Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Þórdís Valsdóttir skrifar 3. mars 2018 22:14 Donald Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum. Vísir/AFP Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. Hann segir að löndin hafi notfært sér Bandaríkin um áraraðir vegna „heimskulegra“ verslunarsamninga. BBC greinir frá. Viðskiptadeilur hófust á fimmtudaginn þegar Trump ákvað að setja 25 prósenta verndartolla á innflutt stál og tíu prósent á innflutt ál. Ringulreið ríkti um ákvörðun Trump og hugmyndin er sögð hafa valdið miklum deilum innan Hvíta Hússins. Þá sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að mótaðgerðir verði kynntar á næstu dögum til að bregðast við ákvörðun hans og BBC greinir frá því að mögulega verði brugðist við með því að setja 25 prósenta innflutningstolla á vörur sem fluttar eru inn frá Bandaríkjunum. Trump tjáir sig um málið á Twitter síðu sinni, líkt og oft áður. „Ef ESB vill hækka himinháu tollana sem þeir leggja á bandarísk félög sem stunda viðskipti þar þá munum við einfaldlega leggja skatt á bílana þeirra sem hellast óhindrað til Bandaríkjanna.“If the E.U. wants to further increase their already massive tariffs and barriers on U.S. companies doing business there, we will simply apply a Tax on their Cars which freely pour into the U.S. They make it impossible for our cars (and more) to sell there. Big trade imbalance!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2018 Bandaríkin flytja inn bíla frá Evrópusambandsríkjum í stórum stíl en 25 prósent bílaflota Bandaríkjanna árið 2016 var frá Evrópusambandsríkjum. Þýskaland framleiðir um helming þeirra bíla sem fluttir eru frá Evrópusambandsríkjum svo ljóst þykir að skatturinn myndi hafa gríðarleg áhrif á bílaframleiðslu þar. Donald Trump Tengdar fréttir Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. Hann segir að löndin hafi notfært sér Bandaríkin um áraraðir vegna „heimskulegra“ verslunarsamninga. BBC greinir frá. Viðskiptadeilur hófust á fimmtudaginn þegar Trump ákvað að setja 25 prósenta verndartolla á innflutt stál og tíu prósent á innflutt ál. Ringulreið ríkti um ákvörðun Trump og hugmyndin er sögð hafa valdið miklum deilum innan Hvíta Hússins. Þá sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að mótaðgerðir verði kynntar á næstu dögum til að bregðast við ákvörðun hans og BBC greinir frá því að mögulega verði brugðist við með því að setja 25 prósenta innflutningstolla á vörur sem fluttar eru inn frá Bandaríkjunum. Trump tjáir sig um málið á Twitter síðu sinni, líkt og oft áður. „Ef ESB vill hækka himinháu tollana sem þeir leggja á bandarísk félög sem stunda viðskipti þar þá munum við einfaldlega leggja skatt á bílana þeirra sem hellast óhindrað til Bandaríkjanna.“If the E.U. wants to further increase their already massive tariffs and barriers on U.S. companies doing business there, we will simply apply a Tax on their Cars which freely pour into the U.S. They make it impossible for our cars (and more) to sell there. Big trade imbalance!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2018 Bandaríkin flytja inn bíla frá Evrópusambandsríkjum í stórum stíl en 25 prósent bílaflota Bandaríkjanna árið 2016 var frá Evrópusambandsríkjum. Þýskaland framleiðir um helming þeirra bíla sem fluttir eru frá Evrópusambandsríkjum svo ljóst þykir að skatturinn myndi hafa gríðarleg áhrif á bílaframleiðslu þar.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00
ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58
Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20