LeBron yngstur í sögunni í 30.000 stiga klúbbinn en Cleveland er í molum | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2018 07:00 LeBron James er geggjaður en Cleveland getur lítið þessa dagana. vísir/getty LeBron James heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld körfuboltasögunnar, en í nótt varð hann yngsti maðurinn í sögunni sem skorar 30.000 stig í NBA-deildinni. Hann er aðeins sjöundi leikmaður sögunnar sem skorar 30.000 stig eða meira en hann er nú kominn í glæsilegan einkaklúbb með Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone, Kobe Bryant, Michael Jordan, Wilt Chamberlain og Þjóðverjanum Dirk Nowitzki sem var síðastur til að skora svona mörg stig á undan LeBron. Lebron James er aftur á móti sá fyrsti í sögunni sem er einnig búinn að taka ríflega sjö þúsund fráköst og gefa ríflega sjö þúsund stoðsendingar á sama tíma og hann er búinn að skora 30.000 stig. Körfuna sögulegu skoraði hann undir lok fyrsta leikhluta í tapi gegn San Antonio Spurs í nótt.Congrats @KingJames. Welcome to the club!!! — Dirk Nowitzki (@swish41) January 24, 2018 Það nefnilega gengur ekkert hjá Cleveland þessa dagana þrátt fyrir að LeBron sé enn að sýna að hann er besti körfuboltamaður í heimi. Liðið er aðeins búið að vinna þrjá af síðustu tíu leikjum sínum og tapaði fyrir Spurs sem nær varla í lið þessa dagana vegna meiðsla. Það er án flestra sinna lykilmanna. Þjálfarinn Tyronn Lue er gagnrýndur harðlega leik eftir leik fyrir að gera ekki breytingar á liðinu sem getur ekki varist til að bjarga lífi sínu en eftir leikinn í gær sagðist hann loksins ætla að gera breytingar á byrjunarliðinu.Leikmenn Cleveland héldu krísufund í fyrradag þar sem þeir réðust að Kevin Love og sökuðu hann um að gera sér upp veikindi í miðjum leik á dögunum. Fundurinn var sagður af bandarískum fjölmiðlum hafa hreinsað loftið en hann skilaði allavega ekki sigri í gær. Cleveland er í þriðja sæti austurdeildarinnar, fjórum sigrum frá öðru sæti og heilum sjö sigrum frá Boston Celtics sem trónir á toppi austursins. Boston tapaði þó fyrir Lakers í nótt.Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Sacramento Kings 99-105 OKC Thunder - Brooklyn Nets 108-109 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 114-102 Golden State Warriors - New York Knicks 123-112 LA Lakers - Boston Celtics 108-107 NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
LeBron James heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld körfuboltasögunnar, en í nótt varð hann yngsti maðurinn í sögunni sem skorar 30.000 stig í NBA-deildinni. Hann er aðeins sjöundi leikmaður sögunnar sem skorar 30.000 stig eða meira en hann er nú kominn í glæsilegan einkaklúbb með Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone, Kobe Bryant, Michael Jordan, Wilt Chamberlain og Þjóðverjanum Dirk Nowitzki sem var síðastur til að skora svona mörg stig á undan LeBron. Lebron James er aftur á móti sá fyrsti í sögunni sem er einnig búinn að taka ríflega sjö þúsund fráköst og gefa ríflega sjö þúsund stoðsendingar á sama tíma og hann er búinn að skora 30.000 stig. Körfuna sögulegu skoraði hann undir lok fyrsta leikhluta í tapi gegn San Antonio Spurs í nótt.Congrats @KingJames. Welcome to the club!!! — Dirk Nowitzki (@swish41) January 24, 2018 Það nefnilega gengur ekkert hjá Cleveland þessa dagana þrátt fyrir að LeBron sé enn að sýna að hann er besti körfuboltamaður í heimi. Liðið er aðeins búið að vinna þrjá af síðustu tíu leikjum sínum og tapaði fyrir Spurs sem nær varla í lið þessa dagana vegna meiðsla. Það er án flestra sinna lykilmanna. Þjálfarinn Tyronn Lue er gagnrýndur harðlega leik eftir leik fyrir að gera ekki breytingar á liðinu sem getur ekki varist til að bjarga lífi sínu en eftir leikinn í gær sagðist hann loksins ætla að gera breytingar á byrjunarliðinu.Leikmenn Cleveland héldu krísufund í fyrradag þar sem þeir réðust að Kevin Love og sökuðu hann um að gera sér upp veikindi í miðjum leik á dögunum. Fundurinn var sagður af bandarískum fjölmiðlum hafa hreinsað loftið en hann skilaði allavega ekki sigri í gær. Cleveland er í þriðja sæti austurdeildarinnar, fjórum sigrum frá öðru sæti og heilum sjö sigrum frá Boston Celtics sem trónir á toppi austursins. Boston tapaði þó fyrir Lakers í nótt.Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Sacramento Kings 99-105 OKC Thunder - Brooklyn Nets 108-109 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 114-102 Golden State Warriors - New York Knicks 123-112 LA Lakers - Boston Celtics 108-107
NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira