Körfuboltastrákur réð ekki við tárin þegar hann sá mömmu sína í fyrsta sinn í fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 15:00 Nobertas Giga. Jacksonville State. Nobertas Giga er frá Litháen en árið 2013 tók hann þá ákvörðun að flytja frá fjölskyldu sinni og koma til Bandaríkjanna til að spila körfubolta. Það fylgdu því fórnir að elta körfuboltadrauminn sinn. Strákurinn hafði ekki séð mömmu sína síðan þá eða þar til að skólinn hans Jacksonville State skipulagði óvænta endurfundi mæðginanna. Nobertas Giga var plataður á fund með þjálfarteyminu þar sem fara átti yfir mikilvæga hluti fyrir komandi leiki liðsins en úrslitin ráðast einmitt í bandaríska háskólaboltanum á næstu vikum. Nobertas var nú ekki alveg sama um allar myndavélarnar í herberginu en þjálfararnir sannfærðu hann um að það ætti nú bara að gera heimildarmynd um gengi liðsins í úrslitakeppninni í ár. Eftir nokkra stund kölluðu þjálfararnir á móður hans og viðbrögð stráksins voru mjög sérstök. Hann réð ekki við tárin og það tók líka smá tíma fyrir hann að átta sig á því hvað var í raun að gerast. Það má sjá myndband af þessu hér fyrir neðan..@norbertasgiga thought he was meeting with the coaches to watch film when he arrived in Evansville for the @OVCSports Tournament. Instead, he got a surprise from someone he hasn’t seen since moving to the United States in 2013. pic.twitter.com/P0NELC0sRT — JSU Men's Basketball (@JSU_MBB) February 28, 2018Norbertas Giga, who left Lithuania to come to the U.S. to play college basketball, thought he was going to be watching film with his coaches. Instead, he was surprised by his mom, who he hadn't seen since 2013. pic.twitter.com/6t4G1kyXP1 — ESPN (@espn) February 28, 2018 Það tók þrjú ár fyrir Nobertas að komast í 1. deildarskóla en hann er nú að klára sitt annað tímabil hjá Jacksonville State. Hann byrjaði í Midland College, fór síðan í Tallahassee Community College og eyddi loks ári St. Benedict's skólanum í Newark. Þetta er síðasta tímabilið hans í bandaríska háskólaboltanum og er hann nú byrjunarliðsmiðherji Jacksonville Stateliðsins sem ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni í ár. Nobertas Giga er með 8,3 stig og 6,2 fráköst að meðaltali í leik á þessu tímabili en tölurnar hans hafa lækkað aðeins frá því í fyrra. Nú er að sjá hvort að koma mömmu hans til Bandaríkjanna muni kveikja í kappanum nú þegar úrslitakeppnin hefst. Körfubolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Nobertas Giga er frá Litháen en árið 2013 tók hann þá ákvörðun að flytja frá fjölskyldu sinni og koma til Bandaríkjanna til að spila körfubolta. Það fylgdu því fórnir að elta körfuboltadrauminn sinn. Strákurinn hafði ekki séð mömmu sína síðan þá eða þar til að skólinn hans Jacksonville State skipulagði óvænta endurfundi mæðginanna. Nobertas Giga var plataður á fund með þjálfarteyminu þar sem fara átti yfir mikilvæga hluti fyrir komandi leiki liðsins en úrslitin ráðast einmitt í bandaríska háskólaboltanum á næstu vikum. Nobertas var nú ekki alveg sama um allar myndavélarnar í herberginu en þjálfararnir sannfærðu hann um að það ætti nú bara að gera heimildarmynd um gengi liðsins í úrslitakeppninni í ár. Eftir nokkra stund kölluðu þjálfararnir á móður hans og viðbrögð stráksins voru mjög sérstök. Hann réð ekki við tárin og það tók líka smá tíma fyrir hann að átta sig á því hvað var í raun að gerast. Það má sjá myndband af þessu hér fyrir neðan..@norbertasgiga thought he was meeting with the coaches to watch film when he arrived in Evansville for the @OVCSports Tournament. Instead, he got a surprise from someone he hasn’t seen since moving to the United States in 2013. pic.twitter.com/P0NELC0sRT — JSU Men's Basketball (@JSU_MBB) February 28, 2018Norbertas Giga, who left Lithuania to come to the U.S. to play college basketball, thought he was going to be watching film with his coaches. Instead, he was surprised by his mom, who he hadn't seen since 2013. pic.twitter.com/6t4G1kyXP1 — ESPN (@espn) February 28, 2018 Það tók þrjú ár fyrir Nobertas að komast í 1. deildarskóla en hann er nú að klára sitt annað tímabil hjá Jacksonville State. Hann byrjaði í Midland College, fór síðan í Tallahassee Community College og eyddi loks ári St. Benedict's skólanum í Newark. Þetta er síðasta tímabilið hans í bandaríska háskólaboltanum og er hann nú byrjunarliðsmiðherji Jacksonville Stateliðsins sem ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni í ár. Nobertas Giga er með 8,3 stig og 6,2 fráköst að meðaltali í leik á þessu tímabili en tölurnar hans hafa lækkað aðeins frá því í fyrra. Nú er að sjá hvort að koma mömmu hans til Bandaríkjanna muni kveikja í kappanum nú þegar úrslitakeppnin hefst.
Körfubolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira