Tónlist.is hættir: Reksturinn var dauðadæmdur með tilkomu Spotify Birgir Olgeirsson skrifar 28. janúar 2019 13:19 Vísirinn að Tónlist.is var verkefni sem Stefán Hjörleifsson vann við MBA-nám sitt í Bandaríkjunum. Vísir Sýn hf. hefur ákveðið að loka vefnum Tónlist.is föstudaginn 1. febrúar næstkomandi. Ástæðan fyrir því er að fjöldi áskrifenda vefsins stóð ekki lengur undir rekstri hans. Vefurinn fór fyrst í loftið vorið 2003 en stofnandi hans var Stefán Hjörleifsson. Vefurinn byrjaði sem verkefni sem hann vann á meðan hann var í MBA-námi í Bandaríkjunum. Hann hélt áfram með hugmyndina sem varð að Tónlist.is. Hann segir reksturinn hafa gengið vel um tíma og fór fljótt að borga sig. Stóð vefurinn undir sér eftir fyrsta árið en Stefán segir í samtali við Vísi að um fimm þúsund manns hafi verið áskrifendur að vefnum þegar mest lét og um 20 til 30 þúsund manns versluðu reglulega stök lög. Nú er fjöldinn hins vegar sáralítill og verður vefnum lokað á föstudaginn en þeir sem eiga inneignir á Tónlist.is eru beðnir um að nýta allar inneignir og sækja ósótt lög fyrir þann tíma.Spotify með algjöra yfirburði Sænska streymisveitan Spotify hefur algjöra yfirburði á íslenskum markaði í dag sem gerir það að verkum að ásókn í Tónlist.is er nánast engin lengur. Einhverjir hafa minnst á að úrval af íslenskri tónlist sé mun meira á Tónlist.is en á Spotify. Hafa þeir sömu áhyggjur af því að sú tónlist sem er aðgengileg á Tónlist.is en ekki á Spotify muni þá hreinlega vera ófáanleg. Fyrirtækið Alda Music á útgáfuréttinn á tónlistinni sem er á Tónlist.is en Halldór Baldvinsson, starfsmaður Öldu, segir í samtali við Vísi að öll tónlistin á Tónlist.is verði geymd á gagnagrunni Öldu og muni því ekki hverfa af sjónarsviðinu. Hann segir að ef einhverja tónlist vanti inn á Spotify, þá geti höfundarnir sett sig í samband við Öldu og hún verði færð þangað yfir.Spotify er með algjöra yfirburði á íslenskum markaði.Vísir/GettyOpnaði á sama tíma og iTunes Stefán Hjörleifsson segir í samtali við Vísi að Tónlist.is hafi verið opnaður í sömu viku og iTunes-streymisveitan í Bandaríkjunum og var því ein af allra fyrstu þjónustunum á þessu sviði. Hann seldi vefinn einu til tveimur árum eftir að hann var stofnaður til Senu og vann við hann í fjögur til fimm ár í viðbót. Vefurinn fór svo yfir til fjölmiðlafyrirtækisins 365 ehf. sem sameinaðist síðar Sýn hf.Skaffa Spotify-tónlist Stefán hóf aftur störf hjá Tónlist.is þegar Spotify varð aðgengilegt hér á landi árið 2013. Hann segir í samtali við Vísi að ljóst hafi verið að framtíð íslenska tónlistarvefsins yrði ekki mikil þegar sænski risinn kom með sína þjónustu til landsins. Spotify var í upphafi með 500 forritara í vinnu, en í dag starfa 4.000 forritarar þar, á meðan Tónlist.is var að berjast við að halda tveimur til þremur forriturum í vinnu sem börðust við að fylgja eftir tækninni. Úr varð að Tónlist.is varð að safnriti og skaffaði þannig sænska risanum íslenskri tónlist og varð vísir að Öldu Music. Stefán er í dag framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi en um er að ræða sænskt fyrirtæki sem er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu. Er Storytel með íslenska skrifstofu sem einbeitir sér að því að koma íslenskum bókum í hljóðformi á streymisveituna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á Tónlist.is. Tónlist Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Sýn hf. hefur ákveðið að loka vefnum Tónlist.is föstudaginn 1. febrúar næstkomandi. Ástæðan fyrir því er að fjöldi áskrifenda vefsins stóð ekki lengur undir rekstri hans. Vefurinn fór fyrst í loftið vorið 2003 en stofnandi hans var Stefán Hjörleifsson. Vefurinn byrjaði sem verkefni sem hann vann á meðan hann var í MBA-námi í Bandaríkjunum. Hann hélt áfram með hugmyndina sem varð að Tónlist.is. Hann segir reksturinn hafa gengið vel um tíma og fór fljótt að borga sig. Stóð vefurinn undir sér eftir fyrsta árið en Stefán segir í samtali við Vísi að um fimm þúsund manns hafi verið áskrifendur að vefnum þegar mest lét og um 20 til 30 þúsund manns versluðu reglulega stök lög. Nú er fjöldinn hins vegar sáralítill og verður vefnum lokað á föstudaginn en þeir sem eiga inneignir á Tónlist.is eru beðnir um að nýta allar inneignir og sækja ósótt lög fyrir þann tíma.Spotify með algjöra yfirburði Sænska streymisveitan Spotify hefur algjöra yfirburði á íslenskum markaði í dag sem gerir það að verkum að ásókn í Tónlist.is er nánast engin lengur. Einhverjir hafa minnst á að úrval af íslenskri tónlist sé mun meira á Tónlist.is en á Spotify. Hafa þeir sömu áhyggjur af því að sú tónlist sem er aðgengileg á Tónlist.is en ekki á Spotify muni þá hreinlega vera ófáanleg. Fyrirtækið Alda Music á útgáfuréttinn á tónlistinni sem er á Tónlist.is en Halldór Baldvinsson, starfsmaður Öldu, segir í samtali við Vísi að öll tónlistin á Tónlist.is verði geymd á gagnagrunni Öldu og muni því ekki hverfa af sjónarsviðinu. Hann segir að ef einhverja tónlist vanti inn á Spotify, þá geti höfundarnir sett sig í samband við Öldu og hún verði færð þangað yfir.Spotify er með algjöra yfirburði á íslenskum markaði.Vísir/GettyOpnaði á sama tíma og iTunes Stefán Hjörleifsson segir í samtali við Vísi að Tónlist.is hafi verið opnaður í sömu viku og iTunes-streymisveitan í Bandaríkjunum og var því ein af allra fyrstu þjónustunum á þessu sviði. Hann seldi vefinn einu til tveimur árum eftir að hann var stofnaður til Senu og vann við hann í fjögur til fimm ár í viðbót. Vefurinn fór svo yfir til fjölmiðlafyrirtækisins 365 ehf. sem sameinaðist síðar Sýn hf.Skaffa Spotify-tónlist Stefán hóf aftur störf hjá Tónlist.is þegar Spotify varð aðgengilegt hér á landi árið 2013. Hann segir í samtali við Vísi að ljóst hafi verið að framtíð íslenska tónlistarvefsins yrði ekki mikil þegar sænski risinn kom með sína þjónustu til landsins. Spotify var í upphafi með 500 forritara í vinnu, en í dag starfa 4.000 forritarar þar, á meðan Tónlist.is var að berjast við að halda tveimur til þremur forriturum í vinnu sem börðust við að fylgja eftir tækninni. Úr varð að Tónlist.is varð að safnriti og skaffaði þannig sænska risanum íslenskri tónlist og varð vísir að Öldu Music. Stefán er í dag framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi en um er að ræða sænskt fyrirtæki sem er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu. Er Storytel með íslenska skrifstofu sem einbeitir sér að því að koma íslenskum bókum í hljóðformi á streymisveituna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á Tónlist.is.
Tónlist Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira