna verslun og verkstæði fyrir Tesla-bifreiðar á Krókhálsi í Reykjavík, en verslunin mun leigja hluta hússins sem í dag hýsir Kia-bifreiðar bílaumboðsins Öskju. Frá þeim áformum hefur verið greint á síðustu mánuðum; til að mynda að Tesla hafi auglýst fimm stöður lausar til umsóknar hjá versluninni í maí síðastliðnum. Elon Musk, stofnandi Tesla, greindi auk þess frá því á Twitter-síðu sinni í liðinni viku að verslun Tesla muni opna þann 9. september, eftir fimm daga. Ljóst er að Tesla virðist ætla sér stóra hluti á Íslandi. Fulltrúar rafbílaframleiðandands áttu þannig fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu í vor, áður en tekin var ákvörðun um að opna verslun sína hér á landi. Bílar Orkumál Tesla Tengdar fréttir Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla auglýsir fimm lausar stöður á Íslandi Þessu vekur Jóhannes G. Ólafsson, formaður Rafbílasambands Íslands, athygli á í tilkynningu til fjölmiðla. 2. maí 2019 10:28 Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. 10. maí 2019 22:35 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. Talsmaður Tesla segir að Íslendingar megi búast við fleiri slíkum stöðvum þegar fram líða stundir. Á vefsíðu Tesla má nálgast kort yfir allar þær þúsundir ofurhleðslustöðvar Tesla sem finna má í heiminum. Á Íslandskortinu má sjá að þrjár slíkar stöðvar eru fyrirhugaðar hér á landi; við Stað í Hrútafirði, á Egilsstöðum og á Kirkjubæjarklaustri. Fátt er þó í hendi um hvenær þær verða opnaðar en Tesla segist ætla að ofurhleðslustöðin á Egilsstöðum verði vígð á næsta ári. Aðrar opni „fljótlega.“Hér ber að líta skjáskot af Íslandskorti Tesla. Á því má sjá staðsetningar fyrirhugaðra ofurhleðslustöðva auk þjónustumiðstöðvar Tesla að Krókhálsi.TeslaEven Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að upplýsingarnar sem lesa má úr Íslandskortinu séu þær einu sem fyrirtækið er tilbúið að gefa upp um fyrirhugaða uppbyggingu Tesla ofurhleðslustöðva á Íslandi - „á þessari stundu. Við munum kynna fleiri [stöðvar] til sögunnar síðar,“ segir Roland í samskiptum við Vísi. Í stuttu máli eru Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar sem hannaðar eru fyrir langferðalög á Teslabifreiðum. Aðeins er hægt að hlaða bíla frá Tesla á ofurhleðslustöðvunum og geta nokkrar slíkar bifreiðar nýtt sér stöðina í einu. Að sögn Roland mun hálftíma hleðsla á stöðvunum skila um 300 kílómetra drægni. Stöðvarnar eiga auk þess að vera einfaldar í notkun. Ökumaðurinn slær inn áfangastað sinn í tölvu bílsins í upphafi ferðar og lætur tölvan ökumanninn vita af næstu ofurhleðslustöð ef hann þarf að hlaða bílinn til að komast á áfangastað sinn. Ökumaðurinn fær að sama skapi meldingu um það þegar búið er að hlaða bílinn nóg til að hann komist alla leið.Fimm dagar í opnun? Á fyrrnefndu Íslandskorti Tesla má aukinheldur sjá að fyrirtækið ætlar sér að opna verslun og verkstæði fyrir Tesla-bifreiðar á Krókhálsi í Reykjavík, en verslunin mun leigja hluta hússins sem í dag hýsir Kia-bifreiðar bílaumboðsins Öskju. Frá þeim áformum hefur verið greint á síðustu mánuðum; til að mynda að Tesla hafi auglýst fimm stöður lausar til umsóknar hjá versluninni í maí síðastliðnum. Elon Musk, stofnandi Tesla, greindi auk þess frá því á Twitter-síðu sinni í liðinni viku að verslun Tesla muni opna þann 9. september, eftir fimm daga. Ljóst er að Tesla virðist ætla sér stóra hluti á Íslandi. Fulltrúar rafbílaframleiðandands áttu þannig fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu í vor, áður en tekin var ákvörðun um að opna verslun sína hér á landi.
Bílar Orkumál Tesla Tengdar fréttir Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla auglýsir fimm lausar stöður á Íslandi Þessu vekur Jóhannes G. Ólafsson, formaður Rafbílasambands Íslands, athygli á í tilkynningu til fjölmiðla. 2. maí 2019 10:28 Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. 10. maí 2019 22:35 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05
Tesla auglýsir fimm lausar stöður á Íslandi Þessu vekur Jóhannes G. Ólafsson, formaður Rafbílasambands Íslands, athygli á í tilkynningu til fjölmiðla. 2. maí 2019 10:28
Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. 10. maí 2019 22:35