Kjalarnes í forgang – 10 góðar ástæður Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Í upphafi þessa árs varð til sterk bylgja í samfélaginu, einkum meðal þeirra sem aka Kjalarnesið reglulega, íbúa á Kjalarnesi og þeirra sem eiga ættingja, vini eða vinnufélaga, sem þurfa jafnvel daglega að aka þennan háskalega veg. Bylgjan hafði kraumað undir yfirborðinu lengi vel, en síðan varð skýr vendipunktur og hún braust fram af fullum krafti. Krafan er nú sú, að Vesturlandsvegur um Kjalarnes verði settur efstur á framkvæmdalista Vegagerðarinnar. Að viðgerðir fari fram strax og að vinna við tvöföldun vegarins verði sett í gang umsvifalaust. Að framkvæmdum verði hraðað og ljúki sem allra fyrst. Þessi skýlausa krafa er sett fram af sveitarfélögunum norðan Hvalfjarðarganga, af fyrirtækjum á Akranesi og á Grundartanga og síðast en ekki síst af almennum borgurum, þúsundum vegfarenda. Allir þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa lýst yfir stuðningi við þessa kröfu. En hverjar eru helstu ástæðurnar fyrir því að Kjalarnes á að fara í forgang?1. Vegurinn um Kjalarnes er stórhættulegur. Hann er mjór, einbreiður, óupplýstur og handónýtur, sérstaklega vegna djúpra hjólfara, sem hafa mælst langt yfir útgefnum öryggismörkum.2. Slys og óhöpp eru algeng á Kjalarnesi. Kjalarnes er ein mesta slysagildra á landinu.3. Vegurinn um Kjalarnes er þriðji fjölfarnasti vegur landsins. Um hann aka sem stendur að meðaltali 8.000 bifreiðar á dag. Reikna má með að a.m.k. 70% allra þungaflutninga út á landsbyggðina fari um Kjalarnes, með tilheyrandi sliti á veginum. Heildarumferð um veginn hefur aukist um 30% á síðustu fimm árum.4. Vegurinn um Kjalarnes er eina stofnæðin út frá Reykjavík, sem ekki hefur verið breikkuð.5. Vegurinn um Kjalarnes hefur setið eftir svo áratugum skiptir, hvað varðar eðlilegt viðhald og nauðsynlega aðlögun að stóraukinni umferð.6. Út frá veginum eru hátt í 50 afleggjarar, fæstir þeirra með aðrein. Það eitt og sér skapar mikla hættu á slysum og óhöppum.7. Veðurfar á Kjalarnesi er vindasamt og byljótt. Þar mælast langoftast af stofnæðunum vindhviður yfir 35m á sekúndu. Við slíkar aðstæður er gott veggrip lykilatriði.8. Hvalfjarðargöng stækkuðu atvinnu- og skólasvæðið á Suðvesturhorninu og því margir úr sveitarfélögunum norðan ganga, sem sækja vinnu og skóla til Reykjavíkur. Fyrir þetta fólk þýðir ömurlegt ástand vegarins margra klukkutíma streitu í hverri viku.9. Nú er svo komið að fólk er almennt orðið hrætt við að aka veginn um Kjalarnes og upplifir hann stórhættulegan og mjög óöruggan.10. Vegamálastjóri sagði í sjónvarpsviðtali í janúar 2018, um banaslys sem varð á veginum í byrjun árs, að það væri vissulega hörmulegur atburður, en ekki mjög óvæntur. Ætlum við í alvöru að bíða eftir fleiri slysum? Sumar þessar ástæður einar og sér kalla á tafarlausar endurbætur á veginum, saman hljóta þær að teljast knýjandi ástæða til að tvöföldun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verði sett í fullan gang og verkið klárað sem allra fyrst.Höfundur er forsvarsmaður þrýstihópsins Til öryggis á Kjalarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa árs varð til sterk bylgja í samfélaginu, einkum meðal þeirra sem aka Kjalarnesið reglulega, íbúa á Kjalarnesi og þeirra sem eiga ættingja, vini eða vinnufélaga, sem þurfa jafnvel daglega að aka þennan háskalega veg. Bylgjan hafði kraumað undir yfirborðinu lengi vel, en síðan varð skýr vendipunktur og hún braust fram af fullum krafti. Krafan er nú sú, að Vesturlandsvegur um Kjalarnes verði settur efstur á framkvæmdalista Vegagerðarinnar. Að viðgerðir fari fram strax og að vinna við tvöföldun vegarins verði sett í gang umsvifalaust. Að framkvæmdum verði hraðað og ljúki sem allra fyrst. Þessi skýlausa krafa er sett fram af sveitarfélögunum norðan Hvalfjarðarganga, af fyrirtækjum á Akranesi og á Grundartanga og síðast en ekki síst af almennum borgurum, þúsundum vegfarenda. Allir þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa lýst yfir stuðningi við þessa kröfu. En hverjar eru helstu ástæðurnar fyrir því að Kjalarnes á að fara í forgang?1. Vegurinn um Kjalarnes er stórhættulegur. Hann er mjór, einbreiður, óupplýstur og handónýtur, sérstaklega vegna djúpra hjólfara, sem hafa mælst langt yfir útgefnum öryggismörkum.2. Slys og óhöpp eru algeng á Kjalarnesi. Kjalarnes er ein mesta slysagildra á landinu.3. Vegurinn um Kjalarnes er þriðji fjölfarnasti vegur landsins. Um hann aka sem stendur að meðaltali 8.000 bifreiðar á dag. Reikna má með að a.m.k. 70% allra þungaflutninga út á landsbyggðina fari um Kjalarnes, með tilheyrandi sliti á veginum. Heildarumferð um veginn hefur aukist um 30% á síðustu fimm árum.4. Vegurinn um Kjalarnes er eina stofnæðin út frá Reykjavík, sem ekki hefur verið breikkuð.5. Vegurinn um Kjalarnes hefur setið eftir svo áratugum skiptir, hvað varðar eðlilegt viðhald og nauðsynlega aðlögun að stóraukinni umferð.6. Út frá veginum eru hátt í 50 afleggjarar, fæstir þeirra með aðrein. Það eitt og sér skapar mikla hættu á slysum og óhöppum.7. Veðurfar á Kjalarnesi er vindasamt og byljótt. Þar mælast langoftast af stofnæðunum vindhviður yfir 35m á sekúndu. Við slíkar aðstæður er gott veggrip lykilatriði.8. Hvalfjarðargöng stækkuðu atvinnu- og skólasvæðið á Suðvesturhorninu og því margir úr sveitarfélögunum norðan ganga, sem sækja vinnu og skóla til Reykjavíkur. Fyrir þetta fólk þýðir ömurlegt ástand vegarins margra klukkutíma streitu í hverri viku.9. Nú er svo komið að fólk er almennt orðið hrætt við að aka veginn um Kjalarnes og upplifir hann stórhættulegan og mjög óöruggan.10. Vegamálastjóri sagði í sjónvarpsviðtali í janúar 2018, um banaslys sem varð á veginum í byrjun árs, að það væri vissulega hörmulegur atburður, en ekki mjög óvæntur. Ætlum við í alvöru að bíða eftir fleiri slysum? Sumar þessar ástæður einar og sér kalla á tafarlausar endurbætur á veginum, saman hljóta þær að teljast knýjandi ástæða til að tvöföldun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verði sett í fullan gang og verkið klárað sem allra fyrst.Höfundur er forsvarsmaður þrýstihópsins Til öryggis á Kjalarnesi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar