Forstjórar Eimskips og Samskipa með stöðu sakbornings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2018 07:59 Eimskip sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gærkvöldi. Þar kemur fram að félagið hafni öllum ásökunum um brot á samkeppnislögum. vísir/vilhelm Þeir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa á Íslandi, og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. Rannsóknin snýr að meintum brotum á 10. og 11. greinum samkeppnislaga. Hinir mennirnir sem hafa stöðu sakbornings eru þeir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskip Logistics, og Bragi Þór Marinósson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og vísað í tilkynningu sem Eimskip sendi kauphöllinni í gærkvöldi. Fóru til skýrslutöku fyrr í mánuðinum Í tilkynningunni er það rifjað upp að í september 2013 fór Samkeppniseftirlitið í húsleitir á starfsstöðvum Samskipa og Eimskips. Segir í tilkynningu Eimskips að frá þeim tíma hafi fyrirtækið ítrekað óskað eftir upplýsingum um grundvöll málsins en með takmörkuðum árangri. Sem fyrr hafnar félagið ásökunum um að það hafi brotið gegn samkeppnislögum. Fyrr í þessum mánuði fóru síðan forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara og fengu stöðu sakbornings þann sama dag: „Þann 11. maí sl., fóru forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs félagsins til skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara og fengu báðir stöðu sakbornings þann sama dag. Eins og áður hefur félagið takmarkaðar upplýsingar um grundvöll stjórnsýslumálsins sem varðar ætluð brot gegn 10. gr. og 11. gr. samkeppnislaga, en rannsókn héraðssaksóknara varðar 10. gr. samkeppnislaga og miðar að því hvort ólögmætt samráð um verð eða skiptingu markaða hafi átt sér stað. Framangreindir starfsmenn hafa óskað eftir afriti gagna sem ekki hefur borist. Félagið sjálft hefur ekki fengið gögn í hendur um málið. Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem félaginu eru kunnar um sakarefni málsins, hafnar félagið sem fyrr ásökunum um að hafa gerst brotlegt gegn ákvæðum samkeppnislaga. Það er von félagsins að rannsókninni fari senn að ljúka og fagnar því, nú næstum fimm árum síðar, að loksins virðist sem skriður sé kominn á rannsókn málsins.“ Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Lögreglumál Skipaflutningar Samkeppnismál Tengdar fréttir Eimskip og Samskip sek um samráð í Hollandi Tóku þátt í samráði með tveimur öðrum fyrirtækjum og hafa þau verið sektuð um háar fjárhæðir. 23. mars 2016 16:22 Eimskip og Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip og Eimskip koma því á framfæri að félögin vísa bæði á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram. 15. október 2014 11:11 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Þeir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa á Íslandi, og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. Rannsóknin snýr að meintum brotum á 10. og 11. greinum samkeppnislaga. Hinir mennirnir sem hafa stöðu sakbornings eru þeir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskip Logistics, og Bragi Þór Marinósson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og vísað í tilkynningu sem Eimskip sendi kauphöllinni í gærkvöldi. Fóru til skýrslutöku fyrr í mánuðinum Í tilkynningunni er það rifjað upp að í september 2013 fór Samkeppniseftirlitið í húsleitir á starfsstöðvum Samskipa og Eimskips. Segir í tilkynningu Eimskips að frá þeim tíma hafi fyrirtækið ítrekað óskað eftir upplýsingum um grundvöll málsins en með takmörkuðum árangri. Sem fyrr hafnar félagið ásökunum um að það hafi brotið gegn samkeppnislögum. Fyrr í þessum mánuði fóru síðan forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara og fengu stöðu sakbornings þann sama dag: „Þann 11. maí sl., fóru forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs félagsins til skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara og fengu báðir stöðu sakbornings þann sama dag. Eins og áður hefur félagið takmarkaðar upplýsingar um grundvöll stjórnsýslumálsins sem varðar ætluð brot gegn 10. gr. og 11. gr. samkeppnislaga, en rannsókn héraðssaksóknara varðar 10. gr. samkeppnislaga og miðar að því hvort ólögmætt samráð um verð eða skiptingu markaða hafi átt sér stað. Framangreindir starfsmenn hafa óskað eftir afriti gagna sem ekki hefur borist. Félagið sjálft hefur ekki fengið gögn í hendur um málið. Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem félaginu eru kunnar um sakarefni málsins, hafnar félagið sem fyrr ásökunum um að hafa gerst brotlegt gegn ákvæðum samkeppnislaga. Það er von félagsins að rannsókninni fari senn að ljúka og fagnar því, nú næstum fimm árum síðar, að loksins virðist sem skriður sé kominn á rannsókn málsins.“
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Lögreglumál Skipaflutningar Samkeppnismál Tengdar fréttir Eimskip og Samskip sek um samráð í Hollandi Tóku þátt í samráði með tveimur öðrum fyrirtækjum og hafa þau verið sektuð um háar fjárhæðir. 23. mars 2016 16:22 Eimskip og Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip og Eimskip koma því á framfæri að félögin vísa bæði á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram. 15. október 2014 11:11 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Eimskip og Samskip sek um samráð í Hollandi Tóku þátt í samráði með tveimur öðrum fyrirtækjum og hafa þau verið sektuð um háar fjárhæðir. 23. mars 2016 16:22
Eimskip og Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip og Eimskip koma því á framfæri að félögin vísa bæði á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram. 15. október 2014 11:11