Flugliðar WOW sendir í launalaust leyfi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. janúar 2018 11:02 Samkvæmt Svönu Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúa WOW, náði aðgerðin ekki til fastráðinna flugliða. Wow Air WOW air hefur sent hóp flugliða í tímabundið launalaust leyfi í vetur. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að brugðið sé á þetta ráð til að bregðast við árstíðabundnum sveiflum í rekstri flugfélagsins. Sé þetta gert til að forðast hópuppsagnir. „Rétt eins og hjá all flestum evrópskum flugfélögum þá er meira flug yfir sumarið hjá WOW air en um vetur. WOW air hefur brugðist við þessum árstíðabundnu sveiflum með því að skipta vinnu á milli flugliða yfir veturinn frekar en að segja upp stórum hóp flugliða,“ segir Svana í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „WOW air er ekki undanskilið öðrum fyrirtækjum sem glíma við árstíðabundin rekstur að reyna eftir fremsta megni að hagræða þegar minna er að gera.“Ekki náð til fastráðinna flugliða Svana segir að launalausu leyfin hafi ekki náð til fastráðinna flugliða heldur einungis til flugliða með tímabundna ráðningu og að með þessum aðgerðum hafi verið hægt að gefa fleirum tækifæri til að vinna stóran hluta vetrar. Ekki fengust svör við fyrirspurn um hversu margra flugliða aðgerðin náði til. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagðist í samtali við Vísi ekki kannast við sambærilegar aðgerðir hjá flugfélaginu. Icelandair ráði annars vegar sumarstarfsfólk sem starfi mest milli maí og september ár hvert og hins vegar fastráðna flugliða sem starfi allt árið. Eitthvað sé um hlutastarfsmenn hjá Icelandair en það fari minnkandi. Hins vegar hefur Icelandair gripið til svipaðra aðgerða varðandi flugmenn. Síðasta sumar var 115 flugmönnum sagt upp og voru 70 flugstjórar færðir niður í stöðu flugmanns yfir veturinn. Þá sagði Guðjón uppsagnirnar vera hluta af reglulegri starfsemi Icelandair, að flugmenn væru ráðnir inn á vorin og síðan sagt upp á haustin. Í ágúst voru svo uppsagnir um 50 flugmanna dregnar til baka. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Draga til baka uppsagnir um 50 flugmanna Félagið sagði upp 115 flugmönnum í júní en um 520 flugmenn starfa hjá Icelandair. 15. ágúst 2017 15:45 Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
WOW air hefur sent hóp flugliða í tímabundið launalaust leyfi í vetur. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að brugðið sé á þetta ráð til að bregðast við árstíðabundnum sveiflum í rekstri flugfélagsins. Sé þetta gert til að forðast hópuppsagnir. „Rétt eins og hjá all flestum evrópskum flugfélögum þá er meira flug yfir sumarið hjá WOW air en um vetur. WOW air hefur brugðist við þessum árstíðabundnu sveiflum með því að skipta vinnu á milli flugliða yfir veturinn frekar en að segja upp stórum hóp flugliða,“ segir Svana í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „WOW air er ekki undanskilið öðrum fyrirtækjum sem glíma við árstíðabundin rekstur að reyna eftir fremsta megni að hagræða þegar minna er að gera.“Ekki náð til fastráðinna flugliða Svana segir að launalausu leyfin hafi ekki náð til fastráðinna flugliða heldur einungis til flugliða með tímabundna ráðningu og að með þessum aðgerðum hafi verið hægt að gefa fleirum tækifæri til að vinna stóran hluta vetrar. Ekki fengust svör við fyrirspurn um hversu margra flugliða aðgerðin náði til. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagðist í samtali við Vísi ekki kannast við sambærilegar aðgerðir hjá flugfélaginu. Icelandair ráði annars vegar sumarstarfsfólk sem starfi mest milli maí og september ár hvert og hins vegar fastráðna flugliða sem starfi allt árið. Eitthvað sé um hlutastarfsmenn hjá Icelandair en það fari minnkandi. Hins vegar hefur Icelandair gripið til svipaðra aðgerða varðandi flugmenn. Síðasta sumar var 115 flugmönnum sagt upp og voru 70 flugstjórar færðir niður í stöðu flugmanns yfir veturinn. Þá sagði Guðjón uppsagnirnar vera hluta af reglulegri starfsemi Icelandair, að flugmenn væru ráðnir inn á vorin og síðan sagt upp á haustin. Í ágúst voru svo uppsagnir um 50 flugmanna dregnar til baka.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Draga til baka uppsagnir um 50 flugmanna Félagið sagði upp 115 flugmönnum í júní en um 520 flugmenn starfa hjá Icelandair. 15. ágúst 2017 15:45 Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Draga til baka uppsagnir um 50 flugmanna Félagið sagði upp 115 flugmönnum í júní en um 520 flugmenn starfa hjá Icelandair. 15. ágúst 2017 15:45
Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32