Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. október 2018 19:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur margsinnis lýst áformum um þjóðarsjóð á ársfundum Landsvirkjunar en umræðan slíkan sjóðs hefur staðið yfir með hléum frá 1998. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna,“ sagði Bjarni á ársfundi Landsvirkjunar 2015. Í febrúar 2017 skipaði Bjarni, þá í embætti forsætisráðherra, sérfræðingahóp sem samkvæmt erindisbréfi var falið að semja drög að frumvarpi til laga um stöðugleikasjóð. Eftir að hópurinn skilaði drögum að frumvarpi sumarið 2018 voru þau tekin til áframhaldandi vinnslu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Frumvarpsdrögin fóru í samráðsferli í september og tilbúið frumvarp til laga um Þjóðarsjóð var svo birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Fram kemur í frumvarpinu að tilgangur laganna um þjóðarsjóð sé að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Þar segir að veita skuli framlög til Þjóðarsjóðs sem eru jafnhá öllum tekjum sem ríkissjóður hefur haft af arðgreiðslum, leigutekjum og öðrum tekjum vegna nýtingar orkuauðlinda á forræði ríkisins frá orkufyrirtækjum á árinu á undan. Hér vega þyngst arðgreiðslur Landsvirkjunar. Þá getur sjóðurinn veitt viðtöku og ávaxtað aðra fjármuni sem Alþingi ákveður að leggja til hans í fjárlögum. Í 6. gr. frumvarpsins er fjallað um ráðstöfun eigna sjóðsins. Þar segir: „Verði ríkissjóður fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum af völdum ófyrirséðs áfalls sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir eða sem stafa af því að stjórnvöld hafa óhjákvæmilega þurft að gera ráðstafanir til að bregðast við slíku áfalli er heimilt að veita fé úr Þjóðarsjóði til ríkissjóðs sem nemur allt að helmingi eigna sjóðsins á hverjum tíma.“ Lögin eiga að taka gildi hinn 1. janúar 2020 og á sjóðurinn að taka til starfa það ár. Fastlega er reiknað með að stærsti hluti framlaga til sjóðsins verði vegna arðgreiðslna Landsvirkjunar til ríkisins. Hins vegar verða framlög til sjóðsins skert á fyrstu fimm árum hans með sérstöku bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu til að fjármagna uppbyggingu hjúkrunarheimila og aukinn stuðning við nýsköpun í samræmi við loforð þess efnis í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Kveðið er á um að allt að 16 milljarðar króna af þeim tekjum sem ella mundu renna í Þjóðarsjóð geti verið varið til þessara verkefna á fyrstu fimm starfsárum sjóðsins. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur margsinnis lýst áformum um þjóðarsjóð á ársfundum Landsvirkjunar en umræðan slíkan sjóðs hefur staðið yfir með hléum frá 1998. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna,“ sagði Bjarni á ársfundi Landsvirkjunar 2015. Í febrúar 2017 skipaði Bjarni, þá í embætti forsætisráðherra, sérfræðingahóp sem samkvæmt erindisbréfi var falið að semja drög að frumvarpi til laga um stöðugleikasjóð. Eftir að hópurinn skilaði drögum að frumvarpi sumarið 2018 voru þau tekin til áframhaldandi vinnslu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Frumvarpsdrögin fóru í samráðsferli í september og tilbúið frumvarp til laga um Þjóðarsjóð var svo birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Fram kemur í frumvarpinu að tilgangur laganna um þjóðarsjóð sé að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. Þar segir að veita skuli framlög til Þjóðarsjóðs sem eru jafnhá öllum tekjum sem ríkissjóður hefur haft af arðgreiðslum, leigutekjum og öðrum tekjum vegna nýtingar orkuauðlinda á forræði ríkisins frá orkufyrirtækjum á árinu á undan. Hér vega þyngst arðgreiðslur Landsvirkjunar. Þá getur sjóðurinn veitt viðtöku og ávaxtað aðra fjármuni sem Alþingi ákveður að leggja til hans í fjárlögum. Í 6. gr. frumvarpsins er fjallað um ráðstöfun eigna sjóðsins. Þar segir: „Verði ríkissjóður fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum af völdum ófyrirséðs áfalls sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir eða sem stafa af því að stjórnvöld hafa óhjákvæmilega þurft að gera ráðstafanir til að bregðast við slíku áfalli er heimilt að veita fé úr Þjóðarsjóði til ríkissjóðs sem nemur allt að helmingi eigna sjóðsins á hverjum tíma.“ Lögin eiga að taka gildi hinn 1. janúar 2020 og á sjóðurinn að taka til starfa það ár. Fastlega er reiknað með að stærsti hluti framlaga til sjóðsins verði vegna arðgreiðslna Landsvirkjunar til ríkisins. Hins vegar verða framlög til sjóðsins skert á fyrstu fimm árum hans með sérstöku bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu til að fjármagna uppbyggingu hjúkrunarheimila og aukinn stuðning við nýsköpun í samræmi við loforð þess efnis í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Kveðið er á um að allt að 16 milljarðar króna af þeim tekjum sem ella mundu renna í Þjóðarsjóð geti verið varið til þessara verkefna á fyrstu fimm starfsárum sjóðsins.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira