Þjálfari Cleveland Cavaliers: Besti leikur LeBrons á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2018 17:15 LeBron James sýndi enn á ný snilli sína í nótt. Vísir/Getty LeBron James á að baki margar rosalegar frammistöður á löngum og glæsilegum ferli sínum í NBA-deildinni og hann bætti einum við í nótt þegar Cleveland Cavaliers tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar fjórða árið í röð. Cleveland Cavaliers vann þá Boston Celtics á útivelli í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum þar sem liðið mætir annaðhvort Golden State Warriors eða Houston Rockets. LeBron James spilaði allar 48 mínúturnar í 87-79 sigri Cleveland Cavaliers og var með 35 stig, 15 fráköst, 9 stoðsendingar og 2 varin skot.LeBron James helps the @cavs reach the #NBAFinals with 35 PTS, 15 REB, 9 AST in Game 7! LBJ has scored 30 or more points in six Game 7s, the most such games in #NBAPlayoffs history. #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/HTF21ljDHD — NBA.com/Stats (@nbastats) May 28, 2018 Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, var ánægður í leikslok og sparaði ekki stóru orðin í viðtölum við fjölmiðla. „Þetta er hans besti leikur á ferlinum. Hann hefur átt marga svakalega leiki á glæsilegum ferli en ef við tökum inn kringumstæðurnar, alla sögu Boston og að við vorum að mæta vel þjálfuðu og ungu liði sem hafði ekki tapað á heimavelli þá kemst ég að þessari niðurstöðu,“ sagði Tyronn Lue. Boston Celtics liðið hafði unnið tíu fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni í ár fyrir þennan leik og þar af þrjá heimaleiki á móti Cleveland með 17 stigum að meðaltali í leik.LeBron James has won 6 straight Game 7s and moves to 6-2 in Game 7s in his career. This will be his 8th straight NBA Finals appearance. James will become the 6th player in NBA history to play in 8 straight Finals (joining 5 players from Celtics teams of the 1950s-60s). pic.twitter.com/HUnKXKu3sO — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 28, 2018 LeBron James er kominn í lokaúrslitin áttunda árið í röð og sjaldan hefur hann borið uppi lið eins og hann gerir í ár. Það hjálpaði ekki heldur til að næstbesti leikmaður liðsins, Kevin Love, missti af nær öllum leik sex og var heldur ekki með í nótt. LeBron James endaði einvígið á móti Boston Celtics með 33,6 stig, 9,0 fráköst og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann skoraði 34,0 stig að meðaltali í leik í einvíginu á móti Toronto Raptors og var með 34,4 stig í leik í fyrstu umferðinni á móti Indiana Pacers.The evolution of LeBron in the NBA Finals. pic.twitter.com/N2voVuKKVs — ESPN (@espn) May 28, 2018 NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
LeBron James á að baki margar rosalegar frammistöður á löngum og glæsilegum ferli sínum í NBA-deildinni og hann bætti einum við í nótt þegar Cleveland Cavaliers tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar fjórða árið í röð. Cleveland Cavaliers vann þá Boston Celtics á útivelli í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum þar sem liðið mætir annaðhvort Golden State Warriors eða Houston Rockets. LeBron James spilaði allar 48 mínúturnar í 87-79 sigri Cleveland Cavaliers og var með 35 stig, 15 fráköst, 9 stoðsendingar og 2 varin skot.LeBron James helps the @cavs reach the #NBAFinals with 35 PTS, 15 REB, 9 AST in Game 7! LBJ has scored 30 or more points in six Game 7s, the most such games in #NBAPlayoffs history. #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/HTF21ljDHD — NBA.com/Stats (@nbastats) May 28, 2018 Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, var ánægður í leikslok og sparaði ekki stóru orðin í viðtölum við fjölmiðla. „Þetta er hans besti leikur á ferlinum. Hann hefur átt marga svakalega leiki á glæsilegum ferli en ef við tökum inn kringumstæðurnar, alla sögu Boston og að við vorum að mæta vel þjálfuðu og ungu liði sem hafði ekki tapað á heimavelli þá kemst ég að þessari niðurstöðu,“ sagði Tyronn Lue. Boston Celtics liðið hafði unnið tíu fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni í ár fyrir þennan leik og þar af þrjá heimaleiki á móti Cleveland með 17 stigum að meðaltali í leik.LeBron James has won 6 straight Game 7s and moves to 6-2 in Game 7s in his career. This will be his 8th straight NBA Finals appearance. James will become the 6th player in NBA history to play in 8 straight Finals (joining 5 players from Celtics teams of the 1950s-60s). pic.twitter.com/HUnKXKu3sO — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 28, 2018 LeBron James er kominn í lokaúrslitin áttunda árið í röð og sjaldan hefur hann borið uppi lið eins og hann gerir í ár. Það hjálpaði ekki heldur til að næstbesti leikmaður liðsins, Kevin Love, missti af nær öllum leik sex og var heldur ekki með í nótt. LeBron James endaði einvígið á móti Boston Celtics með 33,6 stig, 9,0 fráköst og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann skoraði 34,0 stig að meðaltali í leik í einvíginu á móti Toronto Raptors og var með 34,4 stig í leik í fyrstu umferðinni á móti Indiana Pacers.The evolution of LeBron in the NBA Finals. pic.twitter.com/N2voVuKKVs — ESPN (@espn) May 28, 2018
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira