Amanda Nunes kláraði Pennington í 5. lotu Pétur Marinó Jónsson skrifar 13. maí 2018 06:02 Vísir/Getty Amanda Nunes varði bantamvigtartitil sinn í aðalbardaga kvöldsins á UFC 224 í nótt. Nunes kláraði bardagann í 5. lotu en þetta var hennar þriðja titilvörn í UFC. UFC 224 fór fram í Ríó í Brasilíu. Amanda Nunes var ekki í miklum vandræðum með Raquel Pennington og kláraði hana með tæknilegu rothöggi í 5. lotu. Pennington vildi hætta eftir 4. lotuna en hornið hjá henni neitaði að hlusta á hana og sendu hana aftur út í 5. lotuna. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd enda var Pennington þegar búin að gefast upp áður en lotan hófst. Með sigrinum hefur Nunes bætt met Rondu Rousey yfir flesta kláraða bardaga í bantamvigt kvenna í UFC eða sjö talsins. Nunes var gráti næst eftir sigurinn og sagði að þetta hefði verið erfiðasti bardagi hennar til þessa þar sem mikill vinskapur er á milli hennar og Pennington. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kelvin Gastelum og Ronaldo ‘Jacare’ Souza í millivigt. Bardaginn var hnífjafn og spennandi en Gastelum endaði á að sigra eftir klofna dómaraákvörðun. Báðir áttu sín augnablik í bardaganum en með sigrinum hefur Gastelum að öllum líkindum tryggt sér titilbardaga í millivigtinni. Bardagakvöldið reyndist vera frábær skemmtun en 11 af 13 bardögum kvöldsins enduðu með rothöggi eða uppgjafartaki. Öll önnur úrslit má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Finnur Amanda Nunes gamla formið? UFC 224 fer fram í kvöld í Ríó de Janeiró í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Amanda Nunes og Raquel Pennington. 12. maí 2018 13:45 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Amanda Nunes varði bantamvigtartitil sinn í aðalbardaga kvöldsins á UFC 224 í nótt. Nunes kláraði bardagann í 5. lotu en þetta var hennar þriðja titilvörn í UFC. UFC 224 fór fram í Ríó í Brasilíu. Amanda Nunes var ekki í miklum vandræðum með Raquel Pennington og kláraði hana með tæknilegu rothöggi í 5. lotu. Pennington vildi hætta eftir 4. lotuna en hornið hjá henni neitaði að hlusta á hana og sendu hana aftur út í 5. lotuna. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd enda var Pennington þegar búin að gefast upp áður en lotan hófst. Með sigrinum hefur Nunes bætt met Rondu Rousey yfir flesta kláraða bardaga í bantamvigt kvenna í UFC eða sjö talsins. Nunes var gráti næst eftir sigurinn og sagði að þetta hefði verið erfiðasti bardagi hennar til þessa þar sem mikill vinskapur er á milli hennar og Pennington. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kelvin Gastelum og Ronaldo ‘Jacare’ Souza í millivigt. Bardaginn var hnífjafn og spennandi en Gastelum endaði á að sigra eftir klofna dómaraákvörðun. Báðir áttu sín augnablik í bardaganum en með sigrinum hefur Gastelum að öllum líkindum tryggt sér titilbardaga í millivigtinni. Bardagakvöldið reyndist vera frábær skemmtun en 11 af 13 bardögum kvöldsins enduðu með rothöggi eða uppgjafartaki. Öll önnur úrslit má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Finnur Amanda Nunes gamla formið? UFC 224 fer fram í kvöld í Ríó de Janeiró í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Amanda Nunes og Raquel Pennington. 12. maí 2018 13:45 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Finnur Amanda Nunes gamla formið? UFC 224 fer fram í kvöld í Ríó de Janeiró í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Amanda Nunes og Raquel Pennington. 12. maí 2018 13:45