PSA aftur til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2018 10:46 Hin þrjú bílamerki PSA Peugeot Citroën bílasamstæðunnar. PSA Peugeot Citroën hefur ekki selt bíla sína í Bandaríkjunum síðan árið 1991, eða í 27 ár. Sala Citroën bíla hætti reyndar í Bandaríkjunum árið 1974 og Peugeot dró sig endanlega frá þeim markaði árið 1991 og hafði þá selt bíla sína í landinu í 31 ár. Samkvæmt ummælum frá forstjóra Peugeot, Jean Philippe Imparato, er þó stefnan tekin á að selja aftur bíla frá bílasamstæðunni þar í landi, en það verður þó ekki alveg á næstunni og gætu liðið allt að 10 ár þangað til það raungerist. Alls ekki er víst hvaða bílgerðir yrðu fyrir valin fyrst um sinn, en ekki þykir ólíklegt að það yrðu DS lúxusbílar PSA. Undirbúningur er hafinn hjá PSA varðandi endurkomu á bandaríska bílamarkaðinn og réð PSA fyrrum yfirmann Nissan og TrueCar, Larry Dominique til að stjórna þeirri endurkomu. Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent
PSA Peugeot Citroën hefur ekki selt bíla sína í Bandaríkjunum síðan árið 1991, eða í 27 ár. Sala Citroën bíla hætti reyndar í Bandaríkjunum árið 1974 og Peugeot dró sig endanlega frá þeim markaði árið 1991 og hafði þá selt bíla sína í landinu í 31 ár. Samkvæmt ummælum frá forstjóra Peugeot, Jean Philippe Imparato, er þó stefnan tekin á að selja aftur bíla frá bílasamstæðunni þar í landi, en það verður þó ekki alveg á næstunni og gætu liðið allt að 10 ár þangað til það raungerist. Alls ekki er víst hvaða bílgerðir yrðu fyrir valin fyrst um sinn, en ekki þykir ólíklegt að það yrðu DS lúxusbílar PSA. Undirbúningur er hafinn hjá PSA varðandi endurkomu á bandaríska bílamarkaðinn og réð PSA fyrrum yfirmann Nissan og TrueCar, Larry Dominique til að stjórna þeirri endurkomu.
Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent