Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Helgi Vífill Júliusson skrifar 19. september 2018 06:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Fréttablaðið/Anton Brink Samkeppniseftirlitið segir í frummati að það kunni að brjóta samkeppnislög að Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi útgerðarinnar Brims, skuli hafa tekið við stjórnartaumum HB Granda. Stofnunin lítur það sömu augum að hann skuli hafa setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar á sama tíma og hann stýrði Brimi. Fyrirtækin stunda útflutning, um 98 prósent af íslensku sjávarfangi eru seld erlendis. Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum. Fram kemur í bréfi frá Samkeppniseftirlitinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að sú staða að aðaleigandi Brims sé forstjóri HB Granda kunni að leiða til brota á samkeppnislögum. Guðmundur tók við sem forstjóri HB Granda í júní eftir kaup á kjölfestu hlut í fyrirtækinu vor. Stofnunin rifjar upp að í Fréttablaðinu hafi komið fram að hann hafi áhuga á að auka samstarf á milli útgerðanna tveggja og að einkum sé horft til sölu- og markaðsmála í þeim efnum. Auk þess er sagt í bréfinu að sú staða að aðaleigandi Brims sitji í stjórn Vinnslustöðvarinnar, en hann átti þriðjungshlut í fyrirtækinu þar til í gær, kunni að leiða til samkeppnisbrota. Samkvæmt tilkynningu til Ríkisskattstjóra hefur Guðmundur ekki setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar frá 10. apríl þegar blásið var til aðalfundar. Bréfið sem Markaðurinn hefur undir höndum er dagsett 6. júlí. Samkeppniseftirlitið segir að það sé varhugavert í samkeppnislegu tilliti að sami aðili, sem eigi allt hlutafé í einu félagi, sé á sama tíma forstjóri félags á sama markaði og stjórnarmaður í því þriðja. Guðmundur vildi ekki tjá sig við Markaðinn þegar eftir því var leitað.Guðmundur er aðaleigandi Brims og HB Granda.Fréttablaðið/eyþórHvorki tilkynnt um kaup á Ögurvík né HB Granda Enn fremur telur Samkeppniseftirlitið að tilkynningarskyldur samruni kunni að hafa átt sér stað þegar Brim eignaðist hlut í HB Granda. Hann hafi ekki verið tilkynntur til Samkeppniseftirlitsins og virðist hafa komið þegar í stað til framkvæmda. Sömuleiðis kunni tilkynningarskyldur samruni að hafa átt sér stað sumarið 2016 þegar Brim eignaðist Ögurvík. Sá mögulegi samruni, eins og eftirlitið orðar það, hafi ekki verið tilkynntur og virðist hafa komið þegar í stað til framkvæmda.Samkeppniseftirlitið segir í bréfinu að það fái ekki betur séð en að HB Grandi, Brim, Vinnslustöðin og Ögurvík séu „keppinautar í skilningi samkeppnislaga“. Kallað var eftir viðbrögðum frá fyrrnefndum fyrirtækjum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, benti á í grein í Fréttablaðinu að 98 prósent af íslensku sjávarfangi séu seld á erlenda markaði.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Fréttablaðið/AntonAfla frekari upplýsinga Páll Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóri Samkeppniseftirlitsins, segir við Markaðinn að málinu sé ólokið. „Í framhaldi af framkomnum sjónarmiðum er Samkeppniseftirlitið að afla frekari upplýsinga. Niðurstaða í málinu liggur því ekki fyrir.“ Vakin er athygli á því í bréfinu að um samruna geti verið að ræða þrátt fyrir að fyrirtæki eignist ekki meirihluta í öðru fyrirtæki. Aðal atriðið sé að meta hvort kaupin leiði til yfirráða í öðru fyrirtæki. „Ef kaupandi kemst í þá stöðu að geta tekið mikilvægar ákvarðanir innan viðkomandi fyrirtækis getur það gefið skýrt til kynna að yfirráð í skilningi samkeppnislaga hafi myndast og þar með hafi samruni átt sér stað,“ segir Samkeppniseftirlitið. Framkvæmd samruna geti falist í því að sá sem hefur öðlast yfirráð yfir fyrirtæki sest í stjórn þess og knýi fram breytingar. „Af þessu leiðir óhjákvæmilega að það er a.m.k. mikil lagaleg áhætta fólgin í því ef fyrirtæki (eða eigandi þess) á fulltrúa í stjórn eða stjórnu Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða HB Grandi hf. hefur gert samning um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Seljandinn er útgerðarfélagið Brim. 7. september 2018 16:51 Hagnaður Brims 1,9 milljarðar Brim, útgerðarfélag bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, hagnaðist um 1.915 milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. 22. ágúst 2018 05:55 Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið segir í frummati að það kunni að brjóta samkeppnislög að Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi útgerðarinnar Brims, skuli hafa tekið við stjórnartaumum HB Granda. Stofnunin lítur það sömu augum að hann skuli hafa setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar á sama tíma og hann stýrði Brimi. Fyrirtækin stunda útflutning, um 98 prósent af íslensku sjávarfangi eru seld erlendis. Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum. Fram kemur í bréfi frá Samkeppniseftirlitinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að sú staða að aðaleigandi Brims sé forstjóri HB Granda kunni að leiða til brota á samkeppnislögum. Guðmundur tók við sem forstjóri HB Granda í júní eftir kaup á kjölfestu hlut í fyrirtækinu vor. Stofnunin rifjar upp að í Fréttablaðinu hafi komið fram að hann hafi áhuga á að auka samstarf á milli útgerðanna tveggja og að einkum sé horft til sölu- og markaðsmála í þeim efnum. Auk þess er sagt í bréfinu að sú staða að aðaleigandi Brims sitji í stjórn Vinnslustöðvarinnar, en hann átti þriðjungshlut í fyrirtækinu þar til í gær, kunni að leiða til samkeppnisbrota. Samkvæmt tilkynningu til Ríkisskattstjóra hefur Guðmundur ekki setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar frá 10. apríl þegar blásið var til aðalfundar. Bréfið sem Markaðurinn hefur undir höndum er dagsett 6. júlí. Samkeppniseftirlitið segir að það sé varhugavert í samkeppnislegu tilliti að sami aðili, sem eigi allt hlutafé í einu félagi, sé á sama tíma forstjóri félags á sama markaði og stjórnarmaður í því þriðja. Guðmundur vildi ekki tjá sig við Markaðinn þegar eftir því var leitað.Guðmundur er aðaleigandi Brims og HB Granda.Fréttablaðið/eyþórHvorki tilkynnt um kaup á Ögurvík né HB Granda Enn fremur telur Samkeppniseftirlitið að tilkynningarskyldur samruni kunni að hafa átt sér stað þegar Brim eignaðist hlut í HB Granda. Hann hafi ekki verið tilkynntur til Samkeppniseftirlitsins og virðist hafa komið þegar í stað til framkvæmda. Sömuleiðis kunni tilkynningarskyldur samruni að hafa átt sér stað sumarið 2016 þegar Brim eignaðist Ögurvík. Sá mögulegi samruni, eins og eftirlitið orðar það, hafi ekki verið tilkynntur og virðist hafa komið þegar í stað til framkvæmda.Samkeppniseftirlitið segir í bréfinu að það fái ekki betur séð en að HB Grandi, Brim, Vinnslustöðin og Ögurvík séu „keppinautar í skilningi samkeppnislaga“. Kallað var eftir viðbrögðum frá fyrrnefndum fyrirtækjum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, benti á í grein í Fréttablaðinu að 98 prósent af íslensku sjávarfangi séu seld á erlenda markaði.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Fréttablaðið/AntonAfla frekari upplýsinga Páll Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóri Samkeppniseftirlitsins, segir við Markaðinn að málinu sé ólokið. „Í framhaldi af framkomnum sjónarmiðum er Samkeppniseftirlitið að afla frekari upplýsinga. Niðurstaða í málinu liggur því ekki fyrir.“ Vakin er athygli á því í bréfinu að um samruna geti verið að ræða þrátt fyrir að fyrirtæki eignist ekki meirihluta í öðru fyrirtæki. Aðal atriðið sé að meta hvort kaupin leiði til yfirráða í öðru fyrirtæki. „Ef kaupandi kemst í þá stöðu að geta tekið mikilvægar ákvarðanir innan viðkomandi fyrirtækis getur það gefið skýrt til kynna að yfirráð í skilningi samkeppnislaga hafi myndast og þar með hafi samruni átt sér stað,“ segir Samkeppniseftirlitið. Framkvæmd samruna geti falist í því að sá sem hefur öðlast yfirráð yfir fyrirtæki sest í stjórn þess og knýi fram breytingar. „Af þessu leiðir óhjákvæmilega að það er a.m.k. mikil lagaleg áhætta fólgin í því ef fyrirtæki (eða eigandi þess) á fulltrúa í stjórn eða stjórnu
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða HB Grandi hf. hefur gert samning um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Seljandinn er útgerðarfélagið Brim. 7. september 2018 16:51 Hagnaður Brims 1,9 milljarðar Brim, útgerðarfélag bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, hagnaðist um 1.915 milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. 22. ágúst 2018 05:55 Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða HB Grandi hf. hefur gert samning um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Seljandinn er útgerðarfélagið Brim. 7. september 2018 16:51
Hagnaður Brims 1,9 milljarðar Brim, útgerðarfélag bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, hagnaðist um 1.915 milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. 22. ágúst 2018 05:55
Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent