Fjárfestar leggja 770 milljónir í TeaTime Helgi Vífill Júlíusson skrifar 16. maí 2018 07:00 Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri TeaTime, segir að fjármagnið verði nýtt til að fjölga starfsfólki hér á landi úr 13 í um það bil 20, eins og sakir standa. Hann vill ekki að félagið vaxi jafn hratt og Plain Vanilla. Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem stofnað var meðal annars af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, hefur aflað 7,5 milljóna dollara, sem samsvarar 770 milljónum króna, í nýtt hlutafé. Áður höfðu alþjóðlegir fjárfestar lagt félaginu til 1,6 milljónir dollara, jafnvirði 164 milljóna. Frá stofnun fyrirtækisins í júlí í fyrra hafa fjárfestar því lagt Teatime til tæpan milljarð í hlutafé. Teatime hyggst þróa fyrsta rauntíma-samskiptavettvanginn fyrir farsímaleiki. Stefnt er á að fyrsta vara félagsins komi á markað í haust. Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Teatime, segir í samtali við Markaðinn að nýsköpunarsjóðirnir sem gengu í hluthafahópinn nú séu á meðal þeirra stærstu í Evrópu og séu einnig umsvifamiklir í Bandaríkjunum. „Meirihluti Teatime er enn í eigu Íslendinga,“ segir hann og bætir við að félagið hafi einungis tvisvar fengið fjármagn frá fjárfestum. Fjárfestar erlendis vilji ekki taka of stóra sneið fyrst um sinn því það dragi úr hvata frumkvöðlanna til að efla félagið. Aðalfjárfestirinn í hlutafjáraukningunni er Index Ventures, fjárfestingarsjóður sem hefur fjárfest í leikjafyrirtækjum á borð við King, Roblox og Supercell. Fjárfestingarsjóðurinn Atomico, sem hefur meðal annars fjárfest í leikjafyrirtækjunum Supercell, Rovio og Bossa Studios, tekur einnig þátt í hlutafjáraukningunni. Í kjölfarið settust Guzman Diaz frá Index Ventures, Mattias Ljungman frá Atomico og Davíð Helgason, stofnandi Unity Technologies, í stjórn Teatime.Sjá einnig: Ris og fall Plain Vanilla Þorsteinn segir að þeir hafi verið í þeim sporum að geta valið og hafnað hverjir tækju þátt í hlutafjáraukningunni. „Við fengum ótrúlegan meðbyr frá þeim sem starfa í bransanum, ég hef ekki fundið fyrir öðru eins.“ Hann telur að það helgist af því hve góð hugmyndin sé og að þeir hafi sýnt fram á í störfum sínum fyrir Plain Vanilla að teymið geti framleitt vöru.Stofnendur Teatime eru þeir Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Þorsteinn B. Friðriksson, Ýmir Örn Finnbogason og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson.ÞORKELL ÞORKELSSONStofnendur Teatime eru Þorsteinn, Ýmir Örn Finnbogason, Jóhann Bergþórsson og Gunnar Hólmsteinn. Þeir voru stofnendur eða lykilstarfsmenn hjá Plain Vanilla, sem þróaði QuizUp spurningaleikinn sem náði til yfir 100 milljóna notenda. Glu Mobile keypti Plain Vanilla árið 2016 eftir að hætt var við fyrirhugaðan þátt á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC sem átti að byggja á QuizUp og ekki tókst að finna leiðir til að afla tekna til að knýja áframhaldandi vöxt. Öllum starfsmönnum félagsins var í kjölfarið sagt upp. „Við erum einstaklega spenntir fyrir verkefninu. Þetta er saga frumkvöðla: að halda alltaf áfram,“ segir Þorsteinn, Teatime hyggst nota fjármagnið frá nýju fjárfestunum til að fjölga starfsfólki sínu hér á landi, sérstaklega forriturum, og þróa samskiptatækni sína enn frekar. Til að mynda til að bjóða upp á samþættingu hennar við aðra leikjaframleiðendur. Þorsteinn segir að starfsmennirnir séu nú 13 og að hann vilji ekki að þeir verði mikið fleiri en 20, eins og sakir standa. „Eitt af því sem erfitt var að takast á við hjá Plain Vanilla var hve hratt félagið stækkaði,“ segir hann. Þorsteinn segir að TeaTime sé að þróa tækni sem geri fólki kleift að vera „í persónulegri samskiptum þegar það er að spila leiki“. Hugmyndin sé að þegar fólk spili tölvuleiki á farsíma sé það einkum eitt að spila eða á móti öðrum en aldrei í alvöru samskiptum við manneskju. Lausn TeaTime geri það að verkum að hægt sé að vera í beinum samskiptum við aðra á meðan keppt er í tölvuleik. „Aðalverkefnið verður að búa til þessa tækni. En við sjáum fram á að gera bæði okkar eigin leiki og vinna með öðrum leikjaframleiðendum,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Fjárfesta 200 milljónum í næstu hugmynd stofnenda Plain Vanilla Hópur fjárfesta hefur lagt íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Teatime til jafnvirði um 200 milljónir króna. Index Ventures, alþjóðlegur fjárfestingarsjóður, sem fjárfesti meðal annars í Facebook, Skype, Candy Crush og Clash of Clans, leiðir fjárfestinguna. 27. september 2017 06:45 Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53 Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem stofnað var meðal annars af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, hefur aflað 7,5 milljóna dollara, sem samsvarar 770 milljónum króna, í nýtt hlutafé. Áður höfðu alþjóðlegir fjárfestar lagt félaginu til 1,6 milljónir dollara, jafnvirði 164 milljóna. Frá stofnun fyrirtækisins í júlí í fyrra hafa fjárfestar því lagt Teatime til tæpan milljarð í hlutafé. Teatime hyggst þróa fyrsta rauntíma-samskiptavettvanginn fyrir farsímaleiki. Stefnt er á að fyrsta vara félagsins komi á markað í haust. Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Teatime, segir í samtali við Markaðinn að nýsköpunarsjóðirnir sem gengu í hluthafahópinn nú séu á meðal þeirra stærstu í Evrópu og séu einnig umsvifamiklir í Bandaríkjunum. „Meirihluti Teatime er enn í eigu Íslendinga,“ segir hann og bætir við að félagið hafi einungis tvisvar fengið fjármagn frá fjárfestum. Fjárfestar erlendis vilji ekki taka of stóra sneið fyrst um sinn því það dragi úr hvata frumkvöðlanna til að efla félagið. Aðalfjárfestirinn í hlutafjáraukningunni er Index Ventures, fjárfestingarsjóður sem hefur fjárfest í leikjafyrirtækjum á borð við King, Roblox og Supercell. Fjárfestingarsjóðurinn Atomico, sem hefur meðal annars fjárfest í leikjafyrirtækjunum Supercell, Rovio og Bossa Studios, tekur einnig þátt í hlutafjáraukningunni. Í kjölfarið settust Guzman Diaz frá Index Ventures, Mattias Ljungman frá Atomico og Davíð Helgason, stofnandi Unity Technologies, í stjórn Teatime.Sjá einnig: Ris og fall Plain Vanilla Þorsteinn segir að þeir hafi verið í þeim sporum að geta valið og hafnað hverjir tækju þátt í hlutafjáraukningunni. „Við fengum ótrúlegan meðbyr frá þeim sem starfa í bransanum, ég hef ekki fundið fyrir öðru eins.“ Hann telur að það helgist af því hve góð hugmyndin sé og að þeir hafi sýnt fram á í störfum sínum fyrir Plain Vanilla að teymið geti framleitt vöru.Stofnendur Teatime eru þeir Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Þorsteinn B. Friðriksson, Ýmir Örn Finnbogason og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson.ÞORKELL ÞORKELSSONStofnendur Teatime eru Þorsteinn, Ýmir Örn Finnbogason, Jóhann Bergþórsson og Gunnar Hólmsteinn. Þeir voru stofnendur eða lykilstarfsmenn hjá Plain Vanilla, sem þróaði QuizUp spurningaleikinn sem náði til yfir 100 milljóna notenda. Glu Mobile keypti Plain Vanilla árið 2016 eftir að hætt var við fyrirhugaðan þátt á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC sem átti að byggja á QuizUp og ekki tókst að finna leiðir til að afla tekna til að knýja áframhaldandi vöxt. Öllum starfsmönnum félagsins var í kjölfarið sagt upp. „Við erum einstaklega spenntir fyrir verkefninu. Þetta er saga frumkvöðla: að halda alltaf áfram,“ segir Þorsteinn, Teatime hyggst nota fjármagnið frá nýju fjárfestunum til að fjölga starfsfólki sínu hér á landi, sérstaklega forriturum, og þróa samskiptatækni sína enn frekar. Til að mynda til að bjóða upp á samþættingu hennar við aðra leikjaframleiðendur. Þorsteinn segir að starfsmennirnir séu nú 13 og að hann vilji ekki að þeir verði mikið fleiri en 20, eins og sakir standa. „Eitt af því sem erfitt var að takast á við hjá Plain Vanilla var hve hratt félagið stækkaði,“ segir hann. Þorsteinn segir að TeaTime sé að þróa tækni sem geri fólki kleift að vera „í persónulegri samskiptum þegar það er að spila leiki“. Hugmyndin sé að þegar fólk spili tölvuleiki á farsíma sé það einkum eitt að spila eða á móti öðrum en aldrei í alvöru samskiptum við manneskju. Lausn TeaTime geri það að verkum að hægt sé að vera í beinum samskiptum við aðra á meðan keppt er í tölvuleik. „Aðalverkefnið verður að búa til þessa tækni. En við sjáum fram á að gera bæði okkar eigin leiki og vinna með öðrum leikjaframleiðendum,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Fjárfesta 200 milljónum í næstu hugmynd stofnenda Plain Vanilla Hópur fjárfesta hefur lagt íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Teatime til jafnvirði um 200 milljónir króna. Index Ventures, alþjóðlegur fjárfestingarsjóður, sem fjárfesti meðal annars í Facebook, Skype, Candy Crush og Clash of Clans, leiðir fjárfestinguna. 27. september 2017 06:45 Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53 Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00
Fjárfesta 200 milljónum í næstu hugmynd stofnenda Plain Vanilla Hópur fjárfesta hefur lagt íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Teatime til jafnvirði um 200 milljónir króna. Index Ventures, alþjóðlegur fjárfestingarsjóður, sem fjárfesti meðal annars í Facebook, Skype, Candy Crush og Clash of Clans, leiðir fjárfestinguna. 27. september 2017 06:45
Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent