Flugliðar WOW sendir í launalaust leyfi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. janúar 2018 11:02 Samkvæmt Svönu Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúa WOW, náði aðgerðin ekki til fastráðinna flugliða. Wow Air WOW air hefur sent hóp flugliða í tímabundið launalaust leyfi í vetur. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að brugðið sé á þetta ráð til að bregðast við árstíðabundnum sveiflum í rekstri flugfélagsins. Sé þetta gert til að forðast hópuppsagnir. „Rétt eins og hjá all flestum evrópskum flugfélögum þá er meira flug yfir sumarið hjá WOW air en um vetur. WOW air hefur brugðist við þessum árstíðabundnu sveiflum með því að skipta vinnu á milli flugliða yfir veturinn frekar en að segja upp stórum hóp flugliða,“ segir Svana í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „WOW air er ekki undanskilið öðrum fyrirtækjum sem glíma við árstíðabundin rekstur að reyna eftir fremsta megni að hagræða þegar minna er að gera.“Ekki náð til fastráðinna flugliða Svana segir að launalausu leyfin hafi ekki náð til fastráðinna flugliða heldur einungis til flugliða með tímabundna ráðningu og að með þessum aðgerðum hafi verið hægt að gefa fleirum tækifæri til að vinna stóran hluta vetrar. Ekki fengust svör við fyrirspurn um hversu margra flugliða aðgerðin náði til. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagðist í samtali við Vísi ekki kannast við sambærilegar aðgerðir hjá flugfélaginu. Icelandair ráði annars vegar sumarstarfsfólk sem starfi mest milli maí og september ár hvert og hins vegar fastráðna flugliða sem starfi allt árið. Eitthvað sé um hlutastarfsmenn hjá Icelandair en það fari minnkandi. Hins vegar hefur Icelandair gripið til svipaðra aðgerða varðandi flugmenn. Síðasta sumar var 115 flugmönnum sagt upp og voru 70 flugstjórar færðir niður í stöðu flugmanns yfir veturinn. Þá sagði Guðjón uppsagnirnar vera hluta af reglulegri starfsemi Icelandair, að flugmenn væru ráðnir inn á vorin og síðan sagt upp á haustin. Í ágúst voru svo uppsagnir um 50 flugmanna dregnar til baka. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Draga til baka uppsagnir um 50 flugmanna Félagið sagði upp 115 flugmönnum í júní en um 520 flugmenn starfa hjá Icelandair. 15. ágúst 2017 15:45 Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
WOW air hefur sent hóp flugliða í tímabundið launalaust leyfi í vetur. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að brugðið sé á þetta ráð til að bregðast við árstíðabundnum sveiflum í rekstri flugfélagsins. Sé þetta gert til að forðast hópuppsagnir. „Rétt eins og hjá all flestum evrópskum flugfélögum þá er meira flug yfir sumarið hjá WOW air en um vetur. WOW air hefur brugðist við þessum árstíðabundnu sveiflum með því að skipta vinnu á milli flugliða yfir veturinn frekar en að segja upp stórum hóp flugliða,“ segir Svana í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „WOW air er ekki undanskilið öðrum fyrirtækjum sem glíma við árstíðabundin rekstur að reyna eftir fremsta megni að hagræða þegar minna er að gera.“Ekki náð til fastráðinna flugliða Svana segir að launalausu leyfin hafi ekki náð til fastráðinna flugliða heldur einungis til flugliða með tímabundna ráðningu og að með þessum aðgerðum hafi verið hægt að gefa fleirum tækifæri til að vinna stóran hluta vetrar. Ekki fengust svör við fyrirspurn um hversu margra flugliða aðgerðin náði til. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagðist í samtali við Vísi ekki kannast við sambærilegar aðgerðir hjá flugfélaginu. Icelandair ráði annars vegar sumarstarfsfólk sem starfi mest milli maí og september ár hvert og hins vegar fastráðna flugliða sem starfi allt árið. Eitthvað sé um hlutastarfsmenn hjá Icelandair en það fari minnkandi. Hins vegar hefur Icelandair gripið til svipaðra aðgerða varðandi flugmenn. Síðasta sumar var 115 flugmönnum sagt upp og voru 70 flugstjórar færðir niður í stöðu flugmanns yfir veturinn. Þá sagði Guðjón uppsagnirnar vera hluta af reglulegri starfsemi Icelandair, að flugmenn væru ráðnir inn á vorin og síðan sagt upp á haustin. Í ágúst voru svo uppsagnir um 50 flugmanna dregnar til baka.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Draga til baka uppsagnir um 50 flugmanna Félagið sagði upp 115 flugmönnum í júní en um 520 flugmenn starfa hjá Icelandair. 15. ágúst 2017 15:45 Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Draga til baka uppsagnir um 50 flugmanna Félagið sagði upp 115 flugmönnum í júní en um 520 flugmenn starfa hjá Icelandair. 15. ágúst 2017 15:45
Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32