Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. nóvember 2018 20:00 Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Ísland er ekki í nýjum tölum OECD um vinnustundir því Hagstofa Íslands birti fyrr á þessu ári nýtt mat á útreikningum vinnustunda og á OECD eftir að taka tillit til þess. Í mati Hagstofunnar kemur fram að fjöldi vinnustunda á Íslandi sé 16-22 prósent lægri en áður var talið. Það skýrist meðal annars af því að einstaklingar hafi gefið upp of margar vinnustundir í úrtakskönnun vinnumarkaðsrannsóknar. Í því sambandi hafi verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda. Þannig hafi menn tekið matartíma og hlé inn í fjölda vinnustunda. Langur vinnudagur Íslendinga hefur lengi þótt vitnisburður um eljusemi og starfsþrótt en er hann kannski bara þjóðsaga? Og hvernig koma tölur um vinnustundir Íslendinga á grundvelli nýrra útreikninga Hagstofunnar út í samanburði við nýbirtar tölur OECD? Ísland var með 1883 vinnustundir á ári miðað við eldri útreikninga og hefði því endað milli Ísraels og Póllands í fyrra. Útfrá leiðréttri aðferðafræði Hagstofunnar vinna Íslendingar um 1487 vinnustundir á ári og hefði það skilað Íslendingum á milli Hollands og Frakklands en aðeins fjögur ríki vinna færri stundir. Það var Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, sem fyrstur greindi frá þessu á Twitter. OECD hefur tekið Ísland út úr tölum um vinnutíma. Enda virðist hann hafa verið ofmetinn svo langur vinnudagur Íslendinga er því mýta. Miðað við Hagstofuna er talan 1487 stundir sem setur Ísland á milli Hollands og Frakklands, með stuttan vinnutíma. https://t.co/sm9m9PbdR5 https://t.co/F0B80ShHVt— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) November 11, 2018 Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta gjörbreyta tölum um framleiðni hér á landi. „Framleiðni vinnuafls á Íslandi er mun betri en áður var talið. Nýju tölurnar sýna um það bil 30 prósent meiri framleiðni á hverja vinnustund á Íslandi heldur en í fyrri birtum tölum OECD,“ segir Hannes. Í raun jókst framleiðni á Íslandi með einu pennastriki þegar Hagstofan leiðrétti útreikning um fjölda vinnustunda. „Frá því að vera undir meðaltali í alþjóðlegum samanburði þá er Ísland 20 prósent yfir meðaltalinu og orðið sambærilegt við Svíþjóð, hærra en Finnland og meðal efstu þjóða hvað framleiðni varðar,“ segir Hannes. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Ísland er ekki í nýjum tölum OECD um vinnustundir því Hagstofa Íslands birti fyrr á þessu ári nýtt mat á útreikningum vinnustunda og á OECD eftir að taka tillit til þess. Í mati Hagstofunnar kemur fram að fjöldi vinnustunda á Íslandi sé 16-22 prósent lægri en áður var talið. Það skýrist meðal annars af því að einstaklingar hafi gefið upp of margar vinnustundir í úrtakskönnun vinnumarkaðsrannsóknar. Í því sambandi hafi verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda. Þannig hafi menn tekið matartíma og hlé inn í fjölda vinnustunda. Langur vinnudagur Íslendinga hefur lengi þótt vitnisburður um eljusemi og starfsþrótt en er hann kannski bara þjóðsaga? Og hvernig koma tölur um vinnustundir Íslendinga á grundvelli nýrra útreikninga Hagstofunnar út í samanburði við nýbirtar tölur OECD? Ísland var með 1883 vinnustundir á ári miðað við eldri útreikninga og hefði því endað milli Ísraels og Póllands í fyrra. Útfrá leiðréttri aðferðafræði Hagstofunnar vinna Íslendingar um 1487 vinnustundir á ári og hefði það skilað Íslendingum á milli Hollands og Frakklands en aðeins fjögur ríki vinna færri stundir. Það var Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, sem fyrstur greindi frá þessu á Twitter. OECD hefur tekið Ísland út úr tölum um vinnutíma. Enda virðist hann hafa verið ofmetinn svo langur vinnudagur Íslendinga er því mýta. Miðað við Hagstofuna er talan 1487 stundir sem setur Ísland á milli Hollands og Frakklands, með stuttan vinnutíma. https://t.co/sm9m9PbdR5 https://t.co/F0B80ShHVt— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) November 11, 2018 Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta gjörbreyta tölum um framleiðni hér á landi. „Framleiðni vinnuafls á Íslandi er mun betri en áður var talið. Nýju tölurnar sýna um það bil 30 prósent meiri framleiðni á hverja vinnustund á Íslandi heldur en í fyrri birtum tölum OECD,“ segir Hannes. Í raun jókst framleiðni á Íslandi með einu pennastriki þegar Hagstofan leiðrétti útreikning um fjölda vinnustunda. „Frá því að vera undir meðaltali í alþjóðlegum samanburði þá er Ísland 20 prósent yfir meðaltalinu og orðið sambærilegt við Svíþjóð, hærra en Finnland og meðal efstu þjóða hvað framleiðni varðar,“ segir Hannes.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira