Facebook stríðir notendum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 14:11 Þessi kaldranalegu skilaboð tóku á móti mörgum sem vildu skrá sig inn á Facebook eftir hádegi í dag. Notendur Facebook um víða veröld hafa kvartað undan hægagangi á samfélagsmiðlinum eftir hádegi í dag - og hafa sumir hreinlega ekki getað skráð sig inn. Notendur Instagram kvörtuðu einnig undan hægagangi, en myndefnismiðillinn er í eigu Facebook. Ætla má að rekja megi truflunina til uppfærslu sem Facebook greindi notendum sínum frá þegar þeir reyndu að skrá sig inn á samfélagsmiðilinn skömmu eftir hádegi í dag. Tæknideild Facebook virðist þó hafa átt í vandræðum með að keyra uppfærsluna í gegn. Þegar notendur reyndu að endurhlaða lendingarsíðuna eftir að hafa fengið uppfærsluskilaboðin tók villumelding á móti þeim. „Afsakið, eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis. Við reynum að leysa úr þessu eins fljótt og auðið er.“Facebook looks to currently be experiencing an outage. The website is currently showing errors while users attempt to login, and view the site #Facebook @facebook pic.twitter.com/xegl8bpMav— Jonny McGuigan (@jonnymcguigan) November 20, 2018 Ef marka á vefsíðuna Downdetector, sem segist halda utan um tilkynningar sem berast um hvers kyns virknivandamál á Facebook, þá er hrun samfélagsmiðilsins svo sannarlega ekki bundið við Ísland. Notendur um allan heim; til að mynda í Bandaríkjunum, á meginlandi Evrópu, Brasilíu, Indlandi og Ástralíu, hafa fundið fyrir hvers kyns truflunum. Flestir kvarta undan því að síðan hafi hreinlega ekki opnast á meðan margir áttu í erfiðleikum með að skrá sig inn. Facebook virðist þó vera að rétta aftur út kútnum þegar þetta er skrifað á þriðja tímanum. Þó eru ýmis eiginleikar Facebook ennþá í lamasessi. Má þar nefna að myndir notenda, sem alla jafna má sjá við nöfn þeirra í spjallforritshluta miðilsins, eru hvergi sjáanlegar. Facebook Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Notendur Facebook um víða veröld hafa kvartað undan hægagangi á samfélagsmiðlinum eftir hádegi í dag - og hafa sumir hreinlega ekki getað skráð sig inn. Notendur Instagram kvörtuðu einnig undan hægagangi, en myndefnismiðillinn er í eigu Facebook. Ætla má að rekja megi truflunina til uppfærslu sem Facebook greindi notendum sínum frá þegar þeir reyndu að skrá sig inn á samfélagsmiðilinn skömmu eftir hádegi í dag. Tæknideild Facebook virðist þó hafa átt í vandræðum með að keyra uppfærsluna í gegn. Þegar notendur reyndu að endurhlaða lendingarsíðuna eftir að hafa fengið uppfærsluskilaboðin tók villumelding á móti þeim. „Afsakið, eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis. Við reynum að leysa úr þessu eins fljótt og auðið er.“Facebook looks to currently be experiencing an outage. The website is currently showing errors while users attempt to login, and view the site #Facebook @facebook pic.twitter.com/xegl8bpMav— Jonny McGuigan (@jonnymcguigan) November 20, 2018 Ef marka á vefsíðuna Downdetector, sem segist halda utan um tilkynningar sem berast um hvers kyns virknivandamál á Facebook, þá er hrun samfélagsmiðilsins svo sannarlega ekki bundið við Ísland. Notendur um allan heim; til að mynda í Bandaríkjunum, á meginlandi Evrópu, Brasilíu, Indlandi og Ástralíu, hafa fundið fyrir hvers kyns truflunum. Flestir kvarta undan því að síðan hafi hreinlega ekki opnast á meðan margir áttu í erfiðleikum með að skrá sig inn. Facebook virðist þó vera að rétta aftur út kútnum þegar þetta er skrifað á þriðja tímanum. Þó eru ýmis eiginleikar Facebook ennþá í lamasessi. Má þar nefna að myndir notenda, sem alla jafna má sjá við nöfn þeirra í spjallforritshluta miðilsins, eru hvergi sjáanlegar.
Facebook Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent