Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. maí 2018 05:30 Atlantsolía keyrir niður eldsneytisverð sitt í Kaplakrika og boðar lægsta verð landsins. Er lifandi markaður, segir fulltrúi Atlantsolíu. Vísir/Stefán „Við afnemum alla afslætti og bjóðum upp á lægsta eldsneytisverð á landinu, án nokkurra skilyrða,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu. Verðstríð gæti verið í vændum en Atlantsolía mun frá og með deginum í dag keyra niður verðið á bensíni og dísilolíu á afgreiðslustöð sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þá verður verðið nákvæmlega sama og það var í gær hjá Costco í Kauptúni. Bensínlítrinn fer úr 211,9 krónum, miðað við lítraverð í gærmorgun, niður í 189,9 krónur sem gerir lækkun um 22 krónur eða 10,4 prósent. Dísillítrinn fer úr 204,3 krónum í 182,9 krónur, sem gerir lækkun um 21,4 krónur eða 10,5 prósent. Rakel bendir á að ólíkt Costco þurfi ekki að framvísa meðlimakorti, allir séu velkomnir, stöðin í Kaplakrika sé opin allan sólarhringinn og hægt sé að greiða með dælulykli Atlantsolíu eða greiðslukorti. Allir muni fá sama strípaða verðið. „Þetta er bara gert af samkeppnisástæðum. Við höfum alltaf reynt að hafa það að stefnu okkar að bjóða samkeppnishæf verð og þetta er liður í því.“Costco kom með lægra eldsneytisverð inn á íslenska markaðinn í fyrra. Nú gæti verðstríð í fæðingu.vísir/ernirAðspurð hvort þetta svigrúm hafi alltaf verið til staðar og hvað hafi breyst segir Rakel í raun ekkert hafa breyst. „Við höfum alltaf reynt að vera á tánum og fylgjast með hvað er að gerast á markaðnum. Það er engum blöðum um það að fletta að það er samkeppnisaðili þarna í nágrenni við okkur, en það breytir ekki því að við teljum okkur hafa svigrúm til að bjóða öllum þetta verð, núna, á þessari stöð án meðlimagjalda eða sérstakrar skráningar. Þessi staðsetning, í Kaplakrika, er valin því hún er miðsvæðis með tilliti til stórhöfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Vonandi er þetta góð viðbót og klárlega hagsbót fyrir neytendur.“ Costco hefur tekið drjúgan skerf eldsneytismarkaðarins til sín frá opnun með lægra verði en lengi hefur sést á Íslandi. Markar þetta upphafið að verðstríði og búast forsvarsmenn Atlantsolíu við að önnur olíufélög fylgi þeirra fordæmi? „Þetta er lifandi markaður og mörgum breytum háður. Ég get ekki tjáð mig um það, en við erum spennt að sjá hvernig neytendur taka þessari nýjung okkar. Það verður að koma í ljós hvað samkeppnisaðilar okkar gera.“ Birtist í Fréttablaðinu Costco Samgöngur Tengdar fréttir Neytendur spara milljarða í eldsneytisútgjöldum vegna innkomu Costco Hefur sparað neytendum 3,5 milljarða króna á einu ári eða um 10.300 krónur á hvern íbúa á Íslandi. 14. nóvember 2017 11:04 Costco-bensínið er lyfleysa Hinn meinti eldsneytissparnaður sem kaupendur Costco-bensíns greina frá á samfélagsmiðlum er tilkominn vegna annarra þátta en eldsneytisins sjálfs. 29. júní 2017 10:30 Eldsneytisverð hvergi hærra en hér á landi Í upphafi árs er verð á eldsneyti hvergi hærra en hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir álagningu og opinberar álögur þurfa að lækka. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir opinber gjöld stuðla að lakari samkeppni. 9. janúar 2018 08:00 Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
„Við afnemum alla afslætti og bjóðum upp á lægsta eldsneytisverð á landinu, án nokkurra skilyrða,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu. Verðstríð gæti verið í vændum en Atlantsolía mun frá og með deginum í dag keyra niður verðið á bensíni og dísilolíu á afgreiðslustöð sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þá verður verðið nákvæmlega sama og það var í gær hjá Costco í Kauptúni. Bensínlítrinn fer úr 211,9 krónum, miðað við lítraverð í gærmorgun, niður í 189,9 krónur sem gerir lækkun um 22 krónur eða 10,4 prósent. Dísillítrinn fer úr 204,3 krónum í 182,9 krónur, sem gerir lækkun um 21,4 krónur eða 10,5 prósent. Rakel bendir á að ólíkt Costco þurfi ekki að framvísa meðlimakorti, allir séu velkomnir, stöðin í Kaplakrika sé opin allan sólarhringinn og hægt sé að greiða með dælulykli Atlantsolíu eða greiðslukorti. Allir muni fá sama strípaða verðið. „Þetta er bara gert af samkeppnisástæðum. Við höfum alltaf reynt að hafa það að stefnu okkar að bjóða samkeppnishæf verð og þetta er liður í því.“Costco kom með lægra eldsneytisverð inn á íslenska markaðinn í fyrra. Nú gæti verðstríð í fæðingu.vísir/ernirAðspurð hvort þetta svigrúm hafi alltaf verið til staðar og hvað hafi breyst segir Rakel í raun ekkert hafa breyst. „Við höfum alltaf reynt að vera á tánum og fylgjast með hvað er að gerast á markaðnum. Það er engum blöðum um það að fletta að það er samkeppnisaðili þarna í nágrenni við okkur, en það breytir ekki því að við teljum okkur hafa svigrúm til að bjóða öllum þetta verð, núna, á þessari stöð án meðlimagjalda eða sérstakrar skráningar. Þessi staðsetning, í Kaplakrika, er valin því hún er miðsvæðis með tilliti til stórhöfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Vonandi er þetta góð viðbót og klárlega hagsbót fyrir neytendur.“ Costco hefur tekið drjúgan skerf eldsneytismarkaðarins til sín frá opnun með lægra verði en lengi hefur sést á Íslandi. Markar þetta upphafið að verðstríði og búast forsvarsmenn Atlantsolíu við að önnur olíufélög fylgi þeirra fordæmi? „Þetta er lifandi markaður og mörgum breytum háður. Ég get ekki tjáð mig um það, en við erum spennt að sjá hvernig neytendur taka þessari nýjung okkar. Það verður að koma í ljós hvað samkeppnisaðilar okkar gera.“
Birtist í Fréttablaðinu Costco Samgöngur Tengdar fréttir Neytendur spara milljarða í eldsneytisútgjöldum vegna innkomu Costco Hefur sparað neytendum 3,5 milljarða króna á einu ári eða um 10.300 krónur á hvern íbúa á Íslandi. 14. nóvember 2017 11:04 Costco-bensínið er lyfleysa Hinn meinti eldsneytissparnaður sem kaupendur Costco-bensíns greina frá á samfélagsmiðlum er tilkominn vegna annarra þátta en eldsneytisins sjálfs. 29. júní 2017 10:30 Eldsneytisverð hvergi hærra en hér á landi Í upphafi árs er verð á eldsneyti hvergi hærra en hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir álagningu og opinberar álögur þurfa að lækka. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir opinber gjöld stuðla að lakari samkeppni. 9. janúar 2018 08:00 Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Neytendur spara milljarða í eldsneytisútgjöldum vegna innkomu Costco Hefur sparað neytendum 3,5 milljarða króna á einu ári eða um 10.300 krónur á hvern íbúa á Íslandi. 14. nóvember 2017 11:04
Costco-bensínið er lyfleysa Hinn meinti eldsneytissparnaður sem kaupendur Costco-bensíns greina frá á samfélagsmiðlum er tilkominn vegna annarra þátta en eldsneytisins sjálfs. 29. júní 2017 10:30
Eldsneytisverð hvergi hærra en hér á landi Í upphafi árs er verð á eldsneyti hvergi hærra en hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir álagningu og opinberar álögur þurfa að lækka. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir opinber gjöld stuðla að lakari samkeppni. 9. janúar 2018 08:00