Kartöflubændur skipta plastpokum út fyrir bréfpoka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. september 2018 17:07 Kartöflubændur á bænum Hákoti í Þykkvabæ hafa sagt skilið við plastpoka undir kartöflurnar sínar og pakka þeim nú í umhverfisvæna bréfpoka. Kartöflunum er handpakkað, pokarnir vigtaðir og saumað fyrir með handsaumavél. Á bænum Hákoti eru Markús Ársælsson og Halldóra Hafsteinsdóttir, bændurnir á bænum, ásamt syni sínum, Ársæli að pakka kartöflum í nýju bréfpokana sem Ársæll á hugmyndina og heiðurinn að. Hann er með fyrirtækið Þúsund ára sveitaþorp sem markaðssetur pokana. „Þetta snýst bara um að taka kartöflurnar og pakka í umhverfisvænar pakkningar í þeim tilgangi að reyna að losna við plastið. Er það ekki það sem við Íslendingar viljum? Reyna að minnka plastnotkun. Ég er búin að vinna í kartöflum frá því að ég var lítill krakki og hef því séð hvað við hentum miklu plasti, þannig að hugmyndin vaknaði í framhaldi af því,“ segir Ársæll sem hefur fengið mjög góðar viðtökur við nýju umbúðunum og í rauninni miklu meiri en hann þorði að vona. Ársæll segir að ekki spilli fyrir að verkefnið byrji í plastlausum september. Maðurinn á pokunum er langafi Ársæls en þar sést hann taka upp kartöflur með gamalli kartöfluupptökuvél. Umhverfismál eru ofarlega í huga kartöflubænda segir Ársæll. „Við þurfum að hugsa okkar gang og reyna að gera betur. Það er það sem ég er að reyna að gera með þessum umbúðum“. Umhverfismál Kartöflurækt Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Kartöflubændur á bænum Hákoti í Þykkvabæ hafa sagt skilið við plastpoka undir kartöflurnar sínar og pakka þeim nú í umhverfisvæna bréfpoka. Kartöflunum er handpakkað, pokarnir vigtaðir og saumað fyrir með handsaumavél. Á bænum Hákoti eru Markús Ársælsson og Halldóra Hafsteinsdóttir, bændurnir á bænum, ásamt syni sínum, Ársæli að pakka kartöflum í nýju bréfpokana sem Ársæll á hugmyndina og heiðurinn að. Hann er með fyrirtækið Þúsund ára sveitaþorp sem markaðssetur pokana. „Þetta snýst bara um að taka kartöflurnar og pakka í umhverfisvænar pakkningar í þeim tilgangi að reyna að losna við plastið. Er það ekki það sem við Íslendingar viljum? Reyna að minnka plastnotkun. Ég er búin að vinna í kartöflum frá því að ég var lítill krakki og hef því séð hvað við hentum miklu plasti, þannig að hugmyndin vaknaði í framhaldi af því,“ segir Ársæll sem hefur fengið mjög góðar viðtökur við nýju umbúðunum og í rauninni miklu meiri en hann þorði að vona. Ársæll segir að ekki spilli fyrir að verkefnið byrji í plastlausum september. Maðurinn á pokunum er langafi Ársæls en þar sést hann taka upp kartöflur með gamalli kartöfluupptökuvél. Umhverfismál eru ofarlega í huga kartöflubænda segir Ársæll. „Við þurfum að hugsa okkar gang og reyna að gera betur. Það er það sem ég er að reyna að gera með þessum umbúðum“.
Umhverfismál Kartöflurækt Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira