Þetta verður sextánda tímabil hins 36 ára gamla Wade í deildinni. Margir bjuggust við því að hann myndi leggja skóna á hilluna en Wade var ekki klár í það strax.
„Mér finnst rétt að bjóða ykkur upp í einn lokadans. Eitt tímabil í viðbót. Ég hef gefið þessari íþrótt allt sem ég á og ég mun skilja allt eftir á parketinu á þessu lokatímabili,“ sagði Wade en hann hefur þrisvar orðið NBA-meistari.
Dwyane Wade has scored 20,473 points in a Heat uniform.
In fact, he's the only player in Miami Heat history to score 10,000 points with the franchise. pic.twitter.com/9nSuONt3Qw
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 17, 2018
Wade er auðvitað goðsögn hjá Heat enda stigahæsti, stoðsendingahæsti og leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.
Hann var hjá Chicago leiktíðina 2016-17 en hann er frá borginni. Í fyrra var hann svo með LeBron James í Cleveland. Hann var svo sendur yfir til Miami í febrúar.
Það vantaði ekki dramatíkina hjá Wade er hann tilkynnti um ákvörðun sína enda hlaðið í tíu mínútna myndband sem má sjá hér að neðan. Það má ekki minna vera.