NBA: Vinirnir LeBron James og Dwyane Wade frábærir í sigrum sinna liða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 07:30 LeBron James og Dwyane Wade. Vísir/Getty LeBron James og Dwyane Wade eru miklir vinir og þeir voru liðsfélagar í vetur eða þar til að Cleveland Cavaliers skipti Wade til Miami Heat á dögunum. Þeir félagar voru báðir magnaðir í sigurleikjum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.LeBron James var með þrennu í 129-123 sigri Cleveland Cavaliers á Brooklyn Nets. James skoraði 31 stig en var einnig með 12 fráköst og 11 stoðsendingar. Þetta var tólfta þrenna hans á tímabilinu og sú 67. á ferlinum. James varð í nótt einnig fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem nær að skora 30 þúsund stig, taka 8 þúsund fráköst og gefa 8 þúsund stoðsendingar. Stoðsending númer átta þúsund kom í leiknum á móti Brooklyn Nets. Leikurinn var mjög spennandi allt til loka. Karfa Rodney Hood og víti að auki kom Cleveland yfir í 123-121 þegar 40 sekúndur voru eftir og þeir LeBron James og George Hill kláruðu síðan leikinn með því að hitta úr tveimur vítaskotum hvor á síðustu sextán sekúndunum.Dwyane Wade skoraði 27 stig, það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu, þegar Miami Heat vann 102-101 endurkomusigur á Philadelphia 76ers. Wade skoraði sigurkörfuna 5,9 sekúndum fyrir leikslok en það var eina forysta Miami í fjórða leikhlutanum. Philadelphia átti engin svör við Wade í lokin en hann skoraði fimmtán af síðustu sautján stigum Miami liðsins í leiknum. „Það er eitthvað við Dwyane Wade þegar hann klæðir sig í Miami Heat treyjuna og spilar fyrir framan þessa stuðnningsmenn,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. „D-Wade var magnaður í lokin,“ sagði JJ Redick, leikmaður Philadelphia. Goran Dragic skoraði 21 stig, Tyler Johnson var með 16 stig og Hassan Whiteside skoraði 15 stig og tók 11 fráköst. Joel Embiid var með 23 stig fyrir Philadelphia og Dario Saric bætti við 21 stigi.Úrslitin úr leikjum NBA í nótt: Denver Nuggets - Los Angeles Clippers 120-122 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 116-99 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 104-107 Miami Heat - Philadelphia 76ers 102-101 Charlotte Hornets - Chicago Bulls 118-103 Cleveland Cavaliers - Brooklyn Nets 129-123 NBA Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
LeBron James og Dwyane Wade eru miklir vinir og þeir voru liðsfélagar í vetur eða þar til að Cleveland Cavaliers skipti Wade til Miami Heat á dögunum. Þeir félagar voru báðir magnaðir í sigurleikjum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.LeBron James var með þrennu í 129-123 sigri Cleveland Cavaliers á Brooklyn Nets. James skoraði 31 stig en var einnig með 12 fráköst og 11 stoðsendingar. Þetta var tólfta þrenna hans á tímabilinu og sú 67. á ferlinum. James varð í nótt einnig fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem nær að skora 30 þúsund stig, taka 8 þúsund fráköst og gefa 8 þúsund stoðsendingar. Stoðsending númer átta þúsund kom í leiknum á móti Brooklyn Nets. Leikurinn var mjög spennandi allt til loka. Karfa Rodney Hood og víti að auki kom Cleveland yfir í 123-121 þegar 40 sekúndur voru eftir og þeir LeBron James og George Hill kláruðu síðan leikinn með því að hitta úr tveimur vítaskotum hvor á síðustu sextán sekúndunum.Dwyane Wade skoraði 27 stig, það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu, þegar Miami Heat vann 102-101 endurkomusigur á Philadelphia 76ers. Wade skoraði sigurkörfuna 5,9 sekúndum fyrir leikslok en það var eina forysta Miami í fjórða leikhlutanum. Philadelphia átti engin svör við Wade í lokin en hann skoraði fimmtán af síðustu sautján stigum Miami liðsins í leiknum. „Það er eitthvað við Dwyane Wade þegar hann klæðir sig í Miami Heat treyjuna og spilar fyrir framan þessa stuðnningsmenn,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. „D-Wade var magnaður í lokin,“ sagði JJ Redick, leikmaður Philadelphia. Goran Dragic skoraði 21 stig, Tyler Johnson var með 16 stig og Hassan Whiteside skoraði 15 stig og tók 11 fráköst. Joel Embiid var með 23 stig fyrir Philadelphia og Dario Saric bætti við 21 stigi.Úrslitin úr leikjum NBA í nótt: Denver Nuggets - Los Angeles Clippers 120-122 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 116-99 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 104-107 Miami Heat - Philadelphia 76ers 102-101 Charlotte Hornets - Chicago Bulls 118-103 Cleveland Cavaliers - Brooklyn Nets 129-123
NBA Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira