Gömlu Boston Celtics liðfélagarnir enn í fýlu út í Ray Allen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 23:30 Ray Allen með Paul Pierce og Kevin Garnett meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty Körfuboltamaðurinn Ray Allen er á leiðinni í Heiðurshöllina í kvöld en það hefur vakið furðu margra að gömlu liðsfélagar hans úr Boston Celtics vilja ennþá ekkert með hann hafa. Ray Allen varð NBA-meistari með mönnum eins og Paul Pierce, Kevin Garnett, Rajon Rondo og Kendrick Perkins. Saman mynduðu þeir frábært lið en þegar Kevin Garnett og Ray Allen komu til Boston fyrir 2007-2008 tímabilið varð til rosalegt lið. Boston liðið vann NBA-titilinn 2008 og komst síðan aftur í lokaúrslitin tveimur árum síðar. Sumarið 2012 hafnaði Ray Allen 12 milljóna tilboði frá Boston fyrir tvö ár en gerði þess í stað þriggja ára samning við Miami Heat þar sem hann fékk undir tíu milljónir dollara. Liðsfélagar hans í Boston Celtics litu á Ray Allen í framhaldinu sem svikara en Allen varð síðan NBA-meistari á fyrsta tímabili sínu með Miami Heat. Ray Allen verður eins og áður sagði tekinn inn í Heiðurshöllina í kvöld en hann var í viðtali við Rachel Nichols á ESPN þar sem hann sagði frá því að gömli liðfélagarnir úr Boston Celtics vilji ennþá ekkert með hann hafa. Það verður sem dæmi Reggie Miller sem kynnir hann á hátíðinni í kvöld en þeir spiluðu aldrei saman. Miller var hinsvegar mikil þriggja stiga skytta eins og Allen og Ray Allen sló bæði met Reggie yfir flesta þrista í bæði deildarkeppni og úrslitakeppni. Brot úr þessu viðtali við Ray Allen í þættinum Jump á ESPN má sjá hér fyrir neðan.Ray Allen tells me none of his old Celtics teammates have reached out about his HoF induction. He said the whole situation has "bothered me; Ive always hated to have any ill will or animosity in the airwaves. But I’m not throwing it out there. I'm just happy to be moving forward" pic.twitter.com/MM7d0ZMGN0 — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 7, 2018Ray Allen viðurkennir þarna að þetta hafi haft áhrif á hann en hann ætli bara að einblína á það að njóta stundarinnar í kvöld. Það er hefð fyrir því að gamlir liðsfélagar fagni því með mönnum þegar þeir eru teknir inn í Heiðurshöllina en það eru engar líkur á því að Paul Pierce, Kevin Garnett eða Rajon Rondo verði á svæðinu í kvöld. NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Ray Allen er á leiðinni í Heiðurshöllina í kvöld en það hefur vakið furðu margra að gömlu liðsfélagar hans úr Boston Celtics vilja ennþá ekkert með hann hafa. Ray Allen varð NBA-meistari með mönnum eins og Paul Pierce, Kevin Garnett, Rajon Rondo og Kendrick Perkins. Saman mynduðu þeir frábært lið en þegar Kevin Garnett og Ray Allen komu til Boston fyrir 2007-2008 tímabilið varð til rosalegt lið. Boston liðið vann NBA-titilinn 2008 og komst síðan aftur í lokaúrslitin tveimur árum síðar. Sumarið 2012 hafnaði Ray Allen 12 milljóna tilboði frá Boston fyrir tvö ár en gerði þess í stað þriggja ára samning við Miami Heat þar sem hann fékk undir tíu milljónir dollara. Liðsfélagar hans í Boston Celtics litu á Ray Allen í framhaldinu sem svikara en Allen varð síðan NBA-meistari á fyrsta tímabili sínu með Miami Heat. Ray Allen verður eins og áður sagði tekinn inn í Heiðurshöllina í kvöld en hann var í viðtali við Rachel Nichols á ESPN þar sem hann sagði frá því að gömli liðfélagarnir úr Boston Celtics vilji ennþá ekkert með hann hafa. Það verður sem dæmi Reggie Miller sem kynnir hann á hátíðinni í kvöld en þeir spiluðu aldrei saman. Miller var hinsvegar mikil þriggja stiga skytta eins og Allen og Ray Allen sló bæði met Reggie yfir flesta þrista í bæði deildarkeppni og úrslitakeppni. Brot úr þessu viðtali við Ray Allen í þættinum Jump á ESPN má sjá hér fyrir neðan.Ray Allen tells me none of his old Celtics teammates have reached out about his HoF induction. He said the whole situation has "bothered me; Ive always hated to have any ill will or animosity in the airwaves. But I’m not throwing it out there. I'm just happy to be moving forward" pic.twitter.com/MM7d0ZMGN0 — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 7, 2018Ray Allen viðurkennir þarna að þetta hafi haft áhrif á hann en hann ætli bara að einblína á það að njóta stundarinnar í kvöld. Það er hefð fyrir því að gamlir liðsfélagar fagni því með mönnum þegar þeir eru teknir inn í Heiðurshöllina en það eru engar líkur á því að Paul Pierce, Kevin Garnett eða Rajon Rondo verði á svæðinu í kvöld.
NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira