Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. október 2018 19:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur margsinnis lýst áformum um þjóðarsjóð á ársfundum Landsvirkjunar en umræðan slíkan sjóðs hefur staðið yfir með hléum frá 1998. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna,“ sagði Bjarni á ársfundi Landsvirkjunar 2015. Í febrúar 2017 skipaði Bjarni, þá í embætti forsætisráðherra, sérfræðingahóp sem samkvæmt erindisbréfi var falið að semja drög að frumvarpi til laga um stöðugleikasjóð. Eftir að hópurinn skilaði drögum að frumvarpi sumarið 2018 voru þau tekin til áframhaldandi vinnslu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Frumvarpsdrögin fóru í samráðsferli í september og tilbúið frumvarp til laga um Þjóðarsjóð var svo birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Fram kemur í frumvarpinu að tilgangur laganna um þjóðarsjóð sé að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Þar segir að veita skuli framlög til Þjóðarsjóðs sem eru jafnhá öllum tekjum sem ríkissjóður hefur haft af arðgreiðslum, leigutekjum og öðrum tekjum vegna nýtingar orkuauðlinda á forræði ríkisins frá orkufyrirtækjum á árinu á undan. Hér vega þyngst arðgreiðslur Landsvirkjunar. Þá getur sjóðurinn veitt viðtöku og ávaxtað aðra fjármuni sem Alþingi ákveður að leggja til hans í fjárlögum. Í 6. gr. frumvarpsins er fjallað um ráðstöfun eigna sjóðsins. Þar segir: „Verði ríkissjóður fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum af völdum ófyrirséðs áfalls sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir eða sem stafa af því að stjórnvöld hafa óhjákvæmilega þurft að gera ráðstafanir til að bregðast við slíku áfalli er heimilt að veita fé úr Þjóðarsjóði til ríkissjóðs sem nemur allt að helmingi eigna sjóðsins á hverjum tíma.“ Lögin eiga að taka gildi hinn 1. janúar 2020 og á sjóðurinn að taka til starfa það ár. Fastlega er reiknað með að stærsti hluti framlaga til sjóðsins verði vegna arðgreiðslna Landsvirkjunar til ríkisins. Hins vegar verða framlög til sjóðsins skert á fyrstu fimm árum hans með sérstöku bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu til að fjármagna uppbyggingu hjúkrunarheimila og aukinn stuðning við nýsköpun í samræmi við loforð þess efnis í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Kveðið er á um að allt að 16 milljarðar króna af þeim tekjum sem ella mundu renna í Þjóðarsjóð geti verið varið til þessara verkefna á fyrstu fimm starfsárum sjóðsins. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur margsinnis lýst áformum um þjóðarsjóð á ársfundum Landsvirkjunar en umræðan slíkan sjóðs hefur staðið yfir með hléum frá 1998. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna,“ sagði Bjarni á ársfundi Landsvirkjunar 2015. Í febrúar 2017 skipaði Bjarni, þá í embætti forsætisráðherra, sérfræðingahóp sem samkvæmt erindisbréfi var falið að semja drög að frumvarpi til laga um stöðugleikasjóð. Eftir að hópurinn skilaði drögum að frumvarpi sumarið 2018 voru þau tekin til áframhaldandi vinnslu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Frumvarpsdrögin fóru í samráðsferli í september og tilbúið frumvarp til laga um Þjóðarsjóð var svo birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Fram kemur í frumvarpinu að tilgangur laganna um þjóðarsjóð sé að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Þar segir að veita skuli framlög til Þjóðarsjóðs sem eru jafnhá öllum tekjum sem ríkissjóður hefur haft af arðgreiðslum, leigutekjum og öðrum tekjum vegna nýtingar orkuauðlinda á forræði ríkisins frá orkufyrirtækjum á árinu á undan. Hér vega þyngst arðgreiðslur Landsvirkjunar. Þá getur sjóðurinn veitt viðtöku og ávaxtað aðra fjármuni sem Alþingi ákveður að leggja til hans í fjárlögum. Í 6. gr. frumvarpsins er fjallað um ráðstöfun eigna sjóðsins. Þar segir: „Verði ríkissjóður fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum af völdum ófyrirséðs áfalls sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir eða sem stafa af því að stjórnvöld hafa óhjákvæmilega þurft að gera ráðstafanir til að bregðast við slíku áfalli er heimilt að veita fé úr Þjóðarsjóði til ríkissjóðs sem nemur allt að helmingi eigna sjóðsins á hverjum tíma.“ Lögin eiga að taka gildi hinn 1. janúar 2020 og á sjóðurinn að taka til starfa það ár. Fastlega er reiknað með að stærsti hluti framlaga til sjóðsins verði vegna arðgreiðslna Landsvirkjunar til ríkisins. Hins vegar verða framlög til sjóðsins skert á fyrstu fimm árum hans með sérstöku bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu til að fjármagna uppbyggingu hjúkrunarheimila og aukinn stuðning við nýsköpun í samræmi við loforð þess efnis í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Kveðið er á um að allt að 16 milljarðar króna af þeim tekjum sem ella mundu renna í Þjóðarsjóð geti verið varið til þessara verkefna á fyrstu fimm starfsárum sjóðsins.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira