Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 19. september 2018 22:44 Starfandi forstjóri Icelandair Group segir að alls verði 118 flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi boðið fullt starf. VÍSIR/VILHELM Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. Formaður Flugfreyjufélagsins segir þetta vera gróft brot á kjarasamningi flugfreyja og mikið áfall. Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, segir að alls verði 118 flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi boðið fullt starf. „Verður fullt starf ekki þegið verður gengið frá starfslokum viðkomandi, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem farið verður yfir með viðkomandi.“ Hann segir að þetta eigi ekki við um þá sem hafi starfað hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri. „Þeir geta haldið hlutastörfum ef þeir vilja. En þeir sem hafa ekki náð þeim starfsaldri eða aldri og eru í hlutastörfum, þeim er boðið að fara í fullt starf.“Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonBogi Nils segir að fulltrúar Icelandair hafi átt fundi með Flugfreyjufélagi Íslands þar sem fulltrúar Flugfreyjufélagsins hafi lýst yfir óánægju með hugmyndirnar. „Við verðum að horfa til þess að launakostnaður er hár í samanburði við okkar samkeppnisaðila í þessum alþjóðlega flugrekstri og við verðum að bregðast við. Við erum að vinna að því að lækka þennan kostnað og þetta er liður í því.“ Flugfreyjum settir afarkostir „Þetta er mikið áfall fyrir marga,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að með þessu sé verið að setja flugfreyjum afarkosti, annað hvort taki þær 100 prósent starf eða gangi frá starfslokum.Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞBerglind segir ástæður að baki þess að flugfreyjur ráði sig í hlutastarf af ýmsum toga. „Það eru mismunandi aðstæður hjá hverri og einni. Fólk hefur aðlagað bæði einkalíf og fjölskylduárbyrgð og samræmt það vinnunni. Þessi vinna, ólíkt mörgum öðrum, krefst mikillar fjarveru frá fjölskyldu og það er að mörgu leyti ástæðan fyrir þessum hlutastörfum. Það hefur verið unnið að þessu í mörg ár og þetta er hluti af kjarasamningi okkar, að það sé sveigjanlegri vinnutími og það sé boðið upp á að vera í hlutastarfi,“ segir Berglind.Aðför að áratuga vinnu Berglind segir Flugfreyjufélagið líta svo á að þessi ákvörðun Icelandair sé aðför að þessari áratuga vinnu. „Við höfum mótmælt þessu harðlega og teljum þetta gróft brot á kjarasamningi sem er í gildi á milli aðila,“ segir Berglind. Flugfreyjufélagið mun funda með félagsmönnum á næstu dögum og hefur þegar hafið undirbúning að frekari aðgerðum vegna þessa. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. Formaður Flugfreyjufélagsins segir þetta vera gróft brot á kjarasamningi flugfreyja og mikið áfall. Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, segir að alls verði 118 flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi boðið fullt starf. „Verður fullt starf ekki þegið verður gengið frá starfslokum viðkomandi, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem farið verður yfir með viðkomandi.“ Hann segir að þetta eigi ekki við um þá sem hafi starfað hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri. „Þeir geta haldið hlutastörfum ef þeir vilja. En þeir sem hafa ekki náð þeim starfsaldri eða aldri og eru í hlutastörfum, þeim er boðið að fara í fullt starf.“Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonBogi Nils segir að fulltrúar Icelandair hafi átt fundi með Flugfreyjufélagi Íslands þar sem fulltrúar Flugfreyjufélagsins hafi lýst yfir óánægju með hugmyndirnar. „Við verðum að horfa til þess að launakostnaður er hár í samanburði við okkar samkeppnisaðila í þessum alþjóðlega flugrekstri og við verðum að bregðast við. Við erum að vinna að því að lækka þennan kostnað og þetta er liður í því.“ Flugfreyjum settir afarkostir „Þetta er mikið áfall fyrir marga,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að með þessu sé verið að setja flugfreyjum afarkosti, annað hvort taki þær 100 prósent starf eða gangi frá starfslokum.Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞBerglind segir ástæður að baki þess að flugfreyjur ráði sig í hlutastarf af ýmsum toga. „Það eru mismunandi aðstæður hjá hverri og einni. Fólk hefur aðlagað bæði einkalíf og fjölskylduárbyrgð og samræmt það vinnunni. Þessi vinna, ólíkt mörgum öðrum, krefst mikillar fjarveru frá fjölskyldu og það er að mörgu leyti ástæðan fyrir þessum hlutastörfum. Það hefur verið unnið að þessu í mörg ár og þetta er hluti af kjarasamningi okkar, að það sé sveigjanlegri vinnutími og það sé boðið upp á að vera í hlutastarfi,“ segir Berglind.Aðför að áratuga vinnu Berglind segir Flugfreyjufélagið líta svo á að þessi ákvörðun Icelandair sé aðför að þessari áratuga vinnu. „Við höfum mótmælt þessu harðlega og teljum þetta gróft brot á kjarasamningi sem er í gildi á milli aðila,“ segir Berglind. Flugfreyjufélagið mun funda með félagsmönnum á næstu dögum og hefur þegar hafið undirbúning að frekari aðgerðum vegna þessa.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira