Rúmlega fjögurra milljarða króna tap á rekstri Wow air Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2018 22:37 Wow air birti uppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Þar má sjá hversu róður félagsins hefur þyngst frá því í fyrra. vísir/Anton Brink Tap upp á 4,1 milljarða króna (33,6 milljónir dollara) varð á rekstri flugfélagsins Wow air á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Afkoma félagsins versnaði verulega frá sama tímabili í fyrra samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í kvöld. Tekjur Wow air jukust um 31% frá janúar til september. Tapið það sem af er ári er hins vegar 145% af tapi síðasta árs. EBITDA félagsins fór einnig úr því að vera jákvæð um 8,8 milljónir dollara fyrstu níu mánuði síðasta árs í að vera neikvæð um 18,9 milljónir nú, um 2,3 milljarða íslenskra króna. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins var 7% við lok fyrstu þriggja ársfjórðunga. Í tilkynningu sem Wow air birti á vefsíðu sinni í kvöld kemur fram að staða félagsins hafi versnað frá skuldabréfaútboði sem það hélt í september. Félagið vinni nú að langtímafjármögnun sinni. Fyrirhuguð kaup Icelandair á Wow air fóru út um þúfur í gær en sama dag var tilkynnt um að bandaríski eignastýringarsjóðurinn Indigo Partners sem frumkvöðull í lágfargjaldaflugfélögum stofnaði ætlaði sér að fjárfesta í fyrirtækinu. Wow air kennir neikvæðri umfjöllun um fjárhagslega heilsu fyrirtækisins meðal annars um að afkoma þess hafi versnað. Hækkandi eldsneytisverð hafi einnig sett aukinn þrýsting á félagið.Skúli Mogensen fór yfir samkomulagið við Indigo Partners og atburði síðustu vikna í viðtali sem birtist á Vísi fyrr í dag sem sjá má hér fyrir neðan. WOW Air Tengdar fréttir Skúli fundaði með samgönguráðherra Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. 30. nóvember 2018 15:34 Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Tap upp á 4,1 milljarða króna (33,6 milljónir dollara) varð á rekstri flugfélagsins Wow air á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Afkoma félagsins versnaði verulega frá sama tímabili í fyrra samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í kvöld. Tekjur Wow air jukust um 31% frá janúar til september. Tapið það sem af er ári er hins vegar 145% af tapi síðasta árs. EBITDA félagsins fór einnig úr því að vera jákvæð um 8,8 milljónir dollara fyrstu níu mánuði síðasta árs í að vera neikvæð um 18,9 milljónir nú, um 2,3 milljarða íslenskra króna. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins var 7% við lok fyrstu þriggja ársfjórðunga. Í tilkynningu sem Wow air birti á vefsíðu sinni í kvöld kemur fram að staða félagsins hafi versnað frá skuldabréfaútboði sem það hélt í september. Félagið vinni nú að langtímafjármögnun sinni. Fyrirhuguð kaup Icelandair á Wow air fóru út um þúfur í gær en sama dag var tilkynnt um að bandaríski eignastýringarsjóðurinn Indigo Partners sem frumkvöðull í lágfargjaldaflugfélögum stofnaði ætlaði sér að fjárfesta í fyrirtækinu. Wow air kennir neikvæðri umfjöllun um fjárhagslega heilsu fyrirtækisins meðal annars um að afkoma þess hafi versnað. Hækkandi eldsneytisverð hafi einnig sett aukinn þrýsting á félagið.Skúli Mogensen fór yfir samkomulagið við Indigo Partners og atburði síðustu vikna í viðtali sem birtist á Vísi fyrr í dag sem sjá má hér fyrir neðan.
WOW Air Tengdar fréttir Skúli fundaði með samgönguráðherra Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. 30. nóvember 2018 15:34 Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Skúli fundaði með samgönguráðherra Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. 30. nóvember 2018 15:34
Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45
WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30