Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. apríl 2018 18:30 Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. Fjármálaráð kom fyrir fjárlaganefnd Alþingis í morgun til að fara yfir álitsgerð ráðsins á fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023. Fjármálaráði er ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Ráðið er sjálfstætt í störfum sínum og er því ætlað að leggja mat á hvort fimm ára fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem lög um opinber fjármál kveða á um en þau eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi.Grunngildin fimm höfð að leiðarljósi Fjármálaráð telur að áætlunin sé í samræmi við ákvæði laga um opinber fjármál. Áætlunin beri þess merki að grunngildin fimm hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð hennar í ríkari mæli en áður. Hins vegar telur ráðið að það vanti upplýsingar um aðgerðir sem beri að grípa til ef afkoma ríkissjóðs verður lakari en áætlunin geri ráð fyrir. „Það auðvitað segir sig sjálft að ef áföll verða þá þurfa stjórnvöld að grípa til aðgerða. Það er ein af þeim ábendingum sem við erum með í þessari álitsgerð að það mætti koma skýrt fram hvaða áform séu til staðar ef til áfalla kæmi,“ segir Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs. Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs.Útflutt ferðaþjónusta nemur um 42 prósentum af heildarútflutningi vöru og þjónustu frá Íslandi og er áætlað að gjaldeyristekjur greinarinnar hafi verið um 500 milljarðar króna í fyrra. Er ferðaþjónustan orðin önnur mannaflafrekasta atvinnugrein landsins samkvæmt tölum Hagstofunnar en um 27.400 manns hafa atvinnu af ferðaþjónustu eða tengdum greinum. Í álitsgerð fjármálaráðs segir að samdráttur í ferðaþjónustu gæti haft töluverð áhrif á afkomu hins opinbera, í gegnum minni skattgreiðslur, aukinn kostnað vegna atvinnuleysis, útlánatöp ríkisbanka og versnandi viðskiptajafnaðar. Fjármálaráð gagnrýnir að ekki sé til staðar greining á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera og þeim aðgerðum sem grípa þarf til ef það verður bakslag í greininni. „Í ljósi samspils grunngilda um varfærni og stöðugleika vill fjármálaráð benda á nauðsyn þess að skoða vandlega hugsanleg áhrif samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera. Með mikilvægi ferðaþjónustunnar og óvissu um framvindu hennar í huga er ekki bara eðlilegt heldur nauðsynlegt að framkvæma uppfærða frávikaspá eða eftir atvikum nýja spá þar sem fram koma skýrar forsendur hvað varðar mögulegar breytingar í ferðaþjónustu og hvaða áhrif þær hafa á framvindu afkomunnar hjá hinu opinbera,“ segir í álitsgerðinni. Gunnar Haraldsson segir að fjármálaráð hafi ekki skoðun á því nákvæmlega hvað stjórnvöld eigi að gera ef það verður bakslag í ferðaþjónustu. Hins vegar sé ráðið að kalla eftir lýsingu eða áætlun um aðgerðir til að mæta samdrætti í greininni í ljósi þess hversu þjóðhagslega mikilvæg hún sé. „Við höfum kallað eftir fráviksgreiningum eða sviðsmyndum um hvernig stjórnvöld myndu bregðast við því það er ljóst að þau þyrftu að bregðast við. Það sem við köllum skort á svigrúmi felst í því að stjórnvöld þyrftu að bregðast við með einhverjum ákveðnum hætti ef áföll riðu yfir,“ segir Gunnar. Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. Fjármálaráð kom fyrir fjárlaganefnd Alþingis í morgun til að fara yfir álitsgerð ráðsins á fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023. Fjármálaráði er ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Ráðið er sjálfstætt í störfum sínum og er því ætlað að leggja mat á hvort fimm ára fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem lög um opinber fjármál kveða á um en þau eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi.Grunngildin fimm höfð að leiðarljósi Fjármálaráð telur að áætlunin sé í samræmi við ákvæði laga um opinber fjármál. Áætlunin beri þess merki að grunngildin fimm hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð hennar í ríkari mæli en áður. Hins vegar telur ráðið að það vanti upplýsingar um aðgerðir sem beri að grípa til ef afkoma ríkissjóðs verður lakari en áætlunin geri ráð fyrir. „Það auðvitað segir sig sjálft að ef áföll verða þá þurfa stjórnvöld að grípa til aðgerða. Það er ein af þeim ábendingum sem við erum með í þessari álitsgerð að það mætti koma skýrt fram hvaða áform séu til staðar ef til áfalla kæmi,“ segir Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs. Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs.Útflutt ferðaþjónusta nemur um 42 prósentum af heildarútflutningi vöru og þjónustu frá Íslandi og er áætlað að gjaldeyristekjur greinarinnar hafi verið um 500 milljarðar króna í fyrra. Er ferðaþjónustan orðin önnur mannaflafrekasta atvinnugrein landsins samkvæmt tölum Hagstofunnar en um 27.400 manns hafa atvinnu af ferðaþjónustu eða tengdum greinum. Í álitsgerð fjármálaráðs segir að samdráttur í ferðaþjónustu gæti haft töluverð áhrif á afkomu hins opinbera, í gegnum minni skattgreiðslur, aukinn kostnað vegna atvinnuleysis, útlánatöp ríkisbanka og versnandi viðskiptajafnaðar. Fjármálaráð gagnrýnir að ekki sé til staðar greining á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera og þeim aðgerðum sem grípa þarf til ef það verður bakslag í greininni. „Í ljósi samspils grunngilda um varfærni og stöðugleika vill fjármálaráð benda á nauðsyn þess að skoða vandlega hugsanleg áhrif samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera. Með mikilvægi ferðaþjónustunnar og óvissu um framvindu hennar í huga er ekki bara eðlilegt heldur nauðsynlegt að framkvæma uppfærða frávikaspá eða eftir atvikum nýja spá þar sem fram koma skýrar forsendur hvað varðar mögulegar breytingar í ferðaþjónustu og hvaða áhrif þær hafa á framvindu afkomunnar hjá hinu opinbera,“ segir í álitsgerðinni. Gunnar Haraldsson segir að fjármálaráð hafi ekki skoðun á því nákvæmlega hvað stjórnvöld eigi að gera ef það verður bakslag í ferðaþjónustu. Hins vegar sé ráðið að kalla eftir lýsingu eða áætlun um aðgerðir til að mæta samdrætti í greininni í ljósi þess hversu þjóðhagslega mikilvæg hún sé. „Við höfum kallað eftir fráviksgreiningum eða sviðsmyndum um hvernig stjórnvöld myndu bregðast við því það er ljóst að þau þyrftu að bregðast við. Það sem við köllum skort á svigrúmi felst í því að stjórnvöld þyrftu að bregðast við með einhverjum ákveðnum hætti ef áföll riðu yfir,“ segir Gunnar.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent