Hver tók á móti þér? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 12. apríl 2018 07:00 Svarið við þessari spurningu er líklega hjá flestum einhver góð ljósmóðir eða fæðingarlæknir. Nú eru ljósmæður í kjarabaráttu við ríkið og hafa nokkrir tugir þeirra sagt starfi sínu á Landspítalanum lausu. Það er grafalvarleg staða en er skiljanleg þegar málið er skoðað til hlítar. Ljósmæður eru eingöngu kvennastétt með 6 ára háskólanám að baki. Þær hafa lokið 4 ára háskólanámi í hjúkrunarfræði og síðan bætt við sig tveimur árum í ljósmóðurfræði. Hafi þær unnið í einhver ár sem hjúkrunarfræðingar og unnið sig upp í launum þá er það svo að eftir tveggja ára ljósmóðurnám þá lækka launin þegar þær byrja að vinna sem ljósmæður. Það sjá það allir að þetta getur ekki gengið. Við erum að leggja áherslu á gildi menntunar í landinu og hún kostar mikið fé og tíma. En ef hún færir fólki engar kjarabætur þá er enginn hvati til að mennta sig frekar. Við sem vinnum við fæðingarþjónustu vitum að þetta starf er einstakt. Það að taka á móti nýjum Íslendingum í þennan heim er forréttindastarf en mjög krefjandi. Börnin fæðast á öllum tímum sólarhringsins og líka á rauðum dögum. Starf ljósmæðra er vissulega krefjandi og getur reynt á bæði líkamlega og andlega. Rannsóknir sýna að þeir sem vinna vaktavinnu lifa skemur en þeir sem vinna dagvinnu og tíðni alvarlegra veikinda er einnig hærri hjá vaktavinnufólki. Starfið í mæðraverndinni, í fæðingarþjónustu og síðan að fylgja eftir nýbakaðri fjölskyldu krefst teymisvinnu ljósmæðra og fæðingarlækna. Það er því miður svo að það fara ekki allir heim með heilbrigð lifandi börn og því fólki þarf líka að sinna á okkar vakt. Við á Íslandi höfum náð einstökum árangri í lágri tíðni burðarmálsdauða á heimsvísu og á sama tíma hefur keisaratíðnin ekki aukist eins og víða í hinum vestræna heimi. Þessu höfum við náð með mikilli faglegri þjálfun og samstarfi fagaðila sem að fæðingarþjónustu koma. Skjólstæðingar okkar eru móðirin, barnið og fjölskyldan í heild. Við þurfum að hlusta á ekki bara einn hjartslátt heldur alltaf tvo og stundum fleiri þegar um fjölburameðgöngur er að ræða. Ábyrgðin er mikil og oft þarf að taka ákvarðanir hratt og bregðast við með réttum hætti. Semja þarf strax við ljósmæður Það tekur mörg ár að þjálfa reynda ljósmóður og því má það ekki gerast að þær hætti nú störfum og leiti til annarra starfa eins og reyndin er með marga hjúkrunarfræðinga á LSH. Það vantar nú á annað hundrað hjúkrunarfræðinga á spítalann. Sorglegt er að vita til þess að hjúkrunarfræðingar með 2 ára aukanám eins og skurðhjúkrunarfræðingar og svæfingarhjúkrunarfræðingar skuli velja að starfa frekar í fluginu en á LSH. Hér verður að koma á umbótum í mannauðsmálum, gera starfið eftirsóknarvert og borga laun í samræmi við ábyrgð og reynslu. Þannig missum við ekki ljósmæður eða hjúkrunarfræðinga til annarra starfa. Menntun og þjálfun þessara stétta þarf að meta og greiða laun samkvæmt því. Hvernig getur það gerst árið 2018 á vakt Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að kvennastétt með 6 ára háskólanám að baki sé að hverfa frá starfi? Þessi ríkisstjórn setti heilbrigðismál og innviði í öndvegi. Það er afgangur af ríkissjóði og verið að greiða niður erlendar skuldir. Ég skora á fjármálaráðherra að gefa samninganefnd ríkisins heimild til að semja við ljósmæður og það strax. Sumarið er fram undan og þá er álag á fæðingardeild LSH mikið vegna sumarfría starfsfólks og vegna þess að nágrannasjúkrahúsin draga oft úr sinni starfsemi. En fæðingum fækkar ekki þó að sólin fari að skína og ekki setjum við tappa í konurnar. Við förum í hanskana og tökum glöð á móti nýjum Íslendingum. Höfundur er fæðingarlæknir og formaður læknaráðs Landspítalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Sjá meira
Svarið við þessari spurningu er líklega hjá flestum einhver góð ljósmóðir eða fæðingarlæknir. Nú eru ljósmæður í kjarabaráttu við ríkið og hafa nokkrir tugir þeirra sagt starfi sínu á Landspítalanum lausu. Það er grafalvarleg staða en er skiljanleg þegar málið er skoðað til hlítar. Ljósmæður eru eingöngu kvennastétt með 6 ára háskólanám að baki. Þær hafa lokið 4 ára háskólanámi í hjúkrunarfræði og síðan bætt við sig tveimur árum í ljósmóðurfræði. Hafi þær unnið í einhver ár sem hjúkrunarfræðingar og unnið sig upp í launum þá er það svo að eftir tveggja ára ljósmóðurnám þá lækka launin þegar þær byrja að vinna sem ljósmæður. Það sjá það allir að þetta getur ekki gengið. Við erum að leggja áherslu á gildi menntunar í landinu og hún kostar mikið fé og tíma. En ef hún færir fólki engar kjarabætur þá er enginn hvati til að mennta sig frekar. Við sem vinnum við fæðingarþjónustu vitum að þetta starf er einstakt. Það að taka á móti nýjum Íslendingum í þennan heim er forréttindastarf en mjög krefjandi. Börnin fæðast á öllum tímum sólarhringsins og líka á rauðum dögum. Starf ljósmæðra er vissulega krefjandi og getur reynt á bæði líkamlega og andlega. Rannsóknir sýna að þeir sem vinna vaktavinnu lifa skemur en þeir sem vinna dagvinnu og tíðni alvarlegra veikinda er einnig hærri hjá vaktavinnufólki. Starfið í mæðraverndinni, í fæðingarþjónustu og síðan að fylgja eftir nýbakaðri fjölskyldu krefst teymisvinnu ljósmæðra og fæðingarlækna. Það er því miður svo að það fara ekki allir heim með heilbrigð lifandi börn og því fólki þarf líka að sinna á okkar vakt. Við á Íslandi höfum náð einstökum árangri í lágri tíðni burðarmálsdauða á heimsvísu og á sama tíma hefur keisaratíðnin ekki aukist eins og víða í hinum vestræna heimi. Þessu höfum við náð með mikilli faglegri þjálfun og samstarfi fagaðila sem að fæðingarþjónustu koma. Skjólstæðingar okkar eru móðirin, barnið og fjölskyldan í heild. Við þurfum að hlusta á ekki bara einn hjartslátt heldur alltaf tvo og stundum fleiri þegar um fjölburameðgöngur er að ræða. Ábyrgðin er mikil og oft þarf að taka ákvarðanir hratt og bregðast við með réttum hætti. Semja þarf strax við ljósmæður Það tekur mörg ár að þjálfa reynda ljósmóður og því má það ekki gerast að þær hætti nú störfum og leiti til annarra starfa eins og reyndin er með marga hjúkrunarfræðinga á LSH. Það vantar nú á annað hundrað hjúkrunarfræðinga á spítalann. Sorglegt er að vita til þess að hjúkrunarfræðingar með 2 ára aukanám eins og skurðhjúkrunarfræðingar og svæfingarhjúkrunarfræðingar skuli velja að starfa frekar í fluginu en á LSH. Hér verður að koma á umbótum í mannauðsmálum, gera starfið eftirsóknarvert og borga laun í samræmi við ábyrgð og reynslu. Þannig missum við ekki ljósmæður eða hjúkrunarfræðinga til annarra starfa. Menntun og þjálfun þessara stétta þarf að meta og greiða laun samkvæmt því. Hvernig getur það gerst árið 2018 á vakt Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að kvennastétt með 6 ára háskólanám að baki sé að hverfa frá starfi? Þessi ríkisstjórn setti heilbrigðismál og innviði í öndvegi. Það er afgangur af ríkissjóði og verið að greiða niður erlendar skuldir. Ég skora á fjármálaráðherra að gefa samninganefnd ríkisins heimild til að semja við ljósmæður og það strax. Sumarið er fram undan og þá er álag á fæðingardeild LSH mikið vegna sumarfría starfsfólks og vegna þess að nágrannasjúkrahúsin draga oft úr sinni starfsemi. En fæðingum fækkar ekki þó að sólin fari að skína og ekki setjum við tappa í konurnar. Við förum í hanskana og tökum glöð á móti nýjum Íslendingum. Höfundur er fæðingarlæknir og formaður læknaráðs Landspítalans
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun