Thompson skoraði 52 stig í sigri Warriors á Chicago Bulls. Það sem meira er að þá setti hann niður fjórtán þriggja stiga körfur. Það er met í NBA-deildinni. Hann þurfti aðeins 26 mínútur og 24 skot til þess að ná þessu meti. Bilun.
Liðsfélagi hans, Stephen Curry, átti gamla metið sem var þrettán þriggja stiga körfur og sett í nóvember árið 2016.
„Ég var á nálum því í hvert skipti sem met er í sjónmáli þá verður maður stressaður. Ég er svo heppinn að spila með þessum gaurum. Þetta var kvöld sem ég gleymi aldrei,“ sagði Thompson sem jafnaði metið í þriðja leikhluta og bætti það svo er fimm mínútur voru eftir af leiknum.
Klay Thompson (52 PTS) ERUPTS for the @warriors, knocking down an #NBA RECORD 14 3-pointers! #DubNation#KiaTipOff18pic.twitter.com/8ZWIVd8HBt
— NBA (@NBA) October 30, 2018
Curry á metið yfir flestar þriggja stiga körfur á einu tímabili en hann skoraði 402 slíkar leiktíðina 2015-16. Við skulum svo ekki útiloka að hann taki þetta met aftur af Thompson fyrir jól.