NBA: Gríska fríkið sagðist hafa hugsað um LeBron í sturtunni eftir leik og komist að einu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2018 07:30 Giannis Antetokounmpo og LeBron James í leiknum í nótt. Vísir/Getty LeBron James átti enn einn stórleikinn með liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðsins eftir að þjálfari þess tók sér frí vegna veikinda. NBA-meistarar léku án þriggja lykilmanna, misstu þann fjórða meiddan af velli og náðu aðeins að skora 75 stig í tapi. LeBron James var með 40 stig og þrennu þegar Cleveland Cavaliers vann 124-117 sigur á Milwaukee Bucks en Tyronn Lue gat ekki stýrt Cavaliers liðinu vegna veikinda. LeBron James skoraði 17 af stigum sínum í þriðja leikhluta en hann var með 12 fráköst og 10 stoðsendingar sem skiluðu honum sextándu þrennu hans á leiktíðinni. Þetta var ennfremur þriðja þrenna hans í síðustu fjórum leikjum. LeBron James nýtti það á réttan hátt þegar hann fékk ekki dæmdar augljósar villur í byrjun þriðja leikhlutans. Í stað þess að missa sig í mótmælum þá skipti hann í túrbú-gírinn og tók algjörlega yfir leikinn. Kevin Love snéri aftur í Cleveland liðið eftir að hafa verið í sex vikur frá vegna handarbrots. Love stóð sig vel og skoraði 18 stig á 25 mínútum. Gríska fríkið Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig í leiknum en viðurkenndi eitt eftir leik. „Ég var að tala við sjálfan mig í sturtunni eftir leikinn og spyrja hvað ég gerði rangt. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem skorar 40 stig á mig,“ sagði Antetokounmpo og bætti við: „LeBron er besti körfuboltamaður í heimi.“LaMarcus Aldridge skoraði 33 stig og tók 12 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 89-75 sigur á meisturum Golden State Warriors. Það fylgir reyndar sögunni að Golden State Warriors lék án þeirra Stephen Curry, Kevin Durant og Klay Thompson auk þess sem Draymond Green meiddist í öðrum leikhlutanum. Spurs hefur leikið án stórstjörnunnar Kawhi Leonard mesta hluta tímabilsins og svo var einnig í nótt. Quinn Cook var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig, Kevon Looney skoraði 12 stig og þeir Andre Iguodala og Nick Young voru báðir með 10 stig. James Johnson skoraði 31 stig og Kelly Olynyk kom með 30 stig inn af bekknum þegar Miami Heat vann 149-141 sigur á Denver Nuggets í tvíframlengdum leik. Þetta er það mesta sem lið Miami Heat hefur skorað í einum leik í sögunni og það mesta sem lið hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Houston Rockets og Oklahoma City Thunder höfðu skorað mest áður 148 stig. Wayne Ellington skoraði 29 stig fyrir Miami sem lék án bæði Dwyane Wade og Hassan Whiteside. Nikola Jokic skoraði mest fyrir Denver eða 34 stig.Joel Embiid var með 25 stig og 19 fráköst og nýliðinn Ben Simmons var með þrennu (11 stig, 12 fráköst og 15 stoðsendingar) þegar Philadelphia 76ers vann 108-104 sigur á Charlotte Hornets.Úrslitin úr öllum leikjum NBA í nótt: Sacramento Kings - Detroit Pistons 90-106 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 89-75 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 118-115 Miami Heat - Denver Nuggets 149-141 (118 -118) New York Knicks - Chicago Bulls 110-92 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 124-117 Indiana Pacers - Los Angeles Lakers 110-100 Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 108-94 NBA Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Sjá meira
LeBron James átti enn einn stórleikinn með liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðsins eftir að þjálfari þess tók sér frí vegna veikinda. NBA-meistarar léku án þriggja lykilmanna, misstu þann fjórða meiddan af velli og náðu aðeins að skora 75 stig í tapi. LeBron James var með 40 stig og þrennu þegar Cleveland Cavaliers vann 124-117 sigur á Milwaukee Bucks en Tyronn Lue gat ekki stýrt Cavaliers liðinu vegna veikinda. LeBron James skoraði 17 af stigum sínum í þriðja leikhluta en hann var með 12 fráköst og 10 stoðsendingar sem skiluðu honum sextándu þrennu hans á leiktíðinni. Þetta var ennfremur þriðja þrenna hans í síðustu fjórum leikjum. LeBron James nýtti það á réttan hátt þegar hann fékk ekki dæmdar augljósar villur í byrjun þriðja leikhlutans. Í stað þess að missa sig í mótmælum þá skipti hann í túrbú-gírinn og tók algjörlega yfir leikinn. Kevin Love snéri aftur í Cleveland liðið eftir að hafa verið í sex vikur frá vegna handarbrots. Love stóð sig vel og skoraði 18 stig á 25 mínútum. Gríska fríkið Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig í leiknum en viðurkenndi eitt eftir leik. „Ég var að tala við sjálfan mig í sturtunni eftir leikinn og spyrja hvað ég gerði rangt. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem skorar 40 stig á mig,“ sagði Antetokounmpo og bætti við: „LeBron er besti körfuboltamaður í heimi.“LaMarcus Aldridge skoraði 33 stig og tók 12 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 89-75 sigur á meisturum Golden State Warriors. Það fylgir reyndar sögunni að Golden State Warriors lék án þeirra Stephen Curry, Kevin Durant og Klay Thompson auk þess sem Draymond Green meiddist í öðrum leikhlutanum. Spurs hefur leikið án stórstjörnunnar Kawhi Leonard mesta hluta tímabilsins og svo var einnig í nótt. Quinn Cook var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig, Kevon Looney skoraði 12 stig og þeir Andre Iguodala og Nick Young voru báðir með 10 stig. James Johnson skoraði 31 stig og Kelly Olynyk kom með 30 stig inn af bekknum þegar Miami Heat vann 149-141 sigur á Denver Nuggets í tvíframlengdum leik. Þetta er það mesta sem lið Miami Heat hefur skorað í einum leik í sögunni og það mesta sem lið hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Houston Rockets og Oklahoma City Thunder höfðu skorað mest áður 148 stig. Wayne Ellington skoraði 29 stig fyrir Miami sem lék án bæði Dwyane Wade og Hassan Whiteside. Nikola Jokic skoraði mest fyrir Denver eða 34 stig.Joel Embiid var með 25 stig og 19 fráköst og nýliðinn Ben Simmons var með þrennu (11 stig, 12 fráköst og 15 stoðsendingar) þegar Philadelphia 76ers vann 108-104 sigur á Charlotte Hornets.Úrslitin úr öllum leikjum NBA í nótt: Sacramento Kings - Detroit Pistons 90-106 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 89-75 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 118-115 Miami Heat - Denver Nuggets 149-141 (118 -118) New York Knicks - Chicago Bulls 110-92 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 124-117 Indiana Pacers - Los Angeles Lakers 110-100 Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 108-94
NBA Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Sjá meira