Boston keyrði yfir Cavaliers í fyrsta leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. maí 2018 22:10 Marcus Morris var á meðal stigahæstu manna í kvöld Vísir/Getty Boston Celtic tók forystuna í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta gegn Cleveland Cavaliers í kvöld. Sigur Boston var aldrei í hættu og forystan verðskulduð. Gestirnir frá Cleveland komust í þriggja stiga forystu snemma leiks en eftir það sáu þeir vart til sólar allt til endaloka. Boston fór í 17 stiga áhlaup og breytti stöðunni úr 4-7 í 21-7. Aron Baynes kom muninum upp í 20 stig í 29-9 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta og þegar honum lauk var Boston með tvöfalt fleiri stig en Cleveland, staðan 18-36. Munurinn hélst við 20 stigin í öðrum leikhluta, liðin voru þar nokkuð jöfn í stigaskorun. Þegar stutt var til hálfleiks setti Al Horford þriggja stiga skot sem kom forystu Celtics í 25 stig og lagði svo upp þriggja stiga körfu Jaylen Brown sem kom stöðunni í 33-61. Kyle Korver skoraði sárabótakörfu fyrir Cleveland, staðan í hálfleik var 35-61 og þrátt fyrir að allt geti gerst í körfubolta var orðið nokkuð ljóst hver úrslitin yrðu. Cleveland náði aðeins að laga stöðuna í þriðja leikhluta, gestirnir unnu hann með 29 stigum gegn 17 og munaði aðeins fjórtán stigum á liðunum fyrir loka fjórðunginn. Heimamenn byrjuðu hann hins vegar á sjö stiga áhlaupi og voru fljótir að gera þetta aftur að nærri 30 stiga leik. Lokatölur í Boston urðu 108-83. Brown skoraði 23 stig í liði Celtic, Marcus Morris 21 og Horford 20. Kevin Love skoraði 17 stig fyrir Cleveland og LeBron James 15. Gestirnir misnotuðu fyrstu 14 þriggja stiga skot sín í leiknum og heildarskotnýting þeirra í fyrri hálfleik var aðeins 32 prósent. 26 stiga munurinn sem var á liðunum í hálfleik er sá mesti sem LeBron hefur verið að tapa með í hálfleik í úrslitakeppni á hans ferli. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld.Rozier kicks to Marcus Morris for his 3rd triple!#CUsRise 101 | #WhateverItTakes 79 3:30 remaining in the 4th on #NBAonABCpic.twitter.com/RjgnTNCnJB — NBA (@NBA) May 13, 2018Jeff Green as time expires! #WhateverItTakes#NBAonABCpic.twitter.com/uDMZAnnVeO — NBA (@NBA) May 13, 2018 NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Boston Celtic tók forystuna í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta gegn Cleveland Cavaliers í kvöld. Sigur Boston var aldrei í hættu og forystan verðskulduð. Gestirnir frá Cleveland komust í þriggja stiga forystu snemma leiks en eftir það sáu þeir vart til sólar allt til endaloka. Boston fór í 17 stiga áhlaup og breytti stöðunni úr 4-7 í 21-7. Aron Baynes kom muninum upp í 20 stig í 29-9 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta og þegar honum lauk var Boston með tvöfalt fleiri stig en Cleveland, staðan 18-36. Munurinn hélst við 20 stigin í öðrum leikhluta, liðin voru þar nokkuð jöfn í stigaskorun. Þegar stutt var til hálfleiks setti Al Horford þriggja stiga skot sem kom forystu Celtics í 25 stig og lagði svo upp þriggja stiga körfu Jaylen Brown sem kom stöðunni í 33-61. Kyle Korver skoraði sárabótakörfu fyrir Cleveland, staðan í hálfleik var 35-61 og þrátt fyrir að allt geti gerst í körfubolta var orðið nokkuð ljóst hver úrslitin yrðu. Cleveland náði aðeins að laga stöðuna í þriðja leikhluta, gestirnir unnu hann með 29 stigum gegn 17 og munaði aðeins fjórtán stigum á liðunum fyrir loka fjórðunginn. Heimamenn byrjuðu hann hins vegar á sjö stiga áhlaupi og voru fljótir að gera þetta aftur að nærri 30 stiga leik. Lokatölur í Boston urðu 108-83. Brown skoraði 23 stig í liði Celtic, Marcus Morris 21 og Horford 20. Kevin Love skoraði 17 stig fyrir Cleveland og LeBron James 15. Gestirnir misnotuðu fyrstu 14 þriggja stiga skot sín í leiknum og heildarskotnýting þeirra í fyrri hálfleik var aðeins 32 prósent. 26 stiga munurinn sem var á liðunum í hálfleik er sá mesti sem LeBron hefur verið að tapa með í hálfleik í úrslitakeppni á hans ferli. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld.Rozier kicks to Marcus Morris for his 3rd triple!#CUsRise 101 | #WhateverItTakes 79 3:30 remaining in the 4th on #NBAonABCpic.twitter.com/RjgnTNCnJB — NBA (@NBA) May 13, 2018Jeff Green as time expires! #WhateverItTakes#NBAonABCpic.twitter.com/uDMZAnnVeO — NBA (@NBA) May 13, 2018
NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira