Ég hleyp fyrir... Bjarni Karlsson skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Um helgina tók ég þátt í stærstu guðsþjónustu ársins, Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem meira en 14 þúsund hlauparar og annað eins af stuðningsfólki tók þátt í þágu bættrar heilsu og aukins réttlætis. Sjálfur hljóp ég fyrir Pieta – forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, sem eru ein af 180 félagasamtökum sem voru með í áheitasöfnun að þessu sinni. Meðfram hlaupaleiðinni stóð brosandi fólk. Einn stóð á tröppum húss síns og lék á saxófón, bílskúrsbönd léku á gangstéttum, fólk sló trommur og blés í flautur. Á Lindarbrautinni stóð sveittum hlaupurum svalandi regnúði til boða, börn söfnuðu „fimmum“ og er á leið voru boðnir fram drykkir, bananar, sætindi, melónur og margs konar fínerí sem grípa mátti á stökkinu. Fulltrúar alls kyns velgerðar- og mannréttindasamtaka sem áttu sína spretthörðu fulltrúa hvöttu mannskapinn til dáða og yfir öllu ríkti gleði, umhyggja og samstaða. Um miðbik hlaupsins var ég lengi með mann fyrir framan mig sem hljóp vel og á baki hans stóð „Ég hleyp fyrir Baldur Tý og Baldvin Ara með von um lækningu“. Svo seig hann lengra en nöfn bræðranna ungu settust að í hjartanu á mér. Ég bið þess að þeir fái bata og ég veit að við biðjum þess öll. Harðsperrurnar líða úr skrokknum en ilmurinn í sálinni mun vara lengi. Það er mögnuð reynsla að taka þátt í slíku fjöldaákalli og samstöðuyfirlýsingu þar sem berskjöldun mannlegrar tilveru er viðurkennd og henni lýst um leið og þrá okkar allra eftir heilsu og réttlæti er blygðunarlaust tjáð með manneskjulegheitum og gleði. Með þátttökunni í Reykjavíkurmaraþoninu voru einstaklingar, fjölskyldur, vinahópar, félög og fyrirtæki að segja: Okkur stendur ekki á sama. Við höldum hvert með öðru og viljum að heilsa og réttlæti sé hlutskipti allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Um helgina tók ég þátt í stærstu guðsþjónustu ársins, Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem meira en 14 þúsund hlauparar og annað eins af stuðningsfólki tók þátt í þágu bættrar heilsu og aukins réttlætis. Sjálfur hljóp ég fyrir Pieta – forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, sem eru ein af 180 félagasamtökum sem voru með í áheitasöfnun að þessu sinni. Meðfram hlaupaleiðinni stóð brosandi fólk. Einn stóð á tröppum húss síns og lék á saxófón, bílskúrsbönd léku á gangstéttum, fólk sló trommur og blés í flautur. Á Lindarbrautinni stóð sveittum hlaupurum svalandi regnúði til boða, börn söfnuðu „fimmum“ og er á leið voru boðnir fram drykkir, bananar, sætindi, melónur og margs konar fínerí sem grípa mátti á stökkinu. Fulltrúar alls kyns velgerðar- og mannréttindasamtaka sem áttu sína spretthörðu fulltrúa hvöttu mannskapinn til dáða og yfir öllu ríkti gleði, umhyggja og samstaða. Um miðbik hlaupsins var ég lengi með mann fyrir framan mig sem hljóp vel og á baki hans stóð „Ég hleyp fyrir Baldur Tý og Baldvin Ara með von um lækningu“. Svo seig hann lengra en nöfn bræðranna ungu settust að í hjartanu á mér. Ég bið þess að þeir fái bata og ég veit að við biðjum þess öll. Harðsperrurnar líða úr skrokknum en ilmurinn í sálinni mun vara lengi. Það er mögnuð reynsla að taka þátt í slíku fjöldaákalli og samstöðuyfirlýsingu þar sem berskjöldun mannlegrar tilveru er viðurkennd og henni lýst um leið og þrá okkar allra eftir heilsu og réttlæti er blygðunarlaust tjáð með manneskjulegheitum og gleði. Með þátttökunni í Reykjavíkurmaraþoninu voru einstaklingar, fjölskyldur, vinahópar, félög og fyrirtæki að segja: Okkur stendur ekki á sama. Við höldum hvert með öðru og viljum að heilsa og réttlæti sé hlutskipti allra.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun