Þjálfari Cleveland Cavaliers: Besti leikur LeBrons á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2018 17:15 LeBron James sýndi enn á ný snilli sína í nótt. Vísir/Getty LeBron James á að baki margar rosalegar frammistöður á löngum og glæsilegum ferli sínum í NBA-deildinni og hann bætti einum við í nótt þegar Cleveland Cavaliers tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar fjórða árið í röð. Cleveland Cavaliers vann þá Boston Celtics á útivelli í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum þar sem liðið mætir annaðhvort Golden State Warriors eða Houston Rockets. LeBron James spilaði allar 48 mínúturnar í 87-79 sigri Cleveland Cavaliers og var með 35 stig, 15 fráköst, 9 stoðsendingar og 2 varin skot.LeBron James helps the @cavs reach the #NBAFinals with 35 PTS, 15 REB, 9 AST in Game 7! LBJ has scored 30 or more points in six Game 7s, the most such games in #NBAPlayoffs history. #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/HTF21ljDHD — NBA.com/Stats (@nbastats) May 28, 2018 Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, var ánægður í leikslok og sparaði ekki stóru orðin í viðtölum við fjölmiðla. „Þetta er hans besti leikur á ferlinum. Hann hefur átt marga svakalega leiki á glæsilegum ferli en ef við tökum inn kringumstæðurnar, alla sögu Boston og að við vorum að mæta vel þjálfuðu og ungu liði sem hafði ekki tapað á heimavelli þá kemst ég að þessari niðurstöðu,“ sagði Tyronn Lue. Boston Celtics liðið hafði unnið tíu fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni í ár fyrir þennan leik og þar af þrjá heimaleiki á móti Cleveland með 17 stigum að meðaltali í leik.LeBron James has won 6 straight Game 7s and moves to 6-2 in Game 7s in his career. This will be his 8th straight NBA Finals appearance. James will become the 6th player in NBA history to play in 8 straight Finals (joining 5 players from Celtics teams of the 1950s-60s). pic.twitter.com/HUnKXKu3sO — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 28, 2018 LeBron James er kominn í lokaúrslitin áttunda árið í röð og sjaldan hefur hann borið uppi lið eins og hann gerir í ár. Það hjálpaði ekki heldur til að næstbesti leikmaður liðsins, Kevin Love, missti af nær öllum leik sex og var heldur ekki með í nótt. LeBron James endaði einvígið á móti Boston Celtics með 33,6 stig, 9,0 fráköst og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann skoraði 34,0 stig að meðaltali í leik í einvíginu á móti Toronto Raptors og var með 34,4 stig í leik í fyrstu umferðinni á móti Indiana Pacers.The evolution of LeBron in the NBA Finals. pic.twitter.com/N2voVuKKVs — ESPN (@espn) May 28, 2018 NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
LeBron James á að baki margar rosalegar frammistöður á löngum og glæsilegum ferli sínum í NBA-deildinni og hann bætti einum við í nótt þegar Cleveland Cavaliers tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar fjórða árið í röð. Cleveland Cavaliers vann þá Boston Celtics á útivelli í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum þar sem liðið mætir annaðhvort Golden State Warriors eða Houston Rockets. LeBron James spilaði allar 48 mínúturnar í 87-79 sigri Cleveland Cavaliers og var með 35 stig, 15 fráköst, 9 stoðsendingar og 2 varin skot.LeBron James helps the @cavs reach the #NBAFinals with 35 PTS, 15 REB, 9 AST in Game 7! LBJ has scored 30 or more points in six Game 7s, the most such games in #NBAPlayoffs history. #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/HTF21ljDHD — NBA.com/Stats (@nbastats) May 28, 2018 Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, var ánægður í leikslok og sparaði ekki stóru orðin í viðtölum við fjölmiðla. „Þetta er hans besti leikur á ferlinum. Hann hefur átt marga svakalega leiki á glæsilegum ferli en ef við tökum inn kringumstæðurnar, alla sögu Boston og að við vorum að mæta vel þjálfuðu og ungu liði sem hafði ekki tapað á heimavelli þá kemst ég að þessari niðurstöðu,“ sagði Tyronn Lue. Boston Celtics liðið hafði unnið tíu fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni í ár fyrir þennan leik og þar af þrjá heimaleiki á móti Cleveland með 17 stigum að meðaltali í leik.LeBron James has won 6 straight Game 7s and moves to 6-2 in Game 7s in his career. This will be his 8th straight NBA Finals appearance. James will become the 6th player in NBA history to play in 8 straight Finals (joining 5 players from Celtics teams of the 1950s-60s). pic.twitter.com/HUnKXKu3sO — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 28, 2018 LeBron James er kominn í lokaúrslitin áttunda árið í röð og sjaldan hefur hann borið uppi lið eins og hann gerir í ár. Það hjálpaði ekki heldur til að næstbesti leikmaður liðsins, Kevin Love, missti af nær öllum leik sex og var heldur ekki með í nótt. LeBron James endaði einvígið á móti Boston Celtics með 33,6 stig, 9,0 fráköst og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann skoraði 34,0 stig að meðaltali í leik í einvíginu á móti Toronto Raptors og var með 34,4 stig í leik í fyrstu umferðinni á móti Indiana Pacers.The evolution of LeBron in the NBA Finals. pic.twitter.com/N2voVuKKVs — ESPN (@espn) May 28, 2018
NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira