Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. apríl 2018 18:30 Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. Fjármálaráð kom fyrir fjárlaganefnd Alþingis í morgun til að fara yfir álitsgerð ráðsins á fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023. Fjármálaráði er ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Ráðið er sjálfstætt í störfum sínum og er því ætlað að leggja mat á hvort fimm ára fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem lög um opinber fjármál kveða á um en þau eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi.Grunngildin fimm höfð að leiðarljósi Fjármálaráð telur að áætlunin sé í samræmi við ákvæði laga um opinber fjármál. Áætlunin beri þess merki að grunngildin fimm hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð hennar í ríkari mæli en áður. Hins vegar telur ráðið að það vanti upplýsingar um aðgerðir sem beri að grípa til ef afkoma ríkissjóðs verður lakari en áætlunin geri ráð fyrir. „Það auðvitað segir sig sjálft að ef áföll verða þá þurfa stjórnvöld að grípa til aðgerða. Það er ein af þeim ábendingum sem við erum með í þessari álitsgerð að það mætti koma skýrt fram hvaða áform séu til staðar ef til áfalla kæmi,“ segir Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs. Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs.Útflutt ferðaþjónusta nemur um 42 prósentum af heildarútflutningi vöru og þjónustu frá Íslandi og er áætlað að gjaldeyristekjur greinarinnar hafi verið um 500 milljarðar króna í fyrra. Er ferðaþjónustan orðin önnur mannaflafrekasta atvinnugrein landsins samkvæmt tölum Hagstofunnar en um 27.400 manns hafa atvinnu af ferðaþjónustu eða tengdum greinum. Í álitsgerð fjármálaráðs segir að samdráttur í ferðaþjónustu gæti haft töluverð áhrif á afkomu hins opinbera, í gegnum minni skattgreiðslur, aukinn kostnað vegna atvinnuleysis, útlánatöp ríkisbanka og versnandi viðskiptajafnaðar. Fjármálaráð gagnrýnir að ekki sé til staðar greining á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera og þeim aðgerðum sem grípa þarf til ef það verður bakslag í greininni. „Í ljósi samspils grunngilda um varfærni og stöðugleika vill fjármálaráð benda á nauðsyn þess að skoða vandlega hugsanleg áhrif samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera. Með mikilvægi ferðaþjónustunnar og óvissu um framvindu hennar í huga er ekki bara eðlilegt heldur nauðsynlegt að framkvæma uppfærða frávikaspá eða eftir atvikum nýja spá þar sem fram koma skýrar forsendur hvað varðar mögulegar breytingar í ferðaþjónustu og hvaða áhrif þær hafa á framvindu afkomunnar hjá hinu opinbera,“ segir í álitsgerðinni. Gunnar Haraldsson segir að fjármálaráð hafi ekki skoðun á því nákvæmlega hvað stjórnvöld eigi að gera ef það verður bakslag í ferðaþjónustu. Hins vegar sé ráðið að kalla eftir lýsingu eða áætlun um aðgerðir til að mæta samdrætti í greininni í ljósi þess hversu þjóðhagslega mikilvæg hún sé. „Við höfum kallað eftir fráviksgreiningum eða sviðsmyndum um hvernig stjórnvöld myndu bregðast við því það er ljóst að þau þyrftu að bregðast við. Það sem við köllum skort á svigrúmi felst í því að stjórnvöld þyrftu að bregðast við með einhverjum ákveðnum hætti ef áföll riðu yfir,“ segir Gunnar. Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira
Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. Fjármálaráð kom fyrir fjárlaganefnd Alþingis í morgun til að fara yfir álitsgerð ráðsins á fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023. Fjármálaráði er ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Ráðið er sjálfstætt í störfum sínum og er því ætlað að leggja mat á hvort fimm ára fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem lög um opinber fjármál kveða á um en þau eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi.Grunngildin fimm höfð að leiðarljósi Fjármálaráð telur að áætlunin sé í samræmi við ákvæði laga um opinber fjármál. Áætlunin beri þess merki að grunngildin fimm hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð hennar í ríkari mæli en áður. Hins vegar telur ráðið að það vanti upplýsingar um aðgerðir sem beri að grípa til ef afkoma ríkissjóðs verður lakari en áætlunin geri ráð fyrir. „Það auðvitað segir sig sjálft að ef áföll verða þá þurfa stjórnvöld að grípa til aðgerða. Það er ein af þeim ábendingum sem við erum með í þessari álitsgerð að það mætti koma skýrt fram hvaða áform séu til staðar ef til áfalla kæmi,“ segir Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs. Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs.Útflutt ferðaþjónusta nemur um 42 prósentum af heildarútflutningi vöru og þjónustu frá Íslandi og er áætlað að gjaldeyristekjur greinarinnar hafi verið um 500 milljarðar króna í fyrra. Er ferðaþjónustan orðin önnur mannaflafrekasta atvinnugrein landsins samkvæmt tölum Hagstofunnar en um 27.400 manns hafa atvinnu af ferðaþjónustu eða tengdum greinum. Í álitsgerð fjármálaráðs segir að samdráttur í ferðaþjónustu gæti haft töluverð áhrif á afkomu hins opinbera, í gegnum minni skattgreiðslur, aukinn kostnað vegna atvinnuleysis, útlánatöp ríkisbanka og versnandi viðskiptajafnaðar. Fjármálaráð gagnrýnir að ekki sé til staðar greining á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera og þeim aðgerðum sem grípa þarf til ef það verður bakslag í greininni. „Í ljósi samspils grunngilda um varfærni og stöðugleika vill fjármálaráð benda á nauðsyn þess að skoða vandlega hugsanleg áhrif samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera. Með mikilvægi ferðaþjónustunnar og óvissu um framvindu hennar í huga er ekki bara eðlilegt heldur nauðsynlegt að framkvæma uppfærða frávikaspá eða eftir atvikum nýja spá þar sem fram koma skýrar forsendur hvað varðar mögulegar breytingar í ferðaþjónustu og hvaða áhrif þær hafa á framvindu afkomunnar hjá hinu opinbera,“ segir í álitsgerðinni. Gunnar Haraldsson segir að fjármálaráð hafi ekki skoðun á því nákvæmlega hvað stjórnvöld eigi að gera ef það verður bakslag í ferðaþjónustu. Hins vegar sé ráðið að kalla eftir lýsingu eða áætlun um aðgerðir til að mæta samdrætti í greininni í ljósi þess hversu þjóðhagslega mikilvæg hún sé. „Við höfum kallað eftir fráviksgreiningum eða sviðsmyndum um hvernig stjórnvöld myndu bregðast við því það er ljóst að þau þyrftu að bregðast við. Það sem við köllum skort á svigrúmi felst í því að stjórnvöld þyrftu að bregðast við með einhverjum ákveðnum hætti ef áföll riðu yfir,“ segir Gunnar.
Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira