Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Daníel Freyr Birkisson skrifar 15. janúar 2018 17:39 Ekki var fallist á sýknukröfu flugfélagsins. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvor um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016.Óveður um morgun olli töfum um kvöldFarþegarnir áttu flug með WOW air frá London til Keflavíkur þann 19. desember 2016 kl. 19:50 og var gert ráð fyrir lendingu hér heima kl. 23:25. Fór svo að flugið tafðist um 219 mínútur og flaug vélin frá London kl. 23:29 og lenti 3:23. Segir í bréfi frá félaginu að ástæða tafarinnar hafi verið óveður í Keflavík um fyrr um morguninn sem olli því að vélin fór seinna af stað. Í bréfinu segir að veðrið hafi neytt flugrekendur til þess að kyrrsetja vélar sínar og aðstæðurnar því óviðráðanlegar. Þar af leiðandi væri félagið laust undan bótaskyldu.Vísuðu til niðurstaðna EvrópudómstólsinsKrafa stefnenda byggði á meginreglum skaðabótarréttar á skaðabótalögum og reglugerð um skaðabætur og aðstoð handa farþegum í flugi sem neitað er um far eða flugi þeirra aflýst, seinkað, flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum. Einnig var vísað til reglugerðar Evrópuþings og ráðsins (EB) um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð handa farþegum sem er neitað um far þegar seinkun verður eða flugi aflýst. Var farið fram á að WOW air greiddi hvorum farþega skaðabætur að fjárhæð 47.483 kr. Þá vísaði lögmaður stefnenda til fjölda svipaðra mála er fóru fyrir Evrópudómstólinn. Eru þónokkur fordæmi fyrir því að flugfélögum hafi verið gert að greiða farþegum skaðabætur vegna tafa eða aflýstra fluga. WOW air byggði sýknukröfu sína á því að skilyrði skaðabótaskyldu væru ekki uppfyllt. Þá segir einnig í sýknukröfunni að „bótareglur“ reglugerðar 261/2004 „skorti með öllu lagastoð í íslenskum rétti“. Tekin var skýrsla af deildarstjóra flugumsjónar WOW air sem sagði að óveðrið um morguninn hafi komið af stað keðjuverkun sem varð þess valdandi að flugið tafðist um kvöldið. Það hafi snjóað og ísing fest á bæði flugvelli og flugvélum sem gerði þjónustuaðilum erfitt fyrir.Eiga von á áfrýjun Var það niðurstaða dómsins að óviðráðanlegar aðstæður sem valda seinkun flugs leiði ekki sjálfkrafa til þess að seinkun síðari flugferða af sömu orsökum teljist vera af völdum óviðráðanlegra aðstæðna sem ekki hafi verið hægt að afstýra. WOW air hafi því átt að vera fært að koma í veg fyrir tafir á seinni flugum dagsins þrátt fyrir tafir um morguninn. Í svari WOW air við fyrirspurn Vísis segir lögmaður flugfélagsins að ekki sé búið að leggjast yfir dóminn í heild sinni en á hann „frekar von á því“ að niðurstöðunni verði áfrýjað. Líklegt þykir að sækja þurfi um áfrýjunarleyfi sökum þess hve upphæðin er lág. Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fékk ekki að fljúga með Wow því föðurnafnið vantaði "Vegna öryggis má flugfélagið ekki breyta fornafni og eftirnafni.“ 12. janúar 2018 16:12 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvor um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016.Óveður um morgun olli töfum um kvöldFarþegarnir áttu flug með WOW air frá London til Keflavíkur þann 19. desember 2016 kl. 19:50 og var gert ráð fyrir lendingu hér heima kl. 23:25. Fór svo að flugið tafðist um 219 mínútur og flaug vélin frá London kl. 23:29 og lenti 3:23. Segir í bréfi frá félaginu að ástæða tafarinnar hafi verið óveður í Keflavík um fyrr um morguninn sem olli því að vélin fór seinna af stað. Í bréfinu segir að veðrið hafi neytt flugrekendur til þess að kyrrsetja vélar sínar og aðstæðurnar því óviðráðanlegar. Þar af leiðandi væri félagið laust undan bótaskyldu.Vísuðu til niðurstaðna EvrópudómstólsinsKrafa stefnenda byggði á meginreglum skaðabótarréttar á skaðabótalögum og reglugerð um skaðabætur og aðstoð handa farþegum í flugi sem neitað er um far eða flugi þeirra aflýst, seinkað, flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum. Einnig var vísað til reglugerðar Evrópuþings og ráðsins (EB) um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð handa farþegum sem er neitað um far þegar seinkun verður eða flugi aflýst. Var farið fram á að WOW air greiddi hvorum farþega skaðabætur að fjárhæð 47.483 kr. Þá vísaði lögmaður stefnenda til fjölda svipaðra mála er fóru fyrir Evrópudómstólinn. Eru þónokkur fordæmi fyrir því að flugfélögum hafi verið gert að greiða farþegum skaðabætur vegna tafa eða aflýstra fluga. WOW air byggði sýknukröfu sína á því að skilyrði skaðabótaskyldu væru ekki uppfyllt. Þá segir einnig í sýknukröfunni að „bótareglur“ reglugerðar 261/2004 „skorti með öllu lagastoð í íslenskum rétti“. Tekin var skýrsla af deildarstjóra flugumsjónar WOW air sem sagði að óveðrið um morguninn hafi komið af stað keðjuverkun sem varð þess valdandi að flugið tafðist um kvöldið. Það hafi snjóað og ísing fest á bæði flugvelli og flugvélum sem gerði þjónustuaðilum erfitt fyrir.Eiga von á áfrýjun Var það niðurstaða dómsins að óviðráðanlegar aðstæður sem valda seinkun flugs leiði ekki sjálfkrafa til þess að seinkun síðari flugferða af sömu orsökum teljist vera af völdum óviðráðanlegra aðstæðna sem ekki hafi verið hægt að afstýra. WOW air hafi því átt að vera fært að koma í veg fyrir tafir á seinni flugum dagsins þrátt fyrir tafir um morguninn. Í svari WOW air við fyrirspurn Vísis segir lögmaður flugfélagsins að ekki sé búið að leggjast yfir dóminn í heild sinni en á hann „frekar von á því“ að niðurstöðunni verði áfrýjað. Líklegt þykir að sækja þurfi um áfrýjunarleyfi sökum þess hve upphæðin er lág.
Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fékk ekki að fljúga með Wow því föðurnafnið vantaði "Vegna öryggis má flugfélagið ekki breyta fornafni og eftirnafni.“ 12. janúar 2018 16:12 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Fékk ekki að fljúga með Wow því föðurnafnið vantaði "Vegna öryggis má flugfélagið ekki breyta fornafni og eftirnafni.“ 12. janúar 2018 16:12
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent