Þjónustugjöld bankanna hækka og ný gjöld búin til Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 14:59 Mestur er verðmunurinn á afgreiðslugjaldi vegna innlagnar reiðufjár í annan banka. Vísir Þjónustugjöld íslensku bankanna hafa hækkað töluvert á undanförnum árum, samkvæmt úttekt verðlagseftirlitsins á verðskrám bankanna. Þá eru hækkanirnar langt umfram vísitölu neysluverðs, að því er fram kemur í tilkynningu frá ASÍ. „Miklar breytingar hafa orðið á gjaldskrám bankanna frá 2015 til dagsins í dag. Mörg gjöld hafa hækkað mikið auk þess sem ýmis ný gjöld hafa orðið til og þá sérstaklega gjöld sem varða þjónustu í útibúum,“ segir í tilkynningu. „Bankarnir eru farnir að rukka hærri gjöld fyrir þjónustu sem krefst aðstoðar þjónustufulltrúa, hvort sem það er í gegnum síma eða í útibúi á meðan þjónustan kostar mun minna eða ekkert ef fólk framkvæmir aðgerðirnar sjálft.“375% munur á afgreiðslugjaldi Í könnuninni kemur fram að Arion banki hafi til að mynda tekið upp fast afgreiðslugjald upp á 195 krónur fyrir aðgerðir sem framkvæmdar eru af þjónustufulltrúa. Mestur er verðmunur milli banka á afgreiðslugjaldi vegna innlagnar reiðufjár í annan banka. Gjald fyrir slíka aðgerð er 495 krónur hjá Arion banka, 375 krónur hjá Íslandsbanka og 100 krónur hjá Landsbankanum. Það gerir 375% verðmun á hæsta verðinu hjá Arion banka og því lægsta hjá Landsbankanum. Útibúum fækkað en þjónustugjöld hækka Ef vísitala neysluverðs er skoðuð má sjá að þjónustugjöld banka og kostnaður við greiðslukort hefur hækkað langt um fram vísitölu neysluverðs. Samkvæmt könnun verðlagseftirlitsins hefur bankakostnaður hækkað um 11% og kostnaður við greiðslukort hækkað um 19% á síðustu þremur árum, þ.e. frá október 2015 til október 2018. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7%. Frá árinu 2008 hefur útibúum bankanna jafnframt fækkað úr 146 í 74 og starfsmönnum fækkað úr 4.326 í 2.850, eða um tæplega 1500, samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Á sama tíma hefur þjónusta bankanna orðið rafræn í auknum mæli og viðskiptavinir hafa því síður sótt þjónustuna beint til starfsfólks eða út í útibúin. „Það vekur því nokkra furðu að verðhækkanir þeirra séu jafnmiklar og raun ber vitni. Þrátt fyrir að einhver munur sé á verðlagningu bankanna virðist lítil samkeppni vera í verðlagningu milli þeirra. Ef einn banki hækkar gjöld virðist næsti fylgja á eftir með svipaðar verðhækkanir. Það er því ekki að sjá að bankarnir reyni að keppa um viðskiptavini í verði og einkennist markaðurinn af fákeppni,“ segir í tilkynningu ASÍ. Úttekt verðlagseftirlitsins á þjónustugjöldum bankanna má nálgast í heild hér. Úttektin nær til þjónustugjalda stærstu viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Við gerð úttektarinnar var stuðst við gildandi verðskrár bankanna auk eldri verðskráa sem voru í gildi haustið 2015. Einnig var stuðst við upplýsingar frá starfsmönnum bankanna. Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Þjónustugjöld íslensku bankanna hafa hækkað töluvert á undanförnum árum, samkvæmt úttekt verðlagseftirlitsins á verðskrám bankanna. Þá eru hækkanirnar langt umfram vísitölu neysluverðs, að því er fram kemur í tilkynningu frá ASÍ. „Miklar breytingar hafa orðið á gjaldskrám bankanna frá 2015 til dagsins í dag. Mörg gjöld hafa hækkað mikið auk þess sem ýmis ný gjöld hafa orðið til og þá sérstaklega gjöld sem varða þjónustu í útibúum,“ segir í tilkynningu. „Bankarnir eru farnir að rukka hærri gjöld fyrir þjónustu sem krefst aðstoðar þjónustufulltrúa, hvort sem það er í gegnum síma eða í útibúi á meðan þjónustan kostar mun minna eða ekkert ef fólk framkvæmir aðgerðirnar sjálft.“375% munur á afgreiðslugjaldi Í könnuninni kemur fram að Arion banki hafi til að mynda tekið upp fast afgreiðslugjald upp á 195 krónur fyrir aðgerðir sem framkvæmdar eru af þjónustufulltrúa. Mestur er verðmunur milli banka á afgreiðslugjaldi vegna innlagnar reiðufjár í annan banka. Gjald fyrir slíka aðgerð er 495 krónur hjá Arion banka, 375 krónur hjá Íslandsbanka og 100 krónur hjá Landsbankanum. Það gerir 375% verðmun á hæsta verðinu hjá Arion banka og því lægsta hjá Landsbankanum. Útibúum fækkað en þjónustugjöld hækka Ef vísitala neysluverðs er skoðuð má sjá að þjónustugjöld banka og kostnaður við greiðslukort hefur hækkað langt um fram vísitölu neysluverðs. Samkvæmt könnun verðlagseftirlitsins hefur bankakostnaður hækkað um 11% og kostnaður við greiðslukort hækkað um 19% á síðustu þremur árum, þ.e. frá október 2015 til október 2018. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7%. Frá árinu 2008 hefur útibúum bankanna jafnframt fækkað úr 146 í 74 og starfsmönnum fækkað úr 4.326 í 2.850, eða um tæplega 1500, samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Á sama tíma hefur þjónusta bankanna orðið rafræn í auknum mæli og viðskiptavinir hafa því síður sótt þjónustuna beint til starfsfólks eða út í útibúin. „Það vekur því nokkra furðu að verðhækkanir þeirra séu jafnmiklar og raun ber vitni. Þrátt fyrir að einhver munur sé á verðlagningu bankanna virðist lítil samkeppni vera í verðlagningu milli þeirra. Ef einn banki hækkar gjöld virðist næsti fylgja á eftir með svipaðar verðhækkanir. Það er því ekki að sjá að bankarnir reyni að keppa um viðskiptavini í verði og einkennist markaðurinn af fákeppni,“ segir í tilkynningu ASÍ. Úttekt verðlagseftirlitsins á þjónustugjöldum bankanna má nálgast í heild hér. Úttektin nær til þjónustugjalda stærstu viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Við gerð úttektarinnar var stuðst við gildandi verðskrár bankanna auk eldri verðskráa sem voru í gildi haustið 2015. Einnig var stuðst við upplýsingar frá starfsmönnum bankanna.
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira