Það vekur athygli að fyrsti leikur úrslitakeppninnar verður leikur NBA-meistara Golden State Warriors og San Antonio Spurs á laugardaginn en sá leikur hefst klukkan sjö að íslenskum tíma.
Golden State Warriors endaði deildarkeppnina á því að tapa með 40 stigum á móti Utah Jazz og það verður fróðlegt hvernig lærisveinar Steve Kerr koma til baka.
Strax á eftir þeim leik mætast Toronto Raptors og Washington Wizards eða klukkan hálf tíu að íslenskum tíma.
Margir bíða spenntir eftir að sjá hvernig hið unga lið Philadelphia 76ers kemur út í úrslitakeppninni en Embiid, Simmons og félagar hefja leik á móti Miami Heat á miðnætti að íslenskum tíma.
Okay, the NBA's First Round playoff schedule is IN.
Here it is in both day-by-day, and series-by-series formats. Pick your poison: pic.twitter.com/J2GQWOE15P
— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) April 12, 2018
Boston Celtics spilar fyrsta leik sinn á móti Millwaukee Bucks klukkan fimm á sunnudaginn (að íslenskum tíma) og fyrsti leikur Cleveland Cavaliers og Indiana Pacers hefst klukkan hálf átta á sunnudagskvöldið.
Oklahoma City mætir Utah Jazz klukkan hálf ellefu á sunnudagskvöldið og síðasta viðureignin til að fara í gang er sú á milli Houston Rockets og Minnesota Timberwolves.
Hér fyrir ofan hefur bandaríska fjölmiðlakonan Rachel Nichols tekið saman hvernig fyrstu tvær vikurnar líta út sem og hvenær allir leikir einvíganna átta fara fram.