Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. maí 2019 22:35 Elon Musk er stofnandi Tesla. Fulltrúar frá fyrirtækinu áttu fundi með embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður en ákveðið var að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm stöður. Getty/Troy Harvey Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. Rafbílar eru orðinn raunhæfur kostur þar sem verð á slíkum bílum hefur lækkað á síðustu árum. Einn útbreiddasti hreini rafbíllinn hér á landi er Nissan Leaf en nýr slíkur bíll kostar 4,2 milljónir króna. „Nú er Ísland í öðru sæti í rafbílavæðingu á heimsvísu miðað við höfðatölu. Við erum að rafbílavæðast hraðar en önnur lönd ef Noregur er undanskilinn,“ segir Jóhann G. Ólafsson formaður Rafbílasambands Íslands. Tesla hyggst opna útibú og verslun á Íslandi og er undirbúningur vegna þessara áforma kominn á fullan skrið. Tesla auglýsti á dögunum fimm lausar stöður til umsóknar í Reykjavík. Undirbúningurinn hefur staðið yfir lengi og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 áttu fulltrúar Tesla fundi með embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður en tekin var ákvörðun um opnun hér. Áhuginn virðist þó algjörlega sjálfsprottinn. Fulltrúar Tesla funduðu meðal annars með Stefáni Eiríkssyni borgarritara og starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur í sitt hvoru lagi. Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að Ísland hafi mikla möguleika á að verða fyrsta þjóðin sem selji eingöngu bifreiðar sem eru lausar við kolefnisútblástur. Samsetning loftslags og endurnýjanlegrar orku geri það að verkum að Ísland sé kjörið fyrir rafbíla. Framtíðarsýn Tesla sé að flýta fyrir orkuskiptum og Ísland gæti leikið mikilvægt hlutverk í því sambandi. Það er orðið raunhæft að eiga rafbíl á Íslandi því hægt er að keyra hringinn í kringum landið á slíkum bílum eftir að hleðslustöð fyrir rafbíla var opnuð við Mývatn. Þá er frekari fjárfesting innviða á döfinni í fjölmörgum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Bílar Orkumál Tesla Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. Rafbílar eru orðinn raunhæfur kostur þar sem verð á slíkum bílum hefur lækkað á síðustu árum. Einn útbreiddasti hreini rafbíllinn hér á landi er Nissan Leaf en nýr slíkur bíll kostar 4,2 milljónir króna. „Nú er Ísland í öðru sæti í rafbílavæðingu á heimsvísu miðað við höfðatölu. Við erum að rafbílavæðast hraðar en önnur lönd ef Noregur er undanskilinn,“ segir Jóhann G. Ólafsson formaður Rafbílasambands Íslands. Tesla hyggst opna útibú og verslun á Íslandi og er undirbúningur vegna þessara áforma kominn á fullan skrið. Tesla auglýsti á dögunum fimm lausar stöður til umsóknar í Reykjavík. Undirbúningurinn hefur staðið yfir lengi og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 áttu fulltrúar Tesla fundi með embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður en tekin var ákvörðun um opnun hér. Áhuginn virðist þó algjörlega sjálfsprottinn. Fulltrúar Tesla funduðu meðal annars með Stefáni Eiríkssyni borgarritara og starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur í sitt hvoru lagi. Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að Ísland hafi mikla möguleika á að verða fyrsta þjóðin sem selji eingöngu bifreiðar sem eru lausar við kolefnisútblástur. Samsetning loftslags og endurnýjanlegrar orku geri það að verkum að Ísland sé kjörið fyrir rafbíla. Framtíðarsýn Tesla sé að flýta fyrir orkuskiptum og Ísland gæti leikið mikilvægt hlutverk í því sambandi. Það er orðið raunhæft að eiga rafbíl á Íslandi því hægt er að keyra hringinn í kringum landið á slíkum bílum eftir að hleðslustöð fyrir rafbíla var opnuð við Mývatn. Þá er frekari fjárfesting innviða á döfinni í fjölmörgum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
Bílar Orkumál Tesla Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira