Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. október 2018 19:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur margsinnis lýst áformum um þjóðarsjóð á ársfundum Landsvirkjunar en umræðan slíkan sjóðs hefur staðið yfir með hléum frá 1998. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna,“ sagði Bjarni á ársfundi Landsvirkjunar 2015. Í febrúar 2017 skipaði Bjarni, þá í embætti forsætisráðherra, sérfræðingahóp sem samkvæmt erindisbréfi var falið að semja drög að frumvarpi til laga um stöðugleikasjóð. Eftir að hópurinn skilaði drögum að frumvarpi sumarið 2018 voru þau tekin til áframhaldandi vinnslu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Frumvarpsdrögin fóru í samráðsferli í september og tilbúið frumvarp til laga um Þjóðarsjóð var svo birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Fram kemur í frumvarpinu að tilgangur laganna um þjóðarsjóð sé að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Þar segir að veita skuli framlög til Þjóðarsjóðs sem eru jafnhá öllum tekjum sem ríkissjóður hefur haft af arðgreiðslum, leigutekjum og öðrum tekjum vegna nýtingar orkuauðlinda á forræði ríkisins frá orkufyrirtækjum á árinu á undan. Hér vega þyngst arðgreiðslur Landsvirkjunar. Þá getur sjóðurinn veitt viðtöku og ávaxtað aðra fjármuni sem Alþingi ákveður að leggja til hans í fjárlögum. Í 6. gr. frumvarpsins er fjallað um ráðstöfun eigna sjóðsins. Þar segir: „Verði ríkissjóður fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum af völdum ófyrirséðs áfalls sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir eða sem stafa af því að stjórnvöld hafa óhjákvæmilega þurft að gera ráðstafanir til að bregðast við slíku áfalli er heimilt að veita fé úr Þjóðarsjóði til ríkissjóðs sem nemur allt að helmingi eigna sjóðsins á hverjum tíma.“ Lögin eiga að taka gildi hinn 1. janúar 2020 og á sjóðurinn að taka til starfa það ár. Fastlega er reiknað með að stærsti hluti framlaga til sjóðsins verði vegna arðgreiðslna Landsvirkjunar til ríkisins. Hins vegar verða framlög til sjóðsins skert á fyrstu fimm árum hans með sérstöku bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu til að fjármagna uppbyggingu hjúkrunarheimila og aukinn stuðning við nýsköpun í samræmi við loforð þess efnis í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Kveðið er á um að allt að 16 milljarðar króna af þeim tekjum sem ella mundu renna í Þjóðarsjóð geti verið varið til þessara verkefna á fyrstu fimm starfsárum sjóðsins. Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur margsinnis lýst áformum um þjóðarsjóð á ársfundum Landsvirkjunar en umræðan slíkan sjóðs hefur staðið yfir með hléum frá 1998. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna,“ sagði Bjarni á ársfundi Landsvirkjunar 2015. Í febrúar 2017 skipaði Bjarni, þá í embætti forsætisráðherra, sérfræðingahóp sem samkvæmt erindisbréfi var falið að semja drög að frumvarpi til laga um stöðugleikasjóð. Eftir að hópurinn skilaði drögum að frumvarpi sumarið 2018 voru þau tekin til áframhaldandi vinnslu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Frumvarpsdrögin fóru í samráðsferli í september og tilbúið frumvarp til laga um Þjóðarsjóð var svo birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Fram kemur í frumvarpinu að tilgangur laganna um þjóðarsjóð sé að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Þar segir að veita skuli framlög til Þjóðarsjóðs sem eru jafnhá öllum tekjum sem ríkissjóður hefur haft af arðgreiðslum, leigutekjum og öðrum tekjum vegna nýtingar orkuauðlinda á forræði ríkisins frá orkufyrirtækjum á árinu á undan. Hér vega þyngst arðgreiðslur Landsvirkjunar. Þá getur sjóðurinn veitt viðtöku og ávaxtað aðra fjármuni sem Alþingi ákveður að leggja til hans í fjárlögum. Í 6. gr. frumvarpsins er fjallað um ráðstöfun eigna sjóðsins. Þar segir: „Verði ríkissjóður fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum af völdum ófyrirséðs áfalls sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir eða sem stafa af því að stjórnvöld hafa óhjákvæmilega þurft að gera ráðstafanir til að bregðast við slíku áfalli er heimilt að veita fé úr Þjóðarsjóði til ríkissjóðs sem nemur allt að helmingi eigna sjóðsins á hverjum tíma.“ Lögin eiga að taka gildi hinn 1. janúar 2020 og á sjóðurinn að taka til starfa það ár. Fastlega er reiknað með að stærsti hluti framlaga til sjóðsins verði vegna arðgreiðslna Landsvirkjunar til ríkisins. Hins vegar verða framlög til sjóðsins skert á fyrstu fimm árum hans með sérstöku bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu til að fjármagna uppbyggingu hjúkrunarheimila og aukinn stuðning við nýsköpun í samræmi við loforð þess efnis í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Kveðið er á um að allt að 16 milljarðar króna af þeim tekjum sem ella mundu renna í Þjóðarsjóð geti verið varið til þessara verkefna á fyrstu fimm starfsárum sjóðsins.
Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Sjá meira