Uppgjör: Hamilton með níu fingur á titlinum Bragi Þórðarson skrifar 9. október 2018 17:45 Hamilton fagnar í Japan. vísir/getty Sautjánda umferðin í Formúlu 1 fór fram um helgina er ekið var á Suzuka brautinni í Japan. Lewis Hamilton vann sinn níunda sigur á tímabilinu á sunnudaginn og hefur fyrir vikið 67 stiga forskot í keppni ökuþóra þegar aðeins fjórar keppnir eru eftir. Sebastian Vettel á Ferrari hefur verið að bítast við Bretann í allt sumar og hafði lengi vel forskot á Bretann. En nú lítur allt út fyrir að Hamilton nái að tryggja sér sinn fimmta titil í Formúlu 1. Rétt eins og Hamilton á Vettel að baki fjóra titla í greininni. Sá þeirra sem vinnur þann fimmta verður því svo sannarlega besti ökumaður þessarar kynslóðar. Þjóðverjinn á enn stærðfræðilega möguleika á titli. Hamilton getur hins vegar tryggt sér titilinn í næstu keppni með sigri, svo lengi sem Vettel verður ekki annar á eftir honum.Ferrari sökudólgur helgarinnar Seigja má að liðið hafi svikið Vettel strax í tímatökum á laugardeginum er það sendi Þjóðverjann út á þurra brautina á regndekkjum. Fyrir vikið ræsti Sebastian áttundi af stað í kappaksturinn. Lítið gekk hjá Vettel á sunnudaginn og var hann dottinn niður í síðasta sætið strax í byrjun keppninnar eftir samstuð við Max Verstappen. Þjóðverjanum tókst þó að lokum að keyra sig upp í sjötta sætið. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Kimi Raikkonen varð fimmti og svo komu Red Bull ökuþórarnir Daniel Ricciardo og Max Verstappen.Hamilton og Bottas ánægðir eftir keppnina í Japan.vísir/gettyMercedes fremstir enn og aftur Aðra keppnina í röð kom Lewis Hamilton í mark í fyrsta sætinu á undan liðsfélaga sínum Valtteri Bottas. Mercedes liðið hefur greinilega tekist að finna einhvern aukakraft í bílum sínum á lokametrum tímabilsins. „Formúla 1 er liðsíþrótt, ég er svo þakklátur að vera í besta liðinu,” sagði Hamilton eftir kappaksturinn. Bæði í byrjun tímabils og um það mitt var Ferrari liðið augljóslega með hraðari bíl í höndunum, en liðið nýtti tækifæri sín illa. Nú eru það þýsku bílarnir sem hafa hraðann og nýta sér það bæði í tímatökum og keppnum. Kappaksturinn í Japan var ansi líflegur fyrir aftan Mercedes bílana og þá sérstaklega um miðjan pakkann. Að lokum voru það Force India bílarnir sem stóð sig best í þeim slag og komu ökumenn liðsins sjöundu og níundu í mark. Magnaður árangur hjá liði sem fór á hausinn í ágúst. Næsta keppni fer fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Braut sem að Lewis Hamilton segist elska, enda er Bretinn farinn að eyða æ meiri tíma vestanhafs. Keppnin fer fram eftir tvær vikur og ef Mercedes liðið heldur áfram á sömu braut gæti vel farið svo að Lewis verður krýndur meistari í Texas. Formúla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sautjánda umferðin í Formúlu 1 fór fram um helgina er ekið var á Suzuka brautinni í Japan. Lewis Hamilton vann sinn níunda sigur á tímabilinu á sunnudaginn og hefur fyrir vikið 67 stiga forskot í keppni ökuþóra þegar aðeins fjórar keppnir eru eftir. Sebastian Vettel á Ferrari hefur verið að bítast við Bretann í allt sumar og hafði lengi vel forskot á Bretann. En nú lítur allt út fyrir að Hamilton nái að tryggja sér sinn fimmta titil í Formúlu 1. Rétt eins og Hamilton á Vettel að baki fjóra titla í greininni. Sá þeirra sem vinnur þann fimmta verður því svo sannarlega besti ökumaður þessarar kynslóðar. Þjóðverjinn á enn stærðfræðilega möguleika á titli. Hamilton getur hins vegar tryggt sér titilinn í næstu keppni með sigri, svo lengi sem Vettel verður ekki annar á eftir honum.Ferrari sökudólgur helgarinnar Seigja má að liðið hafi svikið Vettel strax í tímatökum á laugardeginum er það sendi Þjóðverjann út á þurra brautina á regndekkjum. Fyrir vikið ræsti Sebastian áttundi af stað í kappaksturinn. Lítið gekk hjá Vettel á sunnudaginn og var hann dottinn niður í síðasta sætið strax í byrjun keppninnar eftir samstuð við Max Verstappen. Þjóðverjanum tókst þó að lokum að keyra sig upp í sjötta sætið. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Kimi Raikkonen varð fimmti og svo komu Red Bull ökuþórarnir Daniel Ricciardo og Max Verstappen.Hamilton og Bottas ánægðir eftir keppnina í Japan.vísir/gettyMercedes fremstir enn og aftur Aðra keppnina í röð kom Lewis Hamilton í mark í fyrsta sætinu á undan liðsfélaga sínum Valtteri Bottas. Mercedes liðið hefur greinilega tekist að finna einhvern aukakraft í bílum sínum á lokametrum tímabilsins. „Formúla 1 er liðsíþrótt, ég er svo þakklátur að vera í besta liðinu,” sagði Hamilton eftir kappaksturinn. Bæði í byrjun tímabils og um það mitt var Ferrari liðið augljóslega með hraðari bíl í höndunum, en liðið nýtti tækifæri sín illa. Nú eru það þýsku bílarnir sem hafa hraðann og nýta sér það bæði í tímatökum og keppnum. Kappaksturinn í Japan var ansi líflegur fyrir aftan Mercedes bílana og þá sérstaklega um miðjan pakkann. Að lokum voru það Force India bílarnir sem stóð sig best í þeim slag og komu ökumenn liðsins sjöundu og níundu í mark. Magnaður árangur hjá liði sem fór á hausinn í ágúst. Næsta keppni fer fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Braut sem að Lewis Hamilton segist elska, enda er Bretinn farinn að eyða æ meiri tíma vestanhafs. Keppnin fer fram eftir tvær vikur og ef Mercedes liðið heldur áfram á sömu braut gæti vel farið svo að Lewis verður krýndur meistari í Texas.
Formúla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira