NBA: Detroit Pistons vinnur alla leiki sína eftir að liðið fékk Blake Griffin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2018 07:30 Blake Griffin. Vísir/Getty Detroit Pistons hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og leikmenn Utah Jazz hafa nú unnið sex leiki í röð.Blake Griffin og Andre Drummond áttu báðir góðan leik þegar Detroit Pistons vann 111-91 sigur á Portland Trail Blazers. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá þriðji í röð síðan að félagið skipti á leikmönnum og fékk Blake Griffin frá Los Angeles Clippers. Blake Griffin var með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum í nótt en Andre Drummond skoraði 17 stig og tók 17 fráköst. Anthony Tolliver bætti við 15 stigum og þeir Reggie Bullock og Langston Galloway voru báðir með 13 stig. Damian Lillard skoraði 20 stig fyrir Portland og C.J. McCollum var með 14 stig.Rodney Hood skoraði 30 stig í 133-109 sigri Utah Jazz á New Orleans Pelicans. Þetta var aðeins annar leikurinn hjá Hood efrir að hafa kom aftur eftir meiðsli en sjötti sigurleikur Utah Jazz í röð. Spænski leikstjórnandinn Ricky Rubio var með 20 stig og 11 stoðsendingar og franski miðherjinn Rudy Gobert var með 19 stig og 10 fráköst. Jazz-liðið hitti úr 14 af 21 þriggja stiga skoti sínu sem er mögnuð nýting. Jrue Holiday skoraði 28 stig fyrir Pelíkanana og Anthony Davis var með 15 stig og 11 fráköst. New Orleans Pelicans hefur nú tapað fjórum af fimm leikjum sínum eftir að stórstjarnan DeMarcus Cousins sleit hásin 26. janúar síðastliðinn.Dallas Mavericks var tíu stigum yfir á móti Los Angeles Clippers, 101-91, þegar aðeins 4:42 mínútur voru eftir af leiknum en tapaði lokakaflanum 13-0 og þar með leiknum með þremur stigum, 104-101. Dallas klikkaði á síðustu sjö skotum sínum í leiknum og tapaði að auki fjórum boltum. Danilo Gallinari skoraði 28 stig fyrir Los Angeles Clippers og Tobias Harris var með 19 stig. Lou Williams kom með 15 stig og 8 stoðsendingar inn af bekknum. Wesley Matthews skoraði 23 stig fyrir Dallas og Devin Harris var með 16 stig. Dirk Nowitzki skoraði 12 stig á 25 mínútum.Orlando Magic vann baráttuna um Flórídaskagann þegar Magic-liðið sótti 111-109 sigur til nágranna sinna í Miami Heat. Mario Hezonja skoraði 20 stig fyrir Orlando en hann kom inn í byrjunarliðið fyrir Aaron Gordon sem var meiddur. Þetta var aðeins þriðji útisigur Orlando liðsins í síðustu 24 leikjum.Sacramento Kings liðið skoraði aðeins 9 stig í fyrsta leikhluta á heimavelli en tókst að vinna sig til baka og vinna 104-98 sigur á Chicago Bulls. Bulls komst mest 21 stigi yfir í leiknum og var 28-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Bogdan Bogdanovic var stigahæstur hjá Sacramento Kings með 15 stig. Zach LaVine skoraði 27 stig fyrir Chicago og Justin Holiday var með 20 stig. Finninn Lauri Markkanen missti af sínum þriðja leik í röð en hann var að verða pabbi. Kris Dunn var ekki heldur með Bulls.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 104-101 Sacramento Kings - Chicago Bulls 104-98 Denver Nuggets - Charlotte Hornets 121-104 New Orleans Pelicans - Utah Jazz 109-133 Miami Heat - Orlando Magic 109-111 Detroit Pistons - Portland Trail Blazers 111-91 Indiana Pacers - Washington Wizards 102-111 NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira
Detroit Pistons hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og leikmenn Utah Jazz hafa nú unnið sex leiki í röð.Blake Griffin og Andre Drummond áttu báðir góðan leik þegar Detroit Pistons vann 111-91 sigur á Portland Trail Blazers. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá þriðji í röð síðan að félagið skipti á leikmönnum og fékk Blake Griffin frá Los Angeles Clippers. Blake Griffin var með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum í nótt en Andre Drummond skoraði 17 stig og tók 17 fráköst. Anthony Tolliver bætti við 15 stigum og þeir Reggie Bullock og Langston Galloway voru báðir með 13 stig. Damian Lillard skoraði 20 stig fyrir Portland og C.J. McCollum var með 14 stig.Rodney Hood skoraði 30 stig í 133-109 sigri Utah Jazz á New Orleans Pelicans. Þetta var aðeins annar leikurinn hjá Hood efrir að hafa kom aftur eftir meiðsli en sjötti sigurleikur Utah Jazz í röð. Spænski leikstjórnandinn Ricky Rubio var með 20 stig og 11 stoðsendingar og franski miðherjinn Rudy Gobert var með 19 stig og 10 fráköst. Jazz-liðið hitti úr 14 af 21 þriggja stiga skoti sínu sem er mögnuð nýting. Jrue Holiday skoraði 28 stig fyrir Pelíkanana og Anthony Davis var með 15 stig og 11 fráköst. New Orleans Pelicans hefur nú tapað fjórum af fimm leikjum sínum eftir að stórstjarnan DeMarcus Cousins sleit hásin 26. janúar síðastliðinn.Dallas Mavericks var tíu stigum yfir á móti Los Angeles Clippers, 101-91, þegar aðeins 4:42 mínútur voru eftir af leiknum en tapaði lokakaflanum 13-0 og þar með leiknum með þremur stigum, 104-101. Dallas klikkaði á síðustu sjö skotum sínum í leiknum og tapaði að auki fjórum boltum. Danilo Gallinari skoraði 28 stig fyrir Los Angeles Clippers og Tobias Harris var með 19 stig. Lou Williams kom með 15 stig og 8 stoðsendingar inn af bekknum. Wesley Matthews skoraði 23 stig fyrir Dallas og Devin Harris var með 16 stig. Dirk Nowitzki skoraði 12 stig á 25 mínútum.Orlando Magic vann baráttuna um Flórídaskagann þegar Magic-liðið sótti 111-109 sigur til nágranna sinna í Miami Heat. Mario Hezonja skoraði 20 stig fyrir Orlando en hann kom inn í byrjunarliðið fyrir Aaron Gordon sem var meiddur. Þetta var aðeins þriðji útisigur Orlando liðsins í síðustu 24 leikjum.Sacramento Kings liðið skoraði aðeins 9 stig í fyrsta leikhluta á heimavelli en tókst að vinna sig til baka og vinna 104-98 sigur á Chicago Bulls. Bulls komst mest 21 stigi yfir í leiknum og var 28-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Bogdan Bogdanovic var stigahæstur hjá Sacramento Kings með 15 stig. Zach LaVine skoraði 27 stig fyrir Chicago og Justin Holiday var með 20 stig. Finninn Lauri Markkanen missti af sínum þriðja leik í röð en hann var að verða pabbi. Kris Dunn var ekki heldur með Bulls.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 104-101 Sacramento Kings - Chicago Bulls 104-98 Denver Nuggets - Charlotte Hornets 121-104 New Orleans Pelicans - Utah Jazz 109-133 Miami Heat - Orlando Magic 109-111 Detroit Pistons - Portland Trail Blazers 111-91 Indiana Pacers - Washington Wizards 102-111
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira