Körfubolti

Toronto tryggði toppsæti Austurdeildarinnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
DeMar DeRozan skoraði 12 stig og gaf 8 stoðsendingar í nótt
DeMar DeRozan skoraði 12 stig og gaf 8 stoðsendingar í nótt visir/getty
Toronto Raptors tryggði sér í nótt efsta sæti Austurdeildar bandarískur NBA deildarinnar í körfubolta í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Toronto hefur verið besta liðið í Austurdeildinni í vetur og uppskar fyrir erfiði sitt í nótt þegar toppsætið var tryggt með 92-73 heimasigri á Indiana Pacers.

Serge Ibaka spilaði sinn besta leik á tímabilinu með 25 stig og DeMar DeRozan skoraði 12.









„Þessu fylgir ákveðin ánægja en við erum ekki orðnir saddir,“ sagði þjálfari Raptors, Dwane Casey. „Við höfum ekki enn náð aðal markmiðinu en þetta er ákveðinn sigur.“

Sigurinn var sá 57. hjá Raptors á tímabilinu og er það nýtt met yfir flesta sigra á einu tímabili í deildarkeppni NBA deildarinnar. Þá náðu Raptors einnig að bæta metið yfir flesta heimasigra, þetta var sá þrítugasti og þriðji.

Toronto verður því með heimavallarrétt út úrslitakeppni austurdeildarinnar. Cleveland Cavaliers vann úrslitakeppnina og komst í úrslitaleikinn sjálfan síðustu sex ár í röð, þrátt fyrir að það hafi verið nýtt lið í toppsætinu öll þessi ár.

Cleveland var einnig í sviðsljósinu í nótt en Philadelphia 76ers vann sinn 13. leik í röð þegar liðið fór með 132-130 sigur á LeBron James og félögum.

Philadelphia komst í 30 stiga forystu í fyrri hálfleik og voru 78 stig komin á töfluna þegar liðin gengu til búningsherbergja. Ben Simmons var með tvöfalda þrennu í liði 76ers með 27 stig, 15 fráköst og 13 stoðsendingar.









James var líka með tvöfalda þrennu hinu megin, skoraði lítil 44 stig, 11 stoðsendingar og 11 fráköst, og var hann lykillinn í endurkomu Cavaliers í seinni hálfleik.

Með sigrinum fór Philadelphia upp fyrir Cleveland í þriðja sæti Austurdeildarinnar.









Úrslit næturinnar:

Detroit Pistons - Dallas Mavericks 113-106

Orlando Magic - Charlotte Hornets 100-137

Philadelphia 76ers - Cleveland Cavaliers 132-130

Washington Wizards - Atlanta Hawks 97-103

Boston Celtics - Chicago Bulls 111-104

New York Knicks - Miami Heat 122-98

Toronto Raptors - Indiana Pacers 92-73

Memphis Grizzlies - Sacramento Kings 93-94

Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 103-122

Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 96-113

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×