Hvernig gat þetta gerst? Þórlindur Kjartansson skrifar 12. apríl 2019 07:00 Eftir á að hyggja hefði verið mjög auðvelt að spá fyrir um ýmsa sögulega viðburði sem komu flestum í opna skjöldu þegar þeir gerðust. Og eftir á að hyggja hefði mjög auðveldlega mátt koma í veg þá. Enn fremur—eftir því sem lengra líður frá atburðunum þeim mun auðveldara verður hvort tveggja; að spá fyrir um þá og koma í veg fyrir þá. Þótt þessi fullyrðing virðist fáránleg eða spaugileg þá er sannleikurinn sá um ótrúlega mörg feigðarflön sögunnar að þau voru drifin áfram af ofstopafullum minnihluta gegn betri vitund yfirgnæfandi meirihluta hófsemdar- og skynsemdarfólks. Undanfarið hafa náð umtalsverðum völdum í heiminum aðilar sem keppa að því að auka á sundrungu fólks, grafa undan frelsi í viðskiptum, festa í sessi þrönga sérhagsmuni, tortryggja mannréttindi og hola innan úr réttarríkinu. Þessi sömu aðilar stuðla að tómlæti og ábyrgðarleysi gagnvart umhverfinu, samborgurunum og framtíðinni. Hér á Íslandi fylgjumst við best með Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem ábyrgðarlausir æsingamenn hafa undirtökin í stjórnmálalífinu. Í Bretlandi tókst nokkrum uppskafningum með upplausnarblæti að kalla yfir þjóð sína algjöra óvissu með því að halda að fólki linnulausum lygavaðli í aðdraganda hinna misráðnu Brexit kosninga. Þar flutu sofandi að feigðarósi bæði unga fólkið, sem búa þarf við afleiðingarnar lengst; og skynsemdarfólkið. Á meðan hamaðist þröngur hópur forríks forréttindafólks í fjölmiðlum og á netinu við að básúna samsæriskenningar, innistæðulaus loforð og stórkarlalegar afgreiðslur á málefnalegri umræðu. Í Bandaríkjunum var „elítan“ svo sannfærð um að „bjáninn Trump“ yrði aldrei kjörinn forseti að það steingleymdist að finna frambjóðendur gegn honum sem höfðað gætu til almennra kjósenda. Svo fór sem fór. Eftir á að hyggja er augljóst að hin svokallaða „elíta“—sem er skammaryrði uppivöðsluseggjanna yfir velmeinandi, hugsandi og vandvirkt fólk—lét hjá leiðast að grípa kröftuglega til varna fyrir öll þau stórfenglegu lífsgæði, mannréttindi og framfarir sem hlotist hafa af friðsælli alþjóðlegri samvinnu, frjálsum viðskiptum og vernd einstaklingsbundinna mannréttinda. Þess í stað voru margir uppteknari við að reyna að hagnast sjálfir á upplausninni í stað þess að hjálpa til við að koma í veg fyrir hana. Það sem einkennir flesta helstu forsprakkanna í stríðinu gegn frjálsum viðskiptum, friðsælli alþjóðasamvinnu og almennum mannréttindum er að þeir búa við þann ágæta munað að þurfa ekki á nokkurn hátt að deila afleiðingum upplausnarinnar með meðborgurum sínum. Allir þekkja til bakgrunns Bandaríkjaforseta sem ólst upp við ríkidæmi sem fæst venjulega fólk getur gert sér í hugarlund. Í Bretlandi fara fremstir í flokki yfirstéttaplebbar á borð við Jacob Rees-Mogg (sem ólst upp í aðstæðum sem minna einna helst á Downton Abbey) og Boris Johnson. Þeir geta leyft sér að tefla tæpasta vað með hagsmuni bresku þjóðarinnar en þurfa ekki sjálfir að hafa áhyggur af almennri velsæld, stríði eða friði. Fyrir þannig aristókrata eru kreppa og erfiðleikatímar fyrst og fremst tækifæri til að ráða fleira og betra þjónustufólk á hagstæðari kjörum á sveitasetrin. Hér á landi er andstaða við frjálsa verslun, alþjóðlega samvinnu og mannréttindi líka skipulögð af ábyrðgarlausum forréttindahópum sem hvorki munu þurfa að leysa úr né súpa seyðið af afleiðingum þess ef farið verður að kröfum þeirra. Hinn óheiðarlegi málflutningur gegn þriðja orkupakkanum er lítt dulin átylla. Þessi hópur vill Ísland út úr EES (og líklega undan Mannréttindadómstólnum og fleiri góðum alþjóðlegum stofnunum líka). Og þvælan er hrópuð kinnroðalaust þótt málflutningurinn að mestu sé innfluttur frá Noregi, eina landinu sem Ísland hefur framselt fullveldi sitt sjálfviljugt til. Mikið hefur verið gert til að svara eðlilegum spurning og sefa óþarfa taugaveiklun út af þriðja orkupakkanum. Í þeirri viðleitni hefur veirð komið fram af umtalsvert meiri nærgætni og kurteisi heldur en málflutningur þeirra æstustu gefur tilefni til. Ekkert af því dugar því þessi þröngi hópur virðist einfaldlega hafa misst trúna á því að Ísland eigi raunverulegt erindi í stjórnmálum, viðskiptum og menningu sem þjóð meðal þjóða. Þeir sem ekki vilja horfa upp á enn meiri skaða af þessum óvandaða málflutningi verða að grípa til varna fyrir þá miklu hagsmuni sem Ísland hefur af frjálsum viðskiptum, alþjóðlegu samstarfi og mannréttindum. Ef það bregst, og afturhaldsfólkinu tekst að einangra Ísland, og einhver spyr síðar: „Hvernig gat þetta gerst“—þá er svarið: Þetta gat gerst af því að skynsamt fólk nennti ekki að leggja á sig þau óþægindi sem þurfti til að berjast gegn bábiljunni og þeir sem áttu að standa saman um stóra hagsmuni létu þess í stað dægurþras sundra sér. Þannig vinnur vitleysan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Eftir á að hyggja hefði verið mjög auðvelt að spá fyrir um ýmsa sögulega viðburði sem komu flestum í opna skjöldu þegar þeir gerðust. Og eftir á að hyggja hefði mjög auðveldlega mátt koma í veg þá. Enn fremur—eftir því sem lengra líður frá atburðunum þeim mun auðveldara verður hvort tveggja; að spá fyrir um þá og koma í veg fyrir þá. Þótt þessi fullyrðing virðist fáránleg eða spaugileg þá er sannleikurinn sá um ótrúlega mörg feigðarflön sögunnar að þau voru drifin áfram af ofstopafullum minnihluta gegn betri vitund yfirgnæfandi meirihluta hófsemdar- og skynsemdarfólks. Undanfarið hafa náð umtalsverðum völdum í heiminum aðilar sem keppa að því að auka á sundrungu fólks, grafa undan frelsi í viðskiptum, festa í sessi þrönga sérhagsmuni, tortryggja mannréttindi og hola innan úr réttarríkinu. Þessi sömu aðilar stuðla að tómlæti og ábyrgðarleysi gagnvart umhverfinu, samborgurunum og framtíðinni. Hér á Íslandi fylgjumst við best með Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem ábyrgðarlausir æsingamenn hafa undirtökin í stjórnmálalífinu. Í Bretlandi tókst nokkrum uppskafningum með upplausnarblæti að kalla yfir þjóð sína algjöra óvissu með því að halda að fólki linnulausum lygavaðli í aðdraganda hinna misráðnu Brexit kosninga. Þar flutu sofandi að feigðarósi bæði unga fólkið, sem búa þarf við afleiðingarnar lengst; og skynsemdarfólkið. Á meðan hamaðist þröngur hópur forríks forréttindafólks í fjölmiðlum og á netinu við að básúna samsæriskenningar, innistæðulaus loforð og stórkarlalegar afgreiðslur á málefnalegri umræðu. Í Bandaríkjunum var „elítan“ svo sannfærð um að „bjáninn Trump“ yrði aldrei kjörinn forseti að það steingleymdist að finna frambjóðendur gegn honum sem höfðað gætu til almennra kjósenda. Svo fór sem fór. Eftir á að hyggja er augljóst að hin svokallaða „elíta“—sem er skammaryrði uppivöðsluseggjanna yfir velmeinandi, hugsandi og vandvirkt fólk—lét hjá leiðast að grípa kröftuglega til varna fyrir öll þau stórfenglegu lífsgæði, mannréttindi og framfarir sem hlotist hafa af friðsælli alþjóðlegri samvinnu, frjálsum viðskiptum og vernd einstaklingsbundinna mannréttinda. Þess í stað voru margir uppteknari við að reyna að hagnast sjálfir á upplausninni í stað þess að hjálpa til við að koma í veg fyrir hana. Það sem einkennir flesta helstu forsprakkanna í stríðinu gegn frjálsum viðskiptum, friðsælli alþjóðasamvinnu og almennum mannréttindum er að þeir búa við þann ágæta munað að þurfa ekki á nokkurn hátt að deila afleiðingum upplausnarinnar með meðborgurum sínum. Allir þekkja til bakgrunns Bandaríkjaforseta sem ólst upp við ríkidæmi sem fæst venjulega fólk getur gert sér í hugarlund. Í Bretlandi fara fremstir í flokki yfirstéttaplebbar á borð við Jacob Rees-Mogg (sem ólst upp í aðstæðum sem minna einna helst á Downton Abbey) og Boris Johnson. Þeir geta leyft sér að tefla tæpasta vað með hagsmuni bresku þjóðarinnar en þurfa ekki sjálfir að hafa áhyggur af almennri velsæld, stríði eða friði. Fyrir þannig aristókrata eru kreppa og erfiðleikatímar fyrst og fremst tækifæri til að ráða fleira og betra þjónustufólk á hagstæðari kjörum á sveitasetrin. Hér á landi er andstaða við frjálsa verslun, alþjóðlega samvinnu og mannréttindi líka skipulögð af ábyrðgarlausum forréttindahópum sem hvorki munu þurfa að leysa úr né súpa seyðið af afleiðingum þess ef farið verður að kröfum þeirra. Hinn óheiðarlegi málflutningur gegn þriðja orkupakkanum er lítt dulin átylla. Þessi hópur vill Ísland út úr EES (og líklega undan Mannréttindadómstólnum og fleiri góðum alþjóðlegum stofnunum líka). Og þvælan er hrópuð kinnroðalaust þótt málflutningurinn að mestu sé innfluttur frá Noregi, eina landinu sem Ísland hefur framselt fullveldi sitt sjálfviljugt til. Mikið hefur verið gert til að svara eðlilegum spurning og sefa óþarfa taugaveiklun út af þriðja orkupakkanum. Í þeirri viðleitni hefur veirð komið fram af umtalsvert meiri nærgætni og kurteisi heldur en málflutningur þeirra æstustu gefur tilefni til. Ekkert af því dugar því þessi þröngi hópur virðist einfaldlega hafa misst trúna á því að Ísland eigi raunverulegt erindi í stjórnmálum, viðskiptum og menningu sem þjóð meðal þjóða. Þeir sem ekki vilja horfa upp á enn meiri skaða af þessum óvandaða málflutningi verða að grípa til varna fyrir þá miklu hagsmuni sem Ísland hefur af frjálsum viðskiptum, alþjóðlegu samstarfi og mannréttindum. Ef það bregst, og afturhaldsfólkinu tekst að einangra Ísland, og einhver spyr síðar: „Hvernig gat þetta gerst“—þá er svarið: Þetta gat gerst af því að skynsamt fólk nennti ekki að leggja á sig þau óþægindi sem þurfti til að berjast gegn bábiljunni og þeir sem áttu að standa saman um stóra hagsmuni létu þess í stað dægurþras sundra sér. Þannig vinnur vitleysan.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar