Guðbjörg Matthíasdóttir greiddi sér 3,2 milljarða í arð úr félagi sínu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. júlí 2018 06:00 Guðbjörg M. Matthíasdóttir á ársfundi LÍÚ á sínum tíma. VISIR/ANTON ÍV fjárfestingafélag ehf., eigandi Ísfélags Vestmannaeyja eins stærsta útgerðarfélags landsins, greiddi út rúma 3,2 milljarða króna í arð til eiganda síns í fyrra. Fjárfestingafélagið er í eigu Fram ehf. sem aftur er að langstærstum hluta í eigu athafnakonunnar Guðbjargar M. Matthíasdóttur. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi ÍV fjárfestingafélags fyrir árið 2017. Félagið skilaði ríflega 630 milljóna króna hagnaði og eigið fé þess nam í árslok 2017 ríflega 13,6 milljörðum króna. Helsta og svo til eina eign þess er ríflega 80 prósenta hlutur í útgerðarfélaginu Ísfélagi Vestmannaeyja. Í síðasta mánuði var greint frá því að Ísfélag Vestmannaeyja hefði skilað 4,2 milljóna dala hagnaði, jafnvirði 440 milljóna króna, á síðasta ári. Það reyndist nokkur samdráttur frá fyrra ári þegar hagnaðurinn nam 16,7 milljónum en neikvæður gengismunur upp á nærri 9 milljónir dala litaði afkomuna. Útgerðarfélagið greiddi þó alls 15 milljónir dala, um 1,6 milljarða króna, í arð til hluthafa í fyrra. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa í umræðunni um frumvarp um lækkun veiðigjalds, sem fyrr, kvartað undan skaðsemi gjaldanna á reksturinn samhliða lakari afkomu, miklum kostnaðarhækkunum og sterkara gengi. Ekki tókst að afgreiða frumvarpið sem vakti hörð viðbrögð þegar það kom fram. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir erfitt að búa til meginreglu út frá einu fyrirtæki, sem virðist ekki á vonarvöl þrátt fyrir veiðigjöldin. „Ég held að stóra myndin sé sú að það þarf að halda áfram að reka öflugan sjávarútveg, en það er öllum ljóst að það þarf að borga sanngjarnt auðlindagjald, þannig að þjóðin fái réttmætan arð í sinn hlut,“ segir Þorgerður Katrín. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ísfélag Vestmannaeyja hagnast um 1,3 milljarða Hagnaður Ísfélagsins dregst saman milli ára. 12. október 2016 09:00 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
ÍV fjárfestingafélag ehf., eigandi Ísfélags Vestmannaeyja eins stærsta útgerðarfélags landsins, greiddi út rúma 3,2 milljarða króna í arð til eiganda síns í fyrra. Fjárfestingafélagið er í eigu Fram ehf. sem aftur er að langstærstum hluta í eigu athafnakonunnar Guðbjargar M. Matthíasdóttur. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi ÍV fjárfestingafélags fyrir árið 2017. Félagið skilaði ríflega 630 milljóna króna hagnaði og eigið fé þess nam í árslok 2017 ríflega 13,6 milljörðum króna. Helsta og svo til eina eign þess er ríflega 80 prósenta hlutur í útgerðarfélaginu Ísfélagi Vestmannaeyja. Í síðasta mánuði var greint frá því að Ísfélag Vestmannaeyja hefði skilað 4,2 milljóna dala hagnaði, jafnvirði 440 milljóna króna, á síðasta ári. Það reyndist nokkur samdráttur frá fyrra ári þegar hagnaðurinn nam 16,7 milljónum en neikvæður gengismunur upp á nærri 9 milljónir dala litaði afkomuna. Útgerðarfélagið greiddi þó alls 15 milljónir dala, um 1,6 milljarða króna, í arð til hluthafa í fyrra. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa í umræðunni um frumvarp um lækkun veiðigjalds, sem fyrr, kvartað undan skaðsemi gjaldanna á reksturinn samhliða lakari afkomu, miklum kostnaðarhækkunum og sterkara gengi. Ekki tókst að afgreiða frumvarpið sem vakti hörð viðbrögð þegar það kom fram. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir erfitt að búa til meginreglu út frá einu fyrirtæki, sem virðist ekki á vonarvöl þrátt fyrir veiðigjöldin. „Ég held að stóra myndin sé sú að það þarf að halda áfram að reka öflugan sjávarútveg, en það er öllum ljóst að það þarf að borga sanngjarnt auðlindagjald, þannig að þjóðin fái réttmætan arð í sinn hlut,“ segir Þorgerður Katrín.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ísfélag Vestmannaeyja hagnast um 1,3 milljarða Hagnaður Ísfélagsins dregst saman milli ára. 12. október 2016 09:00 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Ísfélag Vestmannaeyja hagnast um 1,3 milljarða Hagnaður Ísfélagsins dregst saman milli ára. 12. október 2016 09:00