98 ára gömul nunna var aðalstjarna háskólaboltans á Twitter um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2018 11:30 Systir Jean Dolores Schmidt talar hér við strákana sína. Vísir/Getty Mikið hefur gengið á í fyrstu tveimur umferðunum í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans og tímabilið hefur endað óvenju snemma hjá mörgum liðum sem ætluðu sér að komast langt í ár. Það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum, mögnuðum sigurkörfum og óvæntum hetjum. Ein af ótrúlegustu hetjunum er hin 98 ára gamla nunna, Systir Jean. Jean er liðsprestur Loyola-Chicago liðsins sem hefur unnið tvo óvænta og dramatíska sigra í 64 og 32 liða úrslitunum. Liðið vann fyrst 64-62 sigur á Miami og svo 63-62 sigur á Tennessee. Næsti mótherji er lið Nevada í sextán liða úrslitunum. Strákarnir í liðinu hafa boðið upp á hetjulega frammistöðu inn á gólfinu en athyglin hefur líka beinst að Systir Jean enda ekki öll lið sem 98 ára gamla konu í svona mikilvægu og stóru hlutverki. Systir Jean hefur vakið svo mikla athygli að hún var aðalstjarnan á Twitter um helgina þegar kom að umfjöllun um úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans.Twitter says the most tweeted about person of the NCAA Tournament this weekend was... 98-year-old Loyola-Chicago chaplain Sister Jean pic.twitter.com/ooFcQDW6YU — Darren Rovell (@darrenrovell) March 19, 2018 Systir Jean Dolores Schmidt biður með strákunum fyrir hvern leik þar sem þeir hópast í kringum hana og hún fer með stutta ræðu. Jean er fædd árið 1919 og lék sjálf körfubolta milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Kvennakörfuboltinn þá var þó spilaður eftir allt öðrum reglum en í dag og Jean var ein af þeim sem mátti aldrei skjóta á körfuna.Sister Jean on becoming a national sensation: “Really, if I can correct you, international.” pic.twitter.com/JQP2Rj0P8S — Lauren Comitor (@laurencomitor) March 18, 2018 Systir Jean hefur hún verið stór hluti af Loyola-Chicago liðinu í meira en tvo áratugi. Í vetur lenti hún hinsvegar í því að mjaðmagrindabrotna og missti af níu leikjum. Jean snéri hinsvegar aftur og síðan þá hafa strákarnir safnast í kringum hjólastólinn hennar fyrir hvern leik. Nú þurfa þeir kannski að fara passa upp á sína konu nú þegar áhuginn er orðinn svona mikill.98-year-old Sister Jean has a bracket but she has Loyola losing in the Sweet Sixteen pic.twitter.com/XPST9lwCic — Bleacher Report (@BleacherReport) March 17, 2018 Körfubolti Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Mikið hefur gengið á í fyrstu tveimur umferðunum í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans og tímabilið hefur endað óvenju snemma hjá mörgum liðum sem ætluðu sér að komast langt í ár. Það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum, mögnuðum sigurkörfum og óvæntum hetjum. Ein af ótrúlegustu hetjunum er hin 98 ára gamla nunna, Systir Jean. Jean er liðsprestur Loyola-Chicago liðsins sem hefur unnið tvo óvænta og dramatíska sigra í 64 og 32 liða úrslitunum. Liðið vann fyrst 64-62 sigur á Miami og svo 63-62 sigur á Tennessee. Næsti mótherji er lið Nevada í sextán liða úrslitunum. Strákarnir í liðinu hafa boðið upp á hetjulega frammistöðu inn á gólfinu en athyglin hefur líka beinst að Systir Jean enda ekki öll lið sem 98 ára gamla konu í svona mikilvægu og stóru hlutverki. Systir Jean hefur vakið svo mikla athygli að hún var aðalstjarnan á Twitter um helgina þegar kom að umfjöllun um úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans.Twitter says the most tweeted about person of the NCAA Tournament this weekend was... 98-year-old Loyola-Chicago chaplain Sister Jean pic.twitter.com/ooFcQDW6YU — Darren Rovell (@darrenrovell) March 19, 2018 Systir Jean Dolores Schmidt biður með strákunum fyrir hvern leik þar sem þeir hópast í kringum hana og hún fer með stutta ræðu. Jean er fædd árið 1919 og lék sjálf körfubolta milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Kvennakörfuboltinn þá var þó spilaður eftir allt öðrum reglum en í dag og Jean var ein af þeim sem mátti aldrei skjóta á körfuna.Sister Jean on becoming a national sensation: “Really, if I can correct you, international.” pic.twitter.com/JQP2Rj0P8S — Lauren Comitor (@laurencomitor) March 18, 2018 Systir Jean hefur hún verið stór hluti af Loyola-Chicago liðinu í meira en tvo áratugi. Í vetur lenti hún hinsvegar í því að mjaðmagrindabrotna og missti af níu leikjum. Jean snéri hinsvegar aftur og síðan þá hafa strákarnir safnast í kringum hjólastólinn hennar fyrir hvern leik. Nú þurfa þeir kannski að fara passa upp á sína konu nú þegar áhuginn er orðinn svona mikill.98-year-old Sister Jean has a bracket but she has Loyola losing in the Sweet Sixteen pic.twitter.com/XPST9lwCic — Bleacher Report (@BleacherReport) March 17, 2018
Körfubolti Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira