HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2018 18:21 Níutíu manns hefur nú verið sagt upp hjá HB Granda á Akranesi á einu og hálfu ári. Fjórum starfsmönnum í loðnubræðslu HB Granda á Akranesi var sagt upp störfum í gær. Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segir að innan við tíu manns séu nú eftir í bræðslunni eftir hópuppsögn í fyrra. Tilkynnt var um uppsagnir ellefu starfsmanna í frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði í gær en fyrirtækið segist ekki ætla að draga saman seglin þar. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, staðfestir að fjórum hafi verið sagt upp í samtali við Vísi. Skýringarnar á uppsögnunum sem hann hafi heyrt hafi með breytingar hjá fyrirtækinu að gera. Það hafi meðal annars í hyggju að veiða karfa og heilfrysta á frystitogurum sínum. Karfinn hafi áður verið unninn í Reykjavík og afskurður úr honum bræddur á Akranesi. Verkefnum bræðslunnar á Akranesi fækki ef vinnslan færist út á sjó. Einnig segir Vilhjálmur að blikur séu á lofti varðandi komandi loðnuvertíð. Fyrstu tölur frá Hafró hafi ekki gefið tilefni til bjartsýni. HB Grandi varð til með samruna útgerðafyrirtækjanna Granda og Haraldar Böðvarssonar á Akranesi árið 2004. Áttatíu og sex starfsmönnum HB Granda á Akranesi var sagt upp fyrir einu og hálfu ári. Vilhjálmur segir að með uppsögnunum nú sé gamla fyrirtækið svo gott sem horfið endanlega. Enn er þó nokkur fjöldi starfa eftir hjá tveimur dótturfyrirtækjum HB Granda á Akranesi. Höggið með uppsögnunum nú er þó linað með því að fyrirtækið Ísfiskur hefur starfsemi í húsnæði HB Granda í bænum á morgun. Þar skapast fimmtíu störf. „Við brosum allavegana yfir því,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.Fréttablaðið/EyþórEngin áform um að draga úr starfseminni á Vopnafirði Ellefu var sagt upp í frystihúsi HB Granda á Vopnafirði í gær. Áður hafði þremur starfsmönnum þar verið sagt upp og tveir til viðbótar eru sagðir láta fljótlega af störfum án þess að ráðið verði í staðinn fyrir þá. HB Grandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna uppsagnanna á Vopnafirði í dag þar sem fullyrt er að engin áform séu um að draga úr starfsemi fyrirtækisins í bænum. Fastráðnir starfsmenn uppsjávarfrystihússins verði sextíu talsins eftir uppsagnir. Fjöldinn hafi verið á bilinu 60-65 undanfarin ár. Fyrirtækið vísar til ákvörðunar um að byggja upp bolfiskvinnslu á Vopnafirði til að starfrækja á milli vertíða í uppsjávarvinnslunni sem tekin var árið 2016. Vinnsla í henni hófst eftir sjómannaverkfall í mars í fyrra. „Rekstur bolfiskvinnslu hefur allmennt ekki gengið sem skyldi og hefur því verið ákveðið að endurskipuleggja starfssemi á Vopnafirði á milli vertíða,“ segir í yfirlýsingu HB Granda. Áfram sé stefnt að því að hafa starfsemi á Vopnafirði á milli vertíða en verið sé að skoða hvernig best sé að haga því. Engin ákvörðun liggi fyrir í þeim efnum. Akranes Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Fjórum starfsmönnum í loðnubræðslu HB Granda á Akranesi var sagt upp störfum í gær. Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segir að innan við tíu manns séu nú eftir í bræðslunni eftir hópuppsögn í fyrra. Tilkynnt var um uppsagnir ellefu starfsmanna í frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði í gær en fyrirtækið segist ekki ætla að draga saman seglin þar. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, staðfestir að fjórum hafi verið sagt upp í samtali við Vísi. Skýringarnar á uppsögnunum sem hann hafi heyrt hafi með breytingar hjá fyrirtækinu að gera. Það hafi meðal annars í hyggju að veiða karfa og heilfrysta á frystitogurum sínum. Karfinn hafi áður verið unninn í Reykjavík og afskurður úr honum bræddur á Akranesi. Verkefnum bræðslunnar á Akranesi fækki ef vinnslan færist út á sjó. Einnig segir Vilhjálmur að blikur séu á lofti varðandi komandi loðnuvertíð. Fyrstu tölur frá Hafró hafi ekki gefið tilefni til bjartsýni. HB Grandi varð til með samruna útgerðafyrirtækjanna Granda og Haraldar Böðvarssonar á Akranesi árið 2004. Áttatíu og sex starfsmönnum HB Granda á Akranesi var sagt upp fyrir einu og hálfu ári. Vilhjálmur segir að með uppsögnunum nú sé gamla fyrirtækið svo gott sem horfið endanlega. Enn er þó nokkur fjöldi starfa eftir hjá tveimur dótturfyrirtækjum HB Granda á Akranesi. Höggið með uppsögnunum nú er þó linað með því að fyrirtækið Ísfiskur hefur starfsemi í húsnæði HB Granda í bænum á morgun. Þar skapast fimmtíu störf. „Við brosum allavegana yfir því,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.Fréttablaðið/EyþórEngin áform um að draga úr starfseminni á Vopnafirði Ellefu var sagt upp í frystihúsi HB Granda á Vopnafirði í gær. Áður hafði þremur starfsmönnum þar verið sagt upp og tveir til viðbótar eru sagðir láta fljótlega af störfum án þess að ráðið verði í staðinn fyrir þá. HB Grandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna uppsagnanna á Vopnafirði í dag þar sem fullyrt er að engin áform séu um að draga úr starfsemi fyrirtækisins í bænum. Fastráðnir starfsmenn uppsjávarfrystihússins verði sextíu talsins eftir uppsagnir. Fjöldinn hafi verið á bilinu 60-65 undanfarin ár. Fyrirtækið vísar til ákvörðunar um að byggja upp bolfiskvinnslu á Vopnafirði til að starfrækja á milli vertíða í uppsjávarvinnslunni sem tekin var árið 2016. Vinnsla í henni hófst eftir sjómannaverkfall í mars í fyrra. „Rekstur bolfiskvinnslu hefur allmennt ekki gengið sem skyldi og hefur því verið ákveðið að endurskipuleggja starfssemi á Vopnafirði á milli vertíða,“ segir í yfirlýsingu HB Granda. Áfram sé stefnt að því að hafa starfsemi á Vopnafirði á milli vertíða en verið sé að skoða hvernig best sé að haga því. Engin ákvörðun liggi fyrir í þeim efnum.
Akranes Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent