Fordómar á vinnumarkaði: Mun líklegra að Guðmundur og Anna fái starfið en Muhammed og Aisha Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2018 10:00 Kári Kristinsson segir að það hafi komið mjög sterkt í ljós að það séu töluverðir fordómar gagnvart þeim sem bera múslimskt nafn. Mynd/Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Að bera dæmigert múslimskt nafn er mikil hindrun á íslenskum vinnumarkaði og á það sérstaklega við um konur. Þetta er niðurstaða rannsóknar Kára Kristinssonar og Margrétar Sigrúnar Sigurðardóttur hjá Háskóla Íslands, en Kári kynnir rannsókn þeirra á Þjóðarspeglinum í HÍ í dag. „Það kemur mjög sterkt í ljós að það eru töluverðir fordómar gagnvart þeim sem bera múslimskt nafn,“ segir Kári sem er dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann segir að þau hafi ákveðið að ráðast í beina mælingu á fordómum, þar sem í gegnum árin hafi verið alls kyns sögusagnir um fordóma gagnvart útlendingum á íslenskum vinnumarkaði. „Að menntun þeirra sé ekki metin og annað í þeim dúr. Það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé rétt, en við vildum kanna þetta betur og þá með megindlegri rannsókn.“Skoðuðu starfsumsóknir Kári segir að þau Margrét Sigrún hafi tekið handahófskennt úrtak af þjóðinni og fengið Félagsvísindastofnun til liðs við sig. „Við fengum úrtakið til að skoða ferilskrár, starfsumsóknir. Þátttakendur í rannsókninni fengu bara eina starfsumsókn og voru svo beðnir um að meta ýmsa eiginleika þessa fólks – hvort það væri líklegt til að ráða þessa manneskju í vinnu, hvað það taldi vera eðlileg laun, hvort það væri hæft fólk og fleira í þeim dúr. Við settum svo dæmigert íslenskt karlmannsnafn og kvenmannsnafn á ferilskrárnar – Guðmund og Önnu – sem og týpískt múslimskt nafn á karlmanni og svo konu – Muhammed og Aisha,“ segir Kári, en bendir á að höfundar geri sér fulla grein fyrir því að múslimar geti líka verið Íslendingar. „En við völdum mjög þekkt nöfn úr múslimaheiminum. Eftirnöfnin á þessum umsækjendum voru sömuleiðis valin með sama hætti.“Þjóðarspegillinn: Ráðstefna í félagsvísindum fer fram í Háskóla Íslands í dag milli klukkan 9 og 17.Vísir/VilhelmEini munurinn á ferilskránum var nafn umsækjanda Kári segir að það hafi komið mjög sterkt í ljós að það séu töluverðir fordómar gagnvart þeim sem bera múslimskt nafn. „Eini munurinn á þessum ferilskrám var nafnið á umsækjandanum. Það eru sérstaklega konur með dæmigert múslimskt nafn sem koma illa út. Ef það væru engir fordómar til staðar þá ættum við ekki að sjá neinn mun. Þetta eru nákvæmlega jafn hæfir einstaklingar að öllu leyti.“Rímar við það sem þekkist erlendis Hann segir að þetta stemmi að mörgu leyti við það sem þekkist erlendis. „Þar sem við á annað borð finnum fordóma þá er það sérstaklega mikið gagnvart þeim með múslimskan bakgrunn. Þetta voru að sjálfsögðu ekki starfsviðtöl, þeir sem voru spurðir hittu ekki viðkomandi umsækjanda, en á móti kemur að ef það eru svona miklir fordómar þá er ólíklegt að viðkomandi yrði á annað borð boðið í viðtal. Langlíklegast er að umsækjandinn færi í bunkann sem yrði ýtt til hliðar. Það er eitt sem útlendingar hafa oft kvartað yfir. Þeim er ekki einu sinni boðið í viðtal. Eiga ekki séns.“ Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Sjá meira
Að bera dæmigert múslimskt nafn er mikil hindrun á íslenskum vinnumarkaði og á það sérstaklega við um konur. Þetta er niðurstaða rannsóknar Kára Kristinssonar og Margrétar Sigrúnar Sigurðardóttur hjá Háskóla Íslands, en Kári kynnir rannsókn þeirra á Þjóðarspeglinum í HÍ í dag. „Það kemur mjög sterkt í ljós að það eru töluverðir fordómar gagnvart þeim sem bera múslimskt nafn,“ segir Kári sem er dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann segir að þau hafi ákveðið að ráðast í beina mælingu á fordómum, þar sem í gegnum árin hafi verið alls kyns sögusagnir um fordóma gagnvart útlendingum á íslenskum vinnumarkaði. „Að menntun þeirra sé ekki metin og annað í þeim dúr. Það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé rétt, en við vildum kanna þetta betur og þá með megindlegri rannsókn.“Skoðuðu starfsumsóknir Kári segir að þau Margrét Sigrún hafi tekið handahófskennt úrtak af þjóðinni og fengið Félagsvísindastofnun til liðs við sig. „Við fengum úrtakið til að skoða ferilskrár, starfsumsóknir. Þátttakendur í rannsókninni fengu bara eina starfsumsókn og voru svo beðnir um að meta ýmsa eiginleika þessa fólks – hvort það væri líklegt til að ráða þessa manneskju í vinnu, hvað það taldi vera eðlileg laun, hvort það væri hæft fólk og fleira í þeim dúr. Við settum svo dæmigert íslenskt karlmannsnafn og kvenmannsnafn á ferilskrárnar – Guðmund og Önnu – sem og týpískt múslimskt nafn á karlmanni og svo konu – Muhammed og Aisha,“ segir Kári, en bendir á að höfundar geri sér fulla grein fyrir því að múslimar geti líka verið Íslendingar. „En við völdum mjög þekkt nöfn úr múslimaheiminum. Eftirnöfnin á þessum umsækjendum voru sömuleiðis valin með sama hætti.“Þjóðarspegillinn: Ráðstefna í félagsvísindum fer fram í Háskóla Íslands í dag milli klukkan 9 og 17.Vísir/VilhelmEini munurinn á ferilskránum var nafn umsækjanda Kári segir að það hafi komið mjög sterkt í ljós að það séu töluverðir fordómar gagnvart þeim sem bera múslimskt nafn. „Eini munurinn á þessum ferilskrám var nafnið á umsækjandanum. Það eru sérstaklega konur með dæmigert múslimskt nafn sem koma illa út. Ef það væru engir fordómar til staðar þá ættum við ekki að sjá neinn mun. Þetta eru nákvæmlega jafn hæfir einstaklingar að öllu leyti.“Rímar við það sem þekkist erlendis Hann segir að þetta stemmi að mörgu leyti við það sem þekkist erlendis. „Þar sem við á annað borð finnum fordóma þá er það sérstaklega mikið gagnvart þeim með múslimskan bakgrunn. Þetta voru að sjálfsögðu ekki starfsviðtöl, þeir sem voru spurðir hittu ekki viðkomandi umsækjanda, en á móti kemur að ef það eru svona miklir fordómar þá er ólíklegt að viðkomandi yrði á annað borð boðið í viðtal. Langlíklegast er að umsækjandinn færi í bunkann sem yrði ýtt til hliðar. Það er eitt sem útlendingar hafa oft kvartað yfir. Þeim er ekki einu sinni boðið í viðtal. Eiga ekki séns.“
Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Sjá meira