Körfubolti

Haukar fá bakvörð frá Valsmönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Ingi Harðarson.
Gunnar Ingi Harðarson. Mynd/Fésbókin/Haukar körfubolti
Körfuboltamaðurinn Gunnar Ingi Harðarson hefur skipt um lið en ekki um lit því hann verður áfram í rauðu í vetur. Gunnar Ingi ætlar að spila Haukum í Domino´s deild karla 2019-20.

Gunnar Ingi er uppalinn Ármenningur en hefur einnig spilað með KR og Fsu en síðast lék hann með liði Vals undanfarin tvö tímabil.

Gunnar er 22 ára bakvörður (verður 23 ára í september) og skilaði hann 5,5 stigum og 2,2 stoðsendingum á síðasta tímabili með Valsmönnum. Hann átti einn sinn besta leik í sigri á Haukum á Ásvöllum í janúar þegar hann var með 12 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar og 21 í framlagi.

Tímabilið á undan var Gunnar Ingi með 9,9 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali með Valsliðinu.

Áður en Gunnar Ingi kom í Val spilaði hann með Belmont Abbey háskólaliðinu í Norður Karólínu þar sem hann skilaði 7,6 stigum og var með tæplega 40% þriggja stiga nýtingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×