Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. júní 2018 06:00 Jón Gerald Sullenberger er stofnandi og framkvæmdastjóri Kosts, sem lokaði í fyrra. Vísir/Stefán Skiptastjóri í þrotabúi félagsins 12.12.2017, áður Kosts, hefur höfðað mál á hendur félagi í eigu Jóns Geralds Sullenberger, fyrrverandi eiganda matvöruverslunarinnar, til riftunar á allt að 14 milljóna króna greiðslum Kosts til umrædds félags. Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. Skiptastjórinn, Arnar Þór Stefánsson einn eigenda LEX lögmannsstofu, hefur stefnt annars vegar umræddu félagi Jóns, hinu bandaríska Nordica Inc., og krafist riftunar og endurgreiðslu á greiðslunum og hins vegar félaginu og Jóni Geraldi saman og krafist skaðabóta að fjárhæð 13,6 milljónir króna auk vaxta. Í stefnunni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er tekið fram að greiðslurnar hafi verið inntar af hendi bæði á sama degi og eftir að tollstjóri lagði fram beiðni um gjaldþrotaskipti á hendur Kosti. Konráð Jónsson, lögmaður Jóns Geralds og Nordica, segir í samtali við Markaðinn að umbjóðandi hans muni krefjast sýknu af kröfum þrotabúsins. Hann bendir á að þeir hafi nýverið fengið stefnu og gögn í hendur og eigi eftir að skila greinargerð. Þar muni málsástæður stefndu koma fram.Sjá einnig: „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ Konráð nefnir að Nordica hafi verið stærsti birgir Kosts og gefið út reikninga fyrir þeim vörum sem félagið seldi í matvöruversluninni. Um hafi verið að ræða greiðslur á þeim reikningnum. „Að mati umbjóðanda míns var ekkert óeðlilegt við þær greiðslur. Það var ekki nein hugmynd um að það væri komin fram krafa um gjaldþrotaskipti þegar þessar greiðslur áttu sér stað í janúar, enda höfðu engar boðanir um slíkt verið birtar umbjóðanda mínum, Jóni Gerald,“ segir Konráð. Aðspurður segist skiptastjórinn lítið vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Hann staðfestir þó að farið hafi verið fram á riftun og endurgreiðslu á umræddum greiðslum og auk þess skaðabætur úr hendi Jóns Geralds. „Háar fjárhæðir voru greiddar úr félaginu eftir að rekstri þess lauk til annars félags í eigu Jóns upp í um ársgamla reikninga. Á meðan sat fjöldi annarra kröfuhafa, þar á meðal starfsfólk, eftir með ógreiddar kröfur. Í slíkum tilfellum gera gjaldþrotaskiptalögin ráð fyrir því að skiptastjóra beri að rifta slíkum greiðslum og krefjast þá endurgreiðslu þeirra úr hendi þess félags sem tók við greiðslunum,“ nefnir Arnar Þór. Verslun Kosts í Kópavogi var lokað 12. desember síðastliðinn eftir ríflega átta ára rekstur. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14 Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Skiptastjóri í þrotabúi félagsins 12.12.2017, áður Kosts, hefur höfðað mál á hendur félagi í eigu Jóns Geralds Sullenberger, fyrrverandi eiganda matvöruverslunarinnar, til riftunar á allt að 14 milljóna króna greiðslum Kosts til umrædds félags. Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. Skiptastjórinn, Arnar Þór Stefánsson einn eigenda LEX lögmannsstofu, hefur stefnt annars vegar umræddu félagi Jóns, hinu bandaríska Nordica Inc., og krafist riftunar og endurgreiðslu á greiðslunum og hins vegar félaginu og Jóni Geraldi saman og krafist skaðabóta að fjárhæð 13,6 milljónir króna auk vaxta. Í stefnunni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er tekið fram að greiðslurnar hafi verið inntar af hendi bæði á sama degi og eftir að tollstjóri lagði fram beiðni um gjaldþrotaskipti á hendur Kosti. Konráð Jónsson, lögmaður Jóns Geralds og Nordica, segir í samtali við Markaðinn að umbjóðandi hans muni krefjast sýknu af kröfum þrotabúsins. Hann bendir á að þeir hafi nýverið fengið stefnu og gögn í hendur og eigi eftir að skila greinargerð. Þar muni málsástæður stefndu koma fram.Sjá einnig: „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ Konráð nefnir að Nordica hafi verið stærsti birgir Kosts og gefið út reikninga fyrir þeim vörum sem félagið seldi í matvöruversluninni. Um hafi verið að ræða greiðslur á þeim reikningnum. „Að mati umbjóðanda míns var ekkert óeðlilegt við þær greiðslur. Það var ekki nein hugmynd um að það væri komin fram krafa um gjaldþrotaskipti þegar þessar greiðslur áttu sér stað í janúar, enda höfðu engar boðanir um slíkt verið birtar umbjóðanda mínum, Jóni Gerald,“ segir Konráð. Aðspurður segist skiptastjórinn lítið vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Hann staðfestir þó að farið hafi verið fram á riftun og endurgreiðslu á umræddum greiðslum og auk þess skaðabætur úr hendi Jóns Geralds. „Háar fjárhæðir voru greiddar úr félaginu eftir að rekstri þess lauk til annars félags í eigu Jóns upp í um ársgamla reikninga. Á meðan sat fjöldi annarra kröfuhafa, þar á meðal starfsfólk, eftir með ógreiddar kröfur. Í slíkum tilfellum gera gjaldþrotaskiptalögin ráð fyrir því að skiptastjóra beri að rifta slíkum greiðslum og krefjast þá endurgreiðslu þeirra úr hendi þess félags sem tók við greiðslunum,“ nefnir Arnar Þór. Verslun Kosts í Kópavogi var lokað 12. desember síðastliðinn eftir ríflega átta ára rekstur.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14 Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
„Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45
Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14
Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00