Hver og einn fær tíu milljónir fyrir að vinna stjörnuleik NBA í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2018 17:00 Russell Westbrook hefur tvisvar verið kosinn besti leikmaður Stjörnuleiksins á síðustu þremur árum. Vísir/Getty NBA-deildin í körfubolta ætlar að reyna að fá meiri alvöru í Stjörnuleikinn í ár og hefur þess vegna tvöfaldað verðlaunafé leikmanna sigurliðsins. Allir leikmenn í sigurliðinu fá nú hundrað þúsund dollara eða 10,1 milljón íslenskra króna. Upphæðin var 50 þúsund í fyrra og hefur því hækkað um fimm milljónir á einu ári. Leikmenn í taplliðinu frá 25 þúsund dollara eða rúmar 2,5 milljónir króna. Það mun því muna meira en sjö milljónum á því hvort þú ert í sigurliði eða tapliði í leiknum. ESPN segir frá. Stjörnuhelgin fer að þessu sinni fram í Los Angeles og stendur yfir frá 16. til 18. febrúar næstkomandi. Í Stjörnuleik NFL-deildarinnar í gær þá fengu leikmenn sigurliðsins 64 þúsund dollara í verðlaunafé en leikmenn tapliðsins fengu helmingi minna eða 32 þúsund dollara. ESPN ræddi við stjörnuleikmenn í NBA um hækkunina og samkvæmt þeim viðtölum þá er komið allt annað hljóð í þá. Leikmenn er hungraðari í sigurinn (og peningina) í ár. „Þetta gerir þetta áhugaverðara. Þetta er mikil breyting,“ sagði Kyrie Irving hjá Boston Celtics. „Ég held að þetta hjálpi til. Þetta eru miklir peningar,“ sagði Klay Thompson hjá Golden State Warriors. LeBron James og Stephen Curry kusu í liði í ár þannig að þetta er ekki leikur á milli Austur- og Vesturdeildarinnar eins og hingað til. Í liði LeBron James eru Kevin Durant, Irving, Anthony Davis og DeMarcus Cousins, ásamt varamönnunum Bradley Beal, LaMarcus Aldridge, Kevin Love, Russell Westbrook, Victor Oladipo, Kristaps Porzingis og John Wall. Paul George kemur inn fyrir Cousins sem sleit hásin um helgina. Í liði Stephen Curry eru þeir Giannis Antetokounmpo, DeMar DeRozan, James Harden og Joel Embiid auk varamannanna Damian Lillard, Jimmy Butler, Draymond Green, Kyle Lowry, Klay Thompson, Karl-Anthony Towns og Al Horford. NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta ætlar að reyna að fá meiri alvöru í Stjörnuleikinn í ár og hefur þess vegna tvöfaldað verðlaunafé leikmanna sigurliðsins. Allir leikmenn í sigurliðinu fá nú hundrað þúsund dollara eða 10,1 milljón íslenskra króna. Upphæðin var 50 þúsund í fyrra og hefur því hækkað um fimm milljónir á einu ári. Leikmenn í taplliðinu frá 25 þúsund dollara eða rúmar 2,5 milljónir króna. Það mun því muna meira en sjö milljónum á því hvort þú ert í sigurliði eða tapliði í leiknum. ESPN segir frá. Stjörnuhelgin fer að þessu sinni fram í Los Angeles og stendur yfir frá 16. til 18. febrúar næstkomandi. Í Stjörnuleik NFL-deildarinnar í gær þá fengu leikmenn sigurliðsins 64 þúsund dollara í verðlaunafé en leikmenn tapliðsins fengu helmingi minna eða 32 þúsund dollara. ESPN ræddi við stjörnuleikmenn í NBA um hækkunina og samkvæmt þeim viðtölum þá er komið allt annað hljóð í þá. Leikmenn er hungraðari í sigurinn (og peningina) í ár. „Þetta gerir þetta áhugaverðara. Þetta er mikil breyting,“ sagði Kyrie Irving hjá Boston Celtics. „Ég held að þetta hjálpi til. Þetta eru miklir peningar,“ sagði Klay Thompson hjá Golden State Warriors. LeBron James og Stephen Curry kusu í liði í ár þannig að þetta er ekki leikur á milli Austur- og Vesturdeildarinnar eins og hingað til. Í liði LeBron James eru Kevin Durant, Irving, Anthony Davis og DeMarcus Cousins, ásamt varamönnunum Bradley Beal, LaMarcus Aldridge, Kevin Love, Russell Westbrook, Victor Oladipo, Kristaps Porzingis og John Wall. Paul George kemur inn fyrir Cousins sem sleit hásin um helgina. Í liði Stephen Curry eru þeir Giannis Antetokounmpo, DeMar DeRozan, James Harden og Joel Embiid auk varamannanna Damian Lillard, Jimmy Butler, Draymond Green, Kyle Lowry, Klay Thompson, Karl-Anthony Towns og Al Horford.
NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira